Sólin Sólin Rís 05:33 • sest 21:22 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:14 • Sest 05:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:26 • Síðdegis: 23:41 í Reykjavík

Hver var Bertrand Russell og hvert var framlag hans til fræða og vísinda?

Finnur Dellsén

Bertrand Russell (1872–1970) var breskur heimspekingur, rökfræðingur og stærðfræðingur, og einn af frumkvöðlum rökgreiningarheimspekinnar ásamt Gottlob Frege, Ludwig Wittgenstein, G.E. Moore og fleirum. Á langri og viðburðaríkri ævi setti Russell fram gífurlega áhrifamiklar kenningar í rökfræði, málspeki, þekkingarfræði, frumspeki, hugspeki og vísindaheimspeki. En Russell var einnig virkur samfélagsrýnir, og varð meðal annars frægur fyrir andstöðu sína við stríðsrekstur og fyrir að færa rök gegn kristinni trú. Þá skrifaði Russell áhrifamikil inngangsrit í heimspeki, meðal annars The Problems of Philosophy (1912) og A History of Western Philosophy (1945), og hlaut í framhaldinu Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1950.

Bertrand Russell stillir sér fyrir framan myndavélina með pípu í hönd.

Áhugi Russells á heimspeki kviknaði fyrst í tengslum við heimspekilegar spurningar um eðli stærðfræðisanninda. Russell hneigðist að kenningu um eðli slíkra sanninda sem nefnd hefur verið rökfræðihyggja (e. logicism), og Gottlob Frege er frægur fyrir að hafa sett fram í bók sinni Frumreglur reikningslistarinnar (þ. Grundgesetze der Arithmetik, 1893 & 1903). Samkvæmt þessari kenningu má smætta allar setningar stærðfræðinnar í rökfræðisetningar, og því má segja að kenningin segi að stærðfræði sé ekkert nema dulbúin rökfræði þegar öllu er á botninn hvolft. Russell uppgötvaði hina svokölluðu rakaraþverstæðu (einnig kölluð þverstæða Russells), sem í stuttu máli má segja að hafi sýnt fram á að ekki sé unnt að skilgreina mengi sem safn hluta sem uppfylla ákveðin skilyrði.

Russell hafði lesið Frumreglur Frege í handriti og sendi honum bréf um þverstæðuna, en Frege hafði þá lengi verið að vinna að margra binda verki þar sem rökfræðihyggjan er útfærð mjög nákvæmlega. Skemmst er frá því að segja að Frege tókst aldrei að vinna úr þessum vanda með fullnægjandi hætti. Það gerði Russell hins vegar sjálfur ásamt starfsbróður sínum Alfred North Whitehead í bók þeirra Principia Mathematica (1910-13). Í bókinni er sett fram svokölluð gerðahyggja (e. theory of types) sem útilokar vandamál á borð við rakaraþversögnina. Þótt Principia sé eitt frægasta verk Russells og hafi komið honum rækilega á kortið á sínum tíma er hún lítið sem ekkert lesin í dag, meðal annars vegna þess að bókin notast við flókið rökfræðikerfi sem fáir kunna skil á í dag. Eins telja sumir að ófullkomleikasetning Gödels (sett fram árið 1931) geri út af við rökfræðihyggju fyrir fullt og allt.

Einn af þeim sem hreifst af verkum Russells á þessum tíma var hinn ungi Ludwig Wittgenstein. Russell sá strax að Wittgenstein var óhemju hæfileikaríkur heimspekingur og tók hann að sér sem nemanda sinn í Cambridge. Fyrsta (og raunar eina útgefna) bók Wittgensteins, Rökfræðileg ritgerð um heimspeki (þ. Logisch-philosophische Abhandlung, 1921), var undir miklum áhrifum frá Russell og skrifaði Russell inngang að enskri útgáfu bókarinnar, sem fékk heitið Tractatus Logico-Philosophicus að tillögu Russells. Russell og Wittgenstein greindi þó á um margt, sérstaklega hin seinni ár. Wittgenstein var til dæmis mótfallinn því að gefa Rökfræðilega ritgerð um heimspeki út með inngangi Russells því hann taldi að Russell hefði misskilið bókina hrapalega. Þó er engum blöðum um það að fletta að rökfræði og málspeki Russells höfðu djúpstæð áhrif á Wittgenstein.

Þegar hefur verið minnst á rökfræðirannsóknir Russells, en snúum okkur nú að málspekinni. Í frægustu grein Russells, „Um tilvísun“ (e. „On Denoting“, 1905/1994), setti hann fram kenningu um tilvísun eiginnafna sem byggist á greiningu hans á ákveðnum lýsingum. Meginviðfangsefni Russells var að svara því hvernig eiginnöfn geti vísað til tiltekinna hluta. Hvað veldur því til dæmis að orðin „Ólafur Ragnar Grímsson“ vísa til þess manns sem nú er forseti Íslands? Svarið sem Russell gaf var að „Ólafur Ragnar Grímsson“ sé í vissum skilningi dulbúin lýsing á þessum manni – sem ef til vill má draga saman sem „maðurinn sem er forseti Íslands núna“, „maðurinn með ljósa hárið sem býr á Bessastöðum“ eða eitthvað álíka. Almennt var kenning Russells sú að eiginnöfn öðlist tilvísun í krafti þess að fela í sér dulbúnar lýsingar á þeim hlut sem það vísar til. Þessi kenning varð fljótt mjög útbreidd og er enn í dag haldið fram í breyttri mynd.

Eitt af því sem býr að baki þessari kenningu Russells er sú hugmynd að orð og hugtök öðlist á endanum merkingu í krafti þess að lýsa mögulegum skynjunum. Í þekkingarfræði er Russell frægastur fyrir að gera greinarmun á þekkingu af eigin kynnum (e. knowledge by acquintance) og þekkingu af lýsingu (e. knowledge by description). Ef ég horfi til dæmis niður í kaffið mitt sé ég svartan lit, og þekking mín á þessum svarta lit er þekking af eigin kynnum mínum af lit kaffisins. Russell taldi lengi vel að aðeins væri hægt að öðlast þekkingu af eigin kynnum á svokölluðum skynreyndum (e. sense-data) – til dæmis liti og form hluta í skynjunum okkar. Allt annað – þar á meðal allir efnislegir hlutir eins og þeir eru í raun og veru (en ekki eins og þeir birtast okkur í reynslu okkar) – væri aðeins þekkjanlegt af lýsingum. Á endanum þyrftu slíkar lýsingar þó að vera smættanlegar í lýsingar sem vísuðu einungis til hluta sem við þekkjum af eigin kynnum, ellegar væri ekki um þekkingu að ræða yfir höfuð.

Í vísindaheimspeki er Russell einna þekktastur fyrir hugmyndir sínar um orsök og afleiðingu. Orsakarhugtakið er eitt það hugtak sem mest hefur verið skrifað um í vísindaheimspeki, en Russell benti á að í þeim lögmálum eðlisfræðinnar sem eiga að lýsa grundvallareðli alheimsins kemur orsakahugtakið hvergi fyrir. Raunar eru slík lögmál samhverf í þeim skilningi að þau gera engan sérstakan greinarmun á fortíð og framtíð, en orsakahugtakið, samkvæmt Russell, er í eðli sínu ósamhverft því orsök kemur alltaf á undan afleiðingu í tíma. Fræg eru orð Russells í greininni „On the Notion of Cause” (1913):

Eins og margt það sem viðtekið er meðal heimspekinga er orsakalögmálið að mínu mati forngripur sem, líkt og konungsveldið, á líf sitt að þakka því að fólk gerir ranglega ráð fyrir að það valdi engum skaða. (Russell, 1913, bls. 1)

Eins og tilvitnunin að ofan gefur til kynna var Russell mjög pólitískur. Það birtist meðal annars í því að hann beitti sér fyrir friðar- og afvopnunarmálum af ýmsu tagi. Russell var rekinn frá Cambridge árið 1916 fyrir að færa opinberlega rök gegn þátttöku Breta í fyrri heimsstyrjöldinni. Stuttu seinna var hann settur í fangelsi fyrir sömu sakir og skrifaði þar bókina Introduction to Mathematical Philosophy (1919). Seinna á ævi sinni eyddi Russell miklum kröftum í andstöðu gegn kjarnorkuvopnum, og skrifaði meðal annars fræga stefnuyfirlýsingu gegn kjarnorkuvopnum ásamt Albert Einstein árið 1955. Frægt er að Russell var settur í fangelsi vegna friðsamlegra mótmæla gegn kjarnorkuvopnum árið 1961, þá 89 ára að aldri, og hafnaði boði um að vera látinn laus fyrr vegna góðrar hegðunar.

