Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5522 svör fundust
Gilda engin umferðarlög um þá sem keyra of hægt?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Er í alvörunni leyfilegt að keyra á 5 km hraða þar sem hámarkshraði er 30 eða 50 og stífla alla götuna? Gilda engin umferðarlög um það? Í 3. málsgrein 36. greinar hinna nýju umferðarlaga nr. 77/2019 segir þetta um hægan akstur að óþörfu og snögghemlun: Ökumaður m...
Verða eldgos aðeins á flekaskilum?
Stutta svarið við spurningunni er að eldgos verða ekki aðeins á flekaskilum heldur einnig á flekamótum og á svonefndum heitum reitum sem geta verið fjarri flekamörkum. Hugtakið flekamörk er notað um svæði þar sem flekar mætast. Flekaskil eru þar sem flekar færast hvor frá öðrum og ný bergkvika kemur upp en flekam...
Hvað er pilsfaldakapítalismi?
Öll spurningin hljóðaði svona: Ég datt um orðið pilsfaldakapítalismi um daginn og velti því fyrir mér hver er uppruni þess? Með pilsfaldi er átt við neðri jaðar á pilsi. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er elst dæmi frá síðari hluta 19. aldar um að leita skjóls undir pilsfaldi en þá gengu konur í síðum pi...
Hvað er „að vera ennþá blautur á bak við eyrun“?
Orðasamböndin vera blautur á bak við eyrun og vera ekki þurr á bak við eyrun eiga sér erlendar fyrirmyndir. Í þýsku er sagt noch nicht trocken hinter den Ohren og í ensku wet behind the ears um þann sem ekki er orðinn fullþroskaður, er ungur og skortir næga reynslu til að á honum sé fullt mark takandi. Yfirleitt e...
Hvort er betra að fara í viðskiptafræði eða hagfræði ef maður hefur áhuga á að verða löggiltur endurskoðandi?
Til að verða löggiltur endurskoðandi þarf að uppfylla ýmis skilyrði sem eru tilgreind í nýsamþykktum lögum um endurskoðendur. Meðal annars þarf að ljúka sérstöku prófi, hafa viðeigandi starfsreynslu og hafa lokið meistaranámi í reikningshaldi og endurskoðun. Það er nýmæli að meistaranám þurfi, samkvæmt fyrri lögum...
Hversu mörg skip eru á Íslandi ef smábátar eru taldir með?
Samkvæmt lögum nr. 115/1985 eru öll skip sem eru 6 m eða lengri skráningarskyld. Siglingastofnun Íslands hefur umsjón með skráningunni. Á hverju ári er gefin út heildarskrá fyrir íslensk skip sem byggð er á þessari skráningu og þar er að finna ýmsar upplýsingar sem áhugafólki um skip og báta gætu þótt forvitnilega...
Hvernig myndast jökulár og af hverju eru þær svona á litinn?
Jökulár eiga upptök sín í jöklum, eins og nafnið bendir til, og oftast má líta á þessar ár sem framlengingu skriðjökla sem frá meginjöklum falla. Jöklarnir eru eins konar forðabúr fyrir vatn – þegar veðurfar er kalt safna þeir vatni í formi íss, en við hlýnandi veðurfar rýrna þeir; meiri ís bráðnar á sumri en svar...
Hvað er ljóður þegar talað er um að ljóður sé á ráði?
Nafnorðið ljóður merkir ‘galli, annmarki’ og virðist ekki gamalt í málinu. Aðeins 12 dæmi eru í ritmálssafni Orðabókar Háskólans og eru öll nema eitt um að eitthvað sé ljóður á ráði einhvers. Elst dæmanna er úr ritgerðasafni Árna Pálssonar, Á víð og dreif, sem gefið var út 1947: Honum var að vísu ekki virt það ...
Hver var hugsuðurinn Demókrítos og hvað gerði hann?
Vísindavefnum hafa borist margar fyrirspurnir um Demókrítos og hér verður því reynt að svara einnig eftirfarandi spurningum: Hver er hluti Demókrítosar í sögu eðlisfræðinnar? (Valgerður Kristmannsdóttir, f. 1988) Mig vantar eitthvað um Demókrítos og ekki væri verra að fá mynd. (Valgerður Jóhannesdóttir, f. 19...
Hvað hefur Vísindavefurinn að segja um Harry Potter?
Bókaflokkurinn um galdrastrákinn Harry Potter eftir J. K. Rowling er einn vinsælasti, ef ekki sá allra vinsælasti, í heimi. Þegar þetta er skrifað hafa komið út sex bækur og sú sjöunda og síðasta er væntanleg. Allnokkur svör má finna á Vísindavefnum sem beint eða óbeint tengjast Harry Potter og ævintýrum hans. Hér...
Hver var Gottfried Wilhelm Leibniz og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?
Gottfried Wilhelm Leibniz (1646-1716) var þýskur heimspekingur og stærðfræðingur, og reyndar lögfræðingur, diplómat, sagnfræðingur og uppfinningamaður, svo eitthvað sé nefnt. Hann er þekktastur fyrir að leggja, samhliða Isaac Newton, grunninn að örsmæðareikningnum, einni hagnýtustu grein stærðfræðinnar, og gefa h...
Hver var Bertrand Russell og hvert var framlag hans til fræða og vísinda?
Bertrand Russell (1872–1970) var breskur heimspekingur, rökfræðingur og stærðfræðingur, og einn af frumkvöðlum rökgreiningarheimspekinnar ásamt Gottlob Frege, Ludwig Wittgenstein, G.E. Moore og fleirum. Á langri og viðburðaríkri ævi setti Russell fram gífurlega áhrifamiklar kenningar í rökfræði, málspeki, þekkinga...
Hvers konar tölvunarfræði er að baki rafrænu myntinni bitcoin?
Rafmyntin bitcoin og aðrar sambærilegar rafmyntir, byggja á nokkuð mörgum uppgötvunum á ýmsum sviðum tölvunarfræði og stærðfræði. Frá sjónarhóli tölvunarfræðinnar er áhugaverðast hvernig bitcoin hagnýtir sér aðferðir sem ekki hafa verið notaðar saman á viðlíka hátt áður. Einnig er athyglisvert hvernig bitcoin nýti...
Hvaða réttindi höfðu konur á Íslandi árið 1918?
Árið 1918 nutu konur ekki fulls jafnréttis á við karlmenn þótt mikilvægum áföngum væri náð. Af þeim málum sem kvennahreyfingin barðist hvað harðast fyrir um aldamótin 1900 var réttur til menntunar einu réttindin sem konur höfðu án takmarkana. Lög sem veittu konum sama aðgang að menntun, embættum og námsstyrkjum v...
Hvað getur þú sagt mér um finnsku borgarastyrjöldina 1918?
Eins og fram kemur í svari sama höfundar við spurningunni Af hverju varð borgarastríð í Finnlandi 1918? þá var mjög viðkvæmt ástand í Finnlandi í byrjun árs 1918. Fyrir því eru ýmsar ástæður. Efnahagsástand var erfitt, fyrri heimsstyrjöldin hafði klippt á viðskiptasambönd Finnlands til vesturs og rússneska bylting...