Sólin Sólin Rís 06:52 • sest 19:52 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:16 • Sest 00:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:13 • Síðdegis: 16:37 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 23:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:52 • sest 19:52 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:16 • Sest 00:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:13 • Síðdegis: 16:37 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 23:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru Nóbelsverðlaun og hverjir veita þau?

Ívar Daði Þorvaldsson

Nóbelsverðlaunin eru kennd við Svíann Alfred Nobel (1833-1896). Í erfðaskrá sinni er hann ritaði undir hinn 27. nóvember árið 1895 talar hann um verðlaun sem skulu veitt í fjórum greinum: bókmenntum, eðlisfræði, efnafræði og læknisfræði. Auk þess skulu veitt svokölluð friðarverðlaun. Í erfðaskránni tiltekur Nobel einnig að sænska akademían skuli úthluta verðlaununum í bókmenntum, eðlisfræði, efnafræði og læknisfræði en að sú norska sjái um að úthluta friðarverðlaununum. Nefnir hann enga ástæðu fyrir þessu.

Nóbelsverðlaunin eru kennd við Svíann Alfred Nobel (1833-1896).

Verðlaunin voru fyrst veitt árið 1901 en í svari SIV við spurningunni: Hvaða ár voru Nóbelsverðlaunin fyrst afhent og hver fékk þau fyrst? kemur fram að eftirfarandi hlutu verðlaunin er þau voru fyrst veitt:
  • Bókmenntir: Sully-Prudhomme, Frakklandi, fyrir ljóð sín.
  • Eðlisfræði: Wilhelm Conrad Röntgen, Þýskalandi, fyrir uppgötvun röntgengeislunar.
  • Efnafræði: Jacobus Henricus van't Hoff, Hollandi, fyrir rannsóknir á flæðiþrýstingi og eiginleikum lausna.
  • Læknisfræði: Emil von Behring, Þýskalandi, frumkvöðull í ónæmisfræði.
  • Friðarverðlaun: Henri Dunant, Sviss, stofnandi Rauða krossins og Frederic Passy, Frakklandi, fyrir störf að friðarmálum.

Árið 1968 hlutaðist Seðlabanki Svíþjóðar svo um sérstök verðlaun á sviði hagfræði. Almennt er talað um þessi verðlaun sem hluta af Nóbelsverðlaununum. Svo er þó strangt til tekið ekki enda eru þau ekki komin frá Alfred Nobel sjálfum og minntist hann ekki á verðlaun í hagfræði í erfðaskrá sinni. Verðlaunin eru þó til minningar um hann og nefnast: Verðlaun Sænska seðlabankans í hagfræði til minningar um Alfred Nobel. Fyrstu hagfræðiverðlaunin voru veitt árið 1969 en þau fengu Ragnar Frisch frá Noregi og Jan Tinbergen frá Hollandi, fyrir þróun hagfræðilíkana.

Á vef Nóbelsverðlaunanna má finna ýmsan fróðleik um verðlaunin og sögu þeirra.

Heimildir:

Mynd:

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:
Hvað eru Nóbelsverðlaun og hverjir veita þau? Á vef Nóbelsverðlaunanna kemur til dæmis fram að bókmenntaverðlaunin heiti The Nobel Prize in Literature og friðarverðlaunin The Nobel Peace Prize. Hins vegar ef hagfræðin er skoðuð eru þau verðlaun kölluð The Sveriges Riksbank Prize in Economic Sciences in Memory of Alfred Nobel. Hver er munurinn hér á?

Höfundur

Ívar Daði Þorvaldsson

M.Sc. í hugbúnaðarverkfræði og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

12.8.2013

Spyrjandi

Spyr.is

Tilvísun

Ívar Daði Þorvaldsson. „Hvað eru Nóbelsverðlaun og hverjir veita þau?“ Vísindavefurinn, 12. ágúst 2013, sótt 15. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=65671.

Ívar Daði Þorvaldsson. (2013, 12. ágúst). Hvað eru Nóbelsverðlaun og hverjir veita þau? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=65671

Ívar Daði Þorvaldsson. „Hvað eru Nóbelsverðlaun og hverjir veita þau?“ Vísindavefurinn. 12. ágú. 2013. Vefsíða. 15. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=65671>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru Nóbelsverðlaun og hverjir veita þau?
Nóbelsverðlaunin eru kennd við Svíann Alfred Nobel (1833-1896). Í erfðaskrá sinni er hann ritaði undir hinn 27. nóvember árið 1895 talar hann um verðlaun sem skulu veitt í fjórum greinum: bókmenntum, eðlisfræði, efnafræði og læknisfræði. Auk þess skulu veitt svokölluð friðarverðlaun. Í erfðaskránni tiltekur Nobel einnig að sænska akademían skuli úthluta verðlaununum í bókmenntum, eðlisfræði, efnafræði og læknisfræði en að sú norska sjái um að úthluta friðarverðlaununum. Nefnir hann enga ástæðu fyrir þessu.

Nóbelsverðlaunin eru kennd við Svíann Alfred Nobel (1833-1896).

Verðlaunin voru fyrst veitt árið 1901 en í svari SIV við spurningunni: Hvaða ár voru Nóbelsverðlaunin fyrst afhent og hver fékk þau fyrst? kemur fram að eftirfarandi hlutu verðlaunin er þau voru fyrst veitt:
  • Bókmenntir: Sully-Prudhomme, Frakklandi, fyrir ljóð sín.
  • Eðlisfræði: Wilhelm Conrad Röntgen, Þýskalandi, fyrir uppgötvun röntgengeislunar.
  • Efnafræði: Jacobus Henricus van't Hoff, Hollandi, fyrir rannsóknir á flæðiþrýstingi og eiginleikum lausna.
  • Læknisfræði: Emil von Behring, Þýskalandi, frumkvöðull í ónæmisfræði.
  • Friðarverðlaun: Henri Dunant, Sviss, stofnandi Rauða krossins og Frederic Passy, Frakklandi, fyrir störf að friðarmálum.

Árið 1968 hlutaðist Seðlabanki Svíþjóðar svo um sérstök verðlaun á sviði hagfræði. Almennt er talað um þessi verðlaun sem hluta af Nóbelsverðlaununum. Svo er þó strangt til tekið ekki enda eru þau ekki komin frá Alfred Nobel sjálfum og minntist hann ekki á verðlaun í hagfræði í erfðaskrá sinni. Verðlaunin eru þó til minningar um hann og nefnast: Verðlaun Sænska seðlabankans í hagfræði til minningar um Alfred Nobel. Fyrstu hagfræðiverðlaunin voru veitt árið 1969 en þau fengu Ragnar Frisch frá Noregi og Jan Tinbergen frá Hollandi, fyrir þróun hagfræðilíkana.

Á vef Nóbelsverðlaunanna má finna ýmsan fróðleik um verðlaunin og sögu þeirra.

Heimildir:

Mynd:

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:
Hvað eru Nóbelsverðlaun og hverjir veita þau? Á vef Nóbelsverðlaunanna kemur til dæmis fram að bókmenntaverðlaunin heiti The Nobel Prize in Literature og friðarverðlaunin The Nobel Peace Prize. Hins vegar ef hagfræðin er skoðuð eru þau verðlaun kölluð The Sveriges Riksbank Prize in Economic Sciences in Memory of Alfred Nobel. Hver er munurinn hér á?

...