Russell leiðir mótmælagöngu gegn kjarnorkuvopnum í London 1961.

Russell var einnig frægur fyrir að hafa frjálslyndar en vinstrisinnaðar skoðanir. Hann taldi sig til sósíalista og heimsótti Sovétríkin árið 1920 í opinberri breskri sendinefnd. En ólíkt flestum öðrum vinstrimönnum á þessum tíma leist honum ekki á blikuna og gaf í framhaldinu út bókina The Practice and Theory of Bolshevism (1920) þar sem hann varaði við þeim alræðistilburðum sem hann hafði komið auga á í ferðalaginu. Vegna frjálslyndra skoðana sinna átti Russell oft erfitt með að fá vinnu í háskólum þrátt fyrir að vera einn kunnasti og virtasti heimspekingur heims. Hann var til dæmis rekinn frá City College of New York árið 1940 áður en hann hafði tekið almennilega til starfa vegna skoðana sinna á kynlífi og hjónabandi í bókinni Marriage and Morals (1929). Þá er Russell frægur fyrir ritgerð sína „Why I Am Not a Christian” (1927), þar sem færð eru hnitmiðuð rök gegn tilvist Guðs og settar eru fram efasemdir um þann siðferðisboðskap sem Biblían hefur að geyma. Loks ber að nefna að Russell bauð sig þrisvar fram til þings í Bretlandi, í fyrsta skiptið árið 1907 sem sérstakur fylgismaður kosningaréttar kvenna. Um það mál skrifaði hann bæklinginn Anti-Suffragist Anxieties (1910).

Líf Russells var mjög viðburðaríkt en líka mjög stormasamt. Það er með ólíkindum hversu afkastamikill Russell var í ritstörfum sínum, sérstaklega þegar haft er í huga að hann tók þátt í ýmsum pólítískum störfum meðfram skriftum. Verk hans í heimspeki, sérstaklega framan af ævi, hafa haft mjög mikil áhrif og eru mörg hver afar auðlæsileg þrátt fyrir að setja fram flóknar og frumlegar hugmyndir. Seinna á ævi sinni skrifaði Russell fyrst og fremst bækur fyrir almenning, bæði um heimspeki og samfélagsmál. Hér hefur aðeins verið minnst á brot þessara verka, en áhugasamir eru hvattir til að kynna sér Russell með því að nálgast neðangreind verk.

Frekara lesefni:

 • Andrew David Irvine (2013). „Bertrand Russell“. Sótt 30. apríl 2014 frá Edward N. Zalta (ritstj.), The Stanford Encyclopedia of Philosophy (Winter 2013 Edition).
 • Ray Monk (1996), Bertrand Russell: The Spirit of Solitude. London: Jonathan Cape.
 • Ray Monk (2000), Bertrand Russell: The Ghost of Madness. London: Jonathan Cape.
 • Bertrand Russell (1912), The Problems of Philosophy. London: Williams and Norgate.
 • Bertrand Russell (1945), A History of Western Philosophy, New York: Simon and Schuster.
 • Bertrand Russell (1967-9), The Autobiography of Bertrand Russell, 3 bindi. London: George Allen and Unwin; Boston: Little Brown and Company (1. og 2. bindi), New York: Simon and Schuster (3. bindi).

