Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 324 svör fundust
Bjó Coca-Cola-fyrirtækið bandaríska jólasveinninn til?
Upphafleg spurning var á þessa leið: Fann Coca-Cola-fólkið upp bandaríska jólasveininn - þann sem er alltaf kátur og gengur í rauða og hvíta búningnum?Samkvæmt áreiðanlegustu heimildum mun þetta ekki vera rétt, þótt vissulega gangi þessi saga fjöllum hærra. Þó er í þessu það sannleikskorn að auglýsingaherferðir Co...
Hver er mesti vindhraði sem mælst hefur á Íslandi?
Mesti 10-mínútna meðalvindhraði á landinu er 62,5 m/s á Skálafelli 20. janúar 1998 kl. 13. Mesta 3 sekúndna vindhviða á landinu er 74,5 m/s á Gagnheiði 16. janúar 1995 kl. 4. Þetta veður er gjarnan kennt við snjóflóðið mannskæða í Súðavík. Nokkur vafi leikur oft á gæðum vindhraðamælinga í mjög miklum vindi. Því...
Hver var John Dewey?
John Dewey (1859-1952) var einn áhrifamesti heimspekingur og menntunarfræðingur Bandaríkjanna á fyrri hluta 20. aldar. Raunar náðu hugmyndir hans langt út fyrir landsteina Bandaríkjanna, því hann hafði mikil áhrif víða í Evrópu og í Kína, og þær hafa lifað góðu lífi eftir hans daga; enn í dag má telja hann einn áh...
Er það mögulegt að Ísland verði einn daginn allt gróðri vaxið?
Margir þættir hafa áhrif á gróðurfarsskilyrði og þar með gróðurhulu á landinu. Þættir sem hafa neikvæð áhrif á gróðurfarsskilyrði eru meðal annars i) áföll af völdum eldgosa og jökulhlaupa; ii) slæm loftslagsskilyrði til fjalla auk þess sem úrkoma er sums staðar nokkuð takmarkandi; iii) sandur og sandfok á auðnum ...
Hvað er einelti?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hver er munurinn á einelti og stríðni? Einelti er ofbeldi þar sem einn eða fleiri ráðast að einum og beita hann ofbeldi yfir lengri tíma. Rannsóknir á einelti hófust að einhverju ráði fyrir rúmlega 30 árum og hafa fjölmargar skilgreiningar á einelti komið fram síðan. Allar eiga...
Hvað er sement og hvenær var farið að nota það sem byggingarefni?
Sögu sementsins má rekja allt aftur til þess að menn fundu upp aðferð til þess að búa til kalk. Eins og oft gerist, þá hefur aðferðin til að búa til kalk sennilega verið hrein tilviljun eða slys. Kalksteinn er mjög algengur víða um heim, þótt hann sé ekki til í neinu magni á Íslandi. Kalksteinn myndast aðallega ú...
Hver var fyrsