Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 665 svör fundust

Væri hægt að búa til norðurljós á himninum með leysigeislum? - Myndband

Þegar stjörnufræðingar skoða og taka myndir af stjörnuhimninum í gegnum sjónauka, nota þeir fjarhrif leysigeisla til að leiðrétta fyrir tifi á ljósi á leið sinni gegnum andrúmsloftið. Þetta gera þeir með manngerðri grænni leysistjörnu. Hún er mynduð í háloftunum með stöðugum geisla leysis. Stöðugt rafmagnsafl ...

Nánar

Hvernig fara menn að því að ríða baggamun?

Orðasambandið að ríða baggamuninn er sótt til þess tíma þegar baggar voru fluttir á reiðingshestum. Baggamunur er þá sá munur sem er á stærð bagganna. Hann var óæskilegur, og reynt var að hafa baggana sem jafnasta. Ef munur var á þyngd þeirra héldu baggarnir illa jafnvægi, vildu síga til þeirra hliðar á hestinum þ...

Nánar

Mig bráðvantar herslumun, hvar finn ég hann?

Herslumunur er samsett orð úr hersla ‘herðing, það að herða; áreynsla’ og munur ‘mismunur, breyting’. Hér vantar aðeins herslumuninn. Herslumunur er notað um smávegis átak til viðbótar svo að unnt sé að ljúka einhverju. Það er mjög oft notað í sambandinu það vantar aðeins/ekki nema herslumuninn og er þá átt...

Nánar

Er einhver munur á því að vera skrítinn eða skrýtinn?

Ástæða þess að orðin skrýtinn og skrítinn sjást rituð á tvennan hátt er sú að óvíst er hvert stofnsérhljóðið er. Sumir vilja tengja skrýtinn norska orðinu skryten 'magur, beinaber, klunnalegur, ljótur' og sænska orðinu skryten 'magur' og telja að þau bendi til ý í stofni. Aðrir telja merkingu norsku og sænsku orða...

Nánar

Hvers vegna er munur á kaup- og sölugengi gjaldmiðla?

Skýringin á þessu er í raun sú sama og á því að smásöluverð er alla jafna hærra en heildsöluverð á vörum. Það fylgir því einhver kostnaður að versla með allar vörur og sá kostnaður rekur fleyg milli kaup- og söluverðs. Hversu stór þessi fleygur er fer eftir ýmsu, til dæmis því hve erfið vara er í meðförum, hve stó...

Nánar

Eru öll orð sem við notum venjulega í okkar máli til á táknmáli?

Þegar tvö tungumál eru borin saman er alltaf munur til staðar; hljóðkerfið er ólíkt, beygingakerfið og setningafræðin sömuleiðis. Þetta á líka við þegar kemur að orðaforða tveggja mála. Hann er aldrei nákvæmlega eins. Til dæmis er ekki til orð á ensku sem þýðir nákvæmlega það sama og íslenska sögnin nenna. Hins ve...

Nánar

Hvernig þekkir maður í sundur stafafuru og bergfuru?

Stafafura og bergfura eru báðar svokallaðar tveggja nála furur, sem þýðir að nálarnar eru tvær og tvær saman í knippum. Auk þess skarast ýmis augljós einkenni og mælanlegar stærðir milli þeirra. Nálar stafafuru eru til dæmis 3-5 cm langar en 3-6 cm langar á bergfuru, könglar eru svipaðir að stærð og svo framvegis....

Nánar

Hvað eru til margir gjaldmiðlar?

Það er erfitt að gefa nákvæmt svar við þessari spurningu því að í mörgum tilfellum er álitamál hvað getur talist gjaldmiðill. Ef einungis eru taldir með þeir gjaldmiðlar sem gefnir eru út af ríkisstjórnum eða stjórnendum sjálfsstjórnarhéraða sem hafa einhvers konar viðurkenningu á alþjóðavettvangi þá eru gjaldmið...

Nánar

Hvað er samba í Linux-stýrikerfum?

Samba er safn forrita sem gerir tölvum sem keyra Windows-stýrikerfi og tölvum sem keyra stýrikerfi byggð á UNIX, til dæmis Linux, kleift að skiptast á gögnum og samnýta jaðartæki og aðrar auðlindir (e. resources). Samba byggir á SMB (e. server message block) samskiptareglunum (e. protocols) sem Windows-stýriker...

Nánar

Getur Plútó rekist á Neptúnus?

Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...

Nánar

Hvað er ritskýring?

Hugtökin ritskýring og ritskýrendur vísa yfirleitt til skýringa fræðimanna á guðfræðilegum texta. Það er fyrst og fremst hefð sem veldur því. Í ritinu Hugtök og heiti í bókmenntafræði segir þetta um túlkunarfræði: Túlkunarfræði (hermeneutik) var upphaflega tengd ritskýringu Biblíunnar, en á nýöld þegar r...

Nánar

Verða kanínur grimmar eftir að þær eignast unga?

Kanínum er eðlislægt að verja hreiður sitt í náttúrunni. Þar er þeirra uppeldisaðferð að láta ungana sem mest í friði og halda þær sig helst í ákveðinni fjarlægð frá hreiðrinu, koma þar við einu sinni á sólarhring, að nóttu til og gefa ungunum af spena. Það tekur aðeins 3-4 mínútur og síðan hverfa kanínurnar aftur...

Nánar

Fleiri niðurstöður