Aðrar heimildir:

 • Gottlob Frege (1893 & 1903). Grundgesetze der Arithmetik. Jena: Verlag Hermann Pohle.
 • Bertrand Russell (1913), „On the Notion of Cause“. Proceedings of the Aristotelian Societ 13: 1-26.
 • Bertrand Russell (1919), Introduction to Mathematical Philosophy. London: George Allen and Unwin; New York: The Macmillan Company.
 • Bertrand Russell (1920), The Practice and Theory of Bolshevism. London: George Allen and Unwin Ltd.
 • Bertrand Russell (1921), The Analysis of Mind. London: George Allen and Unwin; New York: The Macmillan Company.
 • Bertrand Russell (1927), The Analysis of Matter. London: Kegan Paul, Trench, Trubner; New York: Harcourt, Brace.
 • Bertrand Russell (1927), Why I Am Not a Christian. London: Watts; New York: The Truth Seeker Company.
 • Bertrand Russell (1929), Marriage and Morals. London: George Allen and Unwin; New York: Horace Liveright.
 • Bertrand Russell (1948), Human Knowledge: Its Scope and Limits, London: George Allen and Unwin; New York: Simon and Schuster.
 • Bertrand Russell (1905/1994), „Um tilvísun“, í Ólafur Páll Jónsson & Einar Logi Vignisson (ritstj.), Heimspeki á tuttugustu öld: Safn merkra ritgerða úr heimspeki aldarinnar, Ólafur Páll Jónsson, þýddi (Reykjavík: Heimskringla, 1994, bls. 33-46). (Upphaflega birt í Mind, 14 (1905), bls. 479-493.)
 • Bertrand Russell og Alfred North Whitehead (1910-13), Principia Mathematica, 3 bindi. Cambridge: Cambridge University Press.
 • Ludwig Wittgenstein (1921), Logisch-philosophische Abhandlung. Birt í Wilhelm Ostwald (ritstj.), Annalen der Naturphilosophie 14. Gefin út sem Tractatus Logico-Philosophicus í þýðingu C. K. Ogden (London: Routledge & Kegan Paul, 1922).

Myndir:

Höfundur

Finnur Dellsén

dósent í heimspeki

Útgáfudagur

15.7.2014

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Finnur Dellsén. „Hver var Bertrand Russell og hvert var framlag hans til fræða og vísinda?“ Vísindavefurinn, 15. júlí 2014. Sótt 21. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=67677.

Finnur Dellsén. (2014, 15. júlí). Hver var Bertrand Russell og hvert var framlag hans til fræða og vísinda? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=67677

Finnur Dellsén. „Hver var Bertrand Russell og hvert var framlag hans til fræða og vísinda?“ Vísindavefurinn. 15. júl. 2014. Vefsíða. 21. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=67677>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver var Bertrand Russell og hvert var framlag hans til fræða og vísinda?
Bertrand Russell (1872–1970) var breskur heimspekingur, rökfræðingur og stærðfræðingur, og einn af frumkvöðlum rökgreiningarheimspekinnar ásamt Gottlob Frege, Ludwig Wittgenstein, G.E. Moore og fleirum. Á langri og viðburðaríkri ævi setti Russell fram gífurlega áhrifamiklar kenningar í rökfræði, málspeki, þekkingarfræði, frumspeki, hugspeki og vísindaheimspeki. En Russell var einnig virkur samfélagsrýnir, og varð meðal annars frægur fyrir andstöðu sína við stríðsrekstur og fyrir að færa rök gegn kristinni trú. Þá skrifaði Russell áhrifamikil inngangsrit í heimspeki, meðal annars The Problems of Philosophy (1912) og A History of Western Philosophy (1945), og hlaut í framhaldinu Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1950.

Bertrand Russell stillir sér fyrir framan myndavélina með pípu í hönd.

Áhugi Russells á heimspeki kviknaði fyrst í tengslum við heimspekilegar spurningar um eðli stærðfræðisanninda. Russell hneigðist að kenningu um eðli slíkra sanninda sem nefnd hefur verið rökfræðihyggja (e. logicism), og Gottlob Frege er frægur fyrir að hafa sett fram í bók sinni Frumreglur reikningslistarinnar (þ. Grundgesetze der Arithmetik, 1893 & 1903). Samkvæmt þessari kenningu má smætta allar setningar stærðfræðinnar í rökfræðisetningar, og því má segja að kenningin segi að stærðfræði sé ekkert nema dulbúin rökfræði þegar öllu er á botninn hvolft. Russell uppgötvaði hina svokölluðu rakaraþverstæðu (einnig kölluð þverstæða Russells), sem í stuttu máli má segja að hafi sýnt fram á að ekki sé unnt að skilgreina mengi sem safn hluta sem uppfylla ákveðin skilyrði.

