Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2357 svör fundust

category-iconHeimspeki

Er hægt að "borða" með einhverju öðru en munninum?

Svarið við þessu ræðst af því hvaða merkingu menn leggja í sögnina að borða. Næringarefni geta vissulega borist inn í líkamann eftir öðrum leiðum. Það er til dæmis alþekkt að fólki sé gefin næring í æð: nokkurs konar nál sé stungið í eina af stærri æðum líkamans, tengd við hana slanga og vökva með næringarefnum dæ...

category-iconBókmenntir og listir

Er bókin The Clay Marble byggð á sönnum staðreyndum?

Bókin The Clay Marble er skrifuð af taílenska rithöfundinum Minfong Ho. Bókin segir sögu tveggja stúlkna, Döru og Jantu, og gerist í Kambódíustríðinu sem geisaði 1979-1989. The Clay Marble nálgast því skilgreiningu sögulegrar skáldsögu, þar sem hún segir frá afdrifum persóna sinna í sögulegu umhverfi, raunverulegu...

category-iconLandafræði

Hvað búa margir í Sahara, hvað eru mörg lönd þar og hversu mörg þjóðarbrot?

Sahara er stærsta eyðimörk heims, rúmlega níu milljónir ferkílómetrar að flatarmáli, eða um 87 sinnum stærri en Ísland. Eyðimörkin nær yfir mestalla Norður-Afríku. Í Sahara rignir afar sjaldan, oftast ekki nema um 130 mm á ári og sumstaðar aldrei. Eyðimörkin er þess vegna að mestu leyti ógróin sandauðn. Hitasve...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um svörtu ekkjuna?

Svarta ekkjan er heiti sem í raun er notað um ýmsar tegundir innan ættkvíslarinnar Latrodectus (Theridiidae). Alls eru tegundirnar nú taldar vera 31 en heitið svarta ekkjan á sér í lagi um þrjár tegundir sem eiga upprunaleg heimkynni sín í Norður-Ameríku: L.mactans, L.hesperus og L.variolus. Einnig má nefna hi...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða orð eiga Íslendingar yfir snjó?

Upphafleg spurning var á þessa leið: Ínúítar eiga mörg orð yfir snjó, snjókomu og ís. Hvað eiga Íslendingar mörg, hver eru þau og hvernig er hægt að þekkja eina snjótegund frá annarri?Oft er á það minnst að Grænlendingar eigi í máli sínu mörg orð um snjó. Það er mjög eðlilegt þar sem snjórinn er svo nátengdur dagl...

category-iconFöstudagssvar

Hvernig er hægt að veiða eitthvað með þráðlausu neti?

Þrátt fyrir rækilega leit og víðfeðmar fyrirspurnir tókst okkur því miður ekki að finna opinberar upplýsingar um veiðar með þráðlausu neti. Við gerum þó ráð fyrir að kvótakerfi gildi um slíkar veiðar eins og allar alvöru veiðar nú á dögum. Einnig höldum við að möskvastærð í þráðlausu neti sé í grófari kantinu...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um persónuleika, uppeldi og meðgöngu þýskra fjárhunda?

Þýski fjárhundurinn (e. German Shepherd, Alsatian, þ. Schäferhund) er sennilega frægasta hundakyn sem komið hefur frá Þýskalandi. Þessir hundar eru annálaðir fyrir trygglyndi, greind, hugrekki og aðlögunarhæfni. Þeir henta ákaflega vel til þjálfunar og eru mikið notaðir til lögreglu- og herstarfa, sem leitar- og b...

category-iconTrúarbrögð

Hver er meginuppistaðan í kenningum Vísindakirkjunnar?

Hér er einnig að finna svar við spurningu Þórólfs Sveinssonar og Gríms Garðarssonar: Hvers konar starf fer fram innan Vísindakirkjunnar?Á íslensku virðist orðið vísindakirkja notað sitt á hvað um tvær óskyldar trúarhreyfingar. Önnur kallast á ensku Church of Scientology og verða henni gerð skil í þessu svari. Hin ...

category-iconMálvísindi: almennt

Getur fullorðinn einstaklingur náð tökum á erlendu máli lýtalaust?

Afar sjaldgæft er að fullorðinn einstaklingur sem byrjar að læra tungumál nái valdi á málinu á sama hátt og þeir sem hefja tungumálanámið sem ung börn. Þetta á sérstaklega við um framburð en einnig um máltilfinningu og jafnvel málfræði. Orsakirnar geta verið margar og flóknar og fræðimenn greinir á um þær eftir þv...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað gerir félagsmálafræðingur?

Félagsmálafræðingur sem starfsheiti er ekki þekkt eða formlega viðurkennt sem slíkt. Líklegast er að hér sé verið að blanda saman nokkrum viðurkenndum starfsheitum fræðigreina, til dæmis félagsfræðingi, félagsráðgjafa og stjórnmálafræðingi. Hins vegar má hugsa sér að einhver sem hefur lært almenn samfélagsfræð...

category-iconMannfræði

Hvenær varð hvíti maðurinn til?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hvenær kom fram hvítur kynstofn tegundarinnar Homo sapiens og hvernig vildi það til?Einfalt og stutt svar við þessari spurningu er að erfðafræðilegur munur á hópum innan tegundarinnar Homo sapiens er óverulegur og því er enginn líffræðilegur grundvöllur fyrir skiptingu tegundar...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna er örbylgja ekki notuð til upphitunar á húsum?

Örbylgjuofnar hita mat mun hraðar en venjulegir ofnar og þar að auki nota þeir minni orku. Því mætti halda að hagkvæmt væri að nota örbylgjur til að kynda húsin okkar. Þetta er þó alls ekki hægt og væri þar að auki beinlínis hættulegt. Örbylgjur víxlverka við mismunandi efni á mismunandi hátt. Sum efni eru alve...

category-iconLæknisfræði

Af hverju sér maður stundum bletti fyrir augunum?

Hér er einnig svarað spurningunni:Hvað er það sem gerist þegar maður fær svokallaðar stjörnur fyrir augun? Blettir fyrir augunum eru kallaðir „floaters“ á ensku, enda er líkt og þeir fljóti eða sveimi fyrir augunum. Hér er um að ræða örlitla klumpa af hlaupi eða öðru hálfgegnsæju efni sem sveimar um í glærhlaupi ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Til hvers eru gervitauganet notuð og hvernig eru þau ólík raunverulegum tauganetum?

Í heilanum eru kerfi samtengdra taugafrumna sem nefnast einu nafni tauganet (e. neural networks). Hægt er að lesa um virkni taugafrumna í svari Heiðu Maríu Sigurðardóttur við spurningunni Hvað eru taugaboð og hvernig verka þau? og í svarinu Geturðu útskýrt fyrir mér boðspennu í frumum? eftir Jón Má Halldórsson. ...

category-iconLandafræði

Hvort er Punta Arenas í Chile eða Dunedin á Nýja-Sjálandi syðsta borg í heimi?

Punta Arenas á Brunswick-skaga í Chile er á 53°10′ S, 70°56′ V (les: 53 gráðum og 10 mínútum suður eða suðlægrar breiddar og 70 gráðum og 56 mínútum vestur eða vestlægrar lendar). Dunedin á Nýja-Sjálandi er hins vegar á 45°52′ S, 170°30′ A. Punta Arenas er því sunnar en Dunedin, en er þó e...

Fleiri niðurstöður