Russell hafði lesið Frumreglur Frege í handriti og sendi honum bréf um þverstæðuna, en Frege hafði þá lengi verið að vinna að margra binda verki þar sem rökfræðihyggjan er útfærð mjög nákvæmlega. Skemmst er frá því að segja að Frege tókst aldrei að vinna úr þessum vanda með fullnægjandi hætti. Það gerði Russell hins vegar sjálfur ásamt starfsbróður sínum Alfred North Whitehead í bók þeirra Principia Mathematica (1910-13). Í bókinni er sett fram svokölluð gerðahyggja (e. theory of types) sem útilokar vandamál á borð við rakaraþversögnina. Þótt Principia sé eitt frægasta verk Russells og hafi komið honum rækilega á kortið á sínum tíma er hún lítið sem ekkert lesin í dag, meðal annars vegna þess að bókin notast við flókið rökfræðikerfi sem fáir kunna skil á í dag. Eins telja sumir að ófullkomleikasetning Gödels (sett fram árið 1931) geri út af við rökfræðihyggju fyrir fullt og allt.

Einn af þeim sem hreifst af verkum Russells á þessum tíma var hinn ungi Ludwig Wittgenstein. Russell sá strax að Wittgenstein var óhemju hæfileikaríkur heimspekingur og tók hann að sér sem nemanda sinn í Cambridge. Fyrsta (og raunar eina útgefna) bók Wittgensteins, Rökfræðileg ritgerð um heimspeki (þ. Logisch-philosophische Abhandlung, 1921), var undir miklum áhrifum frá Russell og skrifaði Russell inngang að enskri útgáfu bókarinnar, sem fékk heitið Tractatus Logico-Philosophicus að tillögu Russells. Russell og Wittgenstein greindi þó á um margt, sérstaklega hin seinni ár. Wittgenstein var til dæmis mótfallinn því að gefa Rökfræðilega ritgerð um heimspeki út með inngangi Russells því hann taldi að Russell hefði misskilið bókina hrapalega. Þó er engum blöðum um það að fletta að rökfræði og málspeki Russells höfðu djúpstæð áhrif á Wittgenstein.

Þegar hefur verið minnst á rökfræðirannsóknir Russells, en snúum okkur nú að málspekinni. Í frægustu grein Russells, „Um tilvísun“ (e. „On Denoting“, 1905/1994), setti hann fram kenningu um tilvísun eiginnafna sem byggist á greiningu hans á ákveðnum lýsingum. Meginviðfangsefni Russells var að svara því hvernig eiginnöfn geti vísað til tiltekinna hluta. Hvað veldur því til dæmis að orðin „Ólafur Ragnar Grímsson“ vísa til þess manns sem nú er forseti Íslands? Svarið sem Russell gaf var að „Ólafur Ragnar Grímsson“ sé í vissum skilningi dulbúin lýsing á þessum manni – sem ef til vill má draga saman sem „maðurinn sem er forseti Íslands núna“, „maðurinn með ljósa hárið sem býr á Bessastöðum“ eða eitthvað álíka. Almennt var kenning Russells sú að eiginnöfn öðlist tilvísun í krafti þess að fela í sér dulbúnar lýsingar á þeim hlut sem það vísar til. Þessi kenning varð fljótt mjög útbreidd og er enn í dag haldið fram í breyttri mynd.

Eitt af því sem býr að baki þessari kenningu Russells er sú hugmynd að orð og hugtök öðlist á endanum merkingu í krafti þess að lýsa mögulegum skynjunum. Í þekkingarfræði er Russell frægastur fyrir að gera greinarmun á þekkingu af eigin kynnum (e. knowledge by acquintance) og þekkingu af lýsingu (e. knowledge by description). Ef ég horfi til dæmis niður í kaffið mitt sé ég svartan lit, og þekking mín á þessum svarta lit er þekking af eigin kynnum mínum af lit kaffisins. Russell taldi lengi vel að aðeins væri hægt að öðlast þekkingu af eigin kynnum á svokölluðum skynreyndum (e. sense-data) – til dæmis liti og form hluta í skynjunum okkar. Allt annað – þar á meðal allir efnislegir hlutir eins og þeir eru í raun og veru (en ekki eins og þeir birtast okkur í reynslu okkar) – væri aðeins þekkjanlegt af lýsingum. Á endanum þyrftu slíkar lýsingar þó að vera smættanlegar í lýsingar sem vísuðu einungis til hluta sem við þekkjum af eigin kynnum, ellegar væri ekki um þekkingu að ræða yfir höfuð.

Í vísindaheimspeki er Russell einna þekktastur fyrir hugmyndir sínar um orsök og afleiðingu. Orsakarhugtakið er eitt það hugtak sem mest hefur verið skrifað um í vísindaheimspeki, en Russell benti á að í þeim lögmálum eðlisfræðinnar sem eiga að lýsa grundvallareðli alheimsins kemur orsakahugtakið hvergi fyrir. Raunar eru slík lögmál samhverf í þeim skilningi að þau gera engan sérstakan greinarmun á fortíð og framtíð, en orsakahugtakið, samkvæmt Russell, er í eðli sínu ósamhverft því orsök kemur alltaf á undan afleiðingu í tíma. Fræg eru orð Russells í greininni „On the Notion of Cause” (1913):

Eins og margt það sem viðtekið er meðal heimspekinga er orsakalögmálið að mínu mati forngripur sem, líkt og konungsveldið, á líf sitt að þakka því að fólk gerir ranglega ráð fyrir að það valdi engum skaða. (Russell, 1913, bls. 1)

Eins og tilvitnunin að ofan gefur til kynna var Russell mjög pólitískur. Það birtist meðal annars í því að hann beitti sér fyrir friðar- og afvopnunarmálum af ýmsu tagi. Russell var rekinn frá Cambridge árið 1916 fyrir að færa opinberlega rök gegn þátttöku Breta í fyrri heimsstyrjöldinni. Stuttu seinna var hann settur í fangelsi fyrir sömu sakir og skrifaði þar bókina Introduction to Mathematical Philosophy (1919). Seinna á ævi sinni eyddi Russell miklum kröftum í andstöðu gegn kjarnorkuvopnum, og skrifaði meðal annars fræga stefnuyfirlýsingu gegn kjarnorkuvopnum ásamt Albert Einstein árið 1955. Frægt er að Russell var settur í fangelsi vegna friðsamlegra mótmæla gegn kjarnorkuvopnum árið 1961, þá 89 ára að aldri, og hafnaði boði um að vera látinn laus fyrr vegna góðrar hegðunar.

Russell leiðir mótmælagöngu gegn kjarnorkuvopnum í London 1961.

Russell var einnig frægur fyrir að hafa frjálslyndar en vinstrisinnaðar skoðanir. Hann taldi sig til sósíalista og heimsótti Sovétríkin árið 1920 í opinberri breskri sendinefnd. En ólíkt flestum öðrum vinstrimönnum á þessum tíma leist honum ekki á blikuna og gaf í framhaldinu út bókina The Practice and Theory of Bolshevism (1920) þar sem hann varaði við þeim alræðistilburðum sem hann hafði komið auga á í ferðalaginu. Vegna frjálslyndra skoðana sinna átti Russell oft erfitt með að fá vinnu í háskólum þrátt fyrir að vera einn kunnasti og virtasti heimspekingur heims. Hann var til dæmis rekinn frá City College of New York árið 1940 áður en hann hafði tekið almennilega til starfa vegna skoðana sinna á kynlífi og hjónabandi í bókinni Marriage and Morals (1929). Þá er Russell frægur fyrir ritgerð sína „Why I Am Not a Christian” (1927), þar sem færð eru hnitmiðuð rök gegn tilvist Guðs og settar eru fram efasemdir um þann siðferðisboðskap sem Biblían hefur að geyma. Loks ber að nefna að Russell bauð sig þrisvar fram til þings í Bretlandi, í fyrsta skiptið árið 1907 sem sérstakur fylgismaður kosningaréttar kvenna. Um það mál skrifaði hann bæklinginn Anti-Suffragist Anxieties (1910).

Líf Russells var mjög viðburðaríkt en líka mjög stormasamt. Það er með ólíkindum hversu afkastamikill Russell var í ritstörfum sínum, sérstaklega þegar haft er í huga að hann tók þátt í ýmsum pólítískum störfum meðfram skriftum. Verk hans í heimspeki, sérstaklega framan af ævi, hafa haft mjög mikil áhrif og eru mörg hver afar auðlæsileg þrátt fyrir að setja fram flóknar og frumlegar hugmyndir. Seinna á ævi sinni skrifaði Russell fyrst og fremst bækur fyrir almenning, bæði um heimspeki og samfélagsmál. Hér hefur aðeins verið minnst á brot þessara verka, en áhugasamir eru hvattir til að kynna sér Russell með því að nálgast neðangreind verk.

Frekara lesefni:

 • Andrew David Irvine (2013). „Bertrand Russell“. Sótt 30. apríl 2014 frá Edward N. Zalta (ritstj.), The Stanford Encyclopedia of Philosophy (Winter 2013 Edition).
 • Ray Monk (1996), Bertrand Russell: The Spirit of Solitude. London: Jonathan Cape.
 • Ray Monk (2000), Bertrand Russell: The Ghost of Madness. London: Jonathan Cape.
 • Bertrand Russell (1912), The Problems of Philosophy. London: Williams and Norgate.
 • Bertrand Russell (1945), A History of Western Philosophy, New York: Simon and Schuster.
 • Bertrand Russell (1967-9), The Autobiography of Bertrand Russell, 3 bindi. London: George Allen and Unwin; Boston: Little Brown and Company (1. og 2. bindi), New York: Simon and Schuster (3. bindi).

Aðrar heimildir:

 • Gottlob Frege (1893 & 1903). Grundgesetze der Arithmetik. Jena: Verlag Hermann Pohle.
 • Bertrand Russell (1913), „On the Notion of Cause“. Proceedings of the Aristotelian Societ 13: 1-26.
 • Bertrand Russell (1919), Introduction to Mathematical Philosophy. London: George Allen and Unwin; New York: The Macmillan Company.
 • Bertrand Russell (1920), The Practice and Theory of Bolshevism. London: George Allen and Unwin Ltd.
 • Bertrand Russell (1921), The Analysis of Mind. London: George Allen and Unwin; New York: The Macmillan Company.
 • Bertrand Russell (1927), The Analysis of Matter. London: Kegan Paul, Trench, Trubner; New York: Harcourt, Brace.
 • Bertrand Russell (1927), Why I Am Not a Christian. London: Watts; New York: The Truth Seeker Company.
 • Bertrand Russell (1929), Marriage and Morals. London: George Allen and Unwin; New York: Horace Liveright.
 • Bertrand Russell (1948), Human Knowledge: Its Scope and Limits, London: George Allen and Unwin; New York: Simon and Schuster.
 • Bertrand Russell (1905/1994), „Um tilvísun“, í Ólafur Páll Jónsson & Einar Logi Vignisson (ritstj.), Heimspeki á tuttugustu öld: Safn merkra ritgerða úr heimspeki aldarinnar, Ólafur Páll Jónsson, þýddi (Reykjavík: Heimskringla, 1994, bls. 33-46). (Upphaflega birt í Mind, 14 (1905), bls. 479-493.)
 • Bertrand Russell og Alfred North Whitehead (1910-13), Principia Mathematica, 3 bindi. Cambridge: Cambridge University Press.
 • Ludwig Wittgenstein (1921), Logisch-philosophische Abhandlung. Birt í Wilhelm Ostwald (ritstj.), Annalen der Naturphilosophie 14. Gefin út sem Tractatus Logico-Philosophicus í þýðingu C. K. Ogden (London: Routledge & Kegan Paul, 1922).

Myndir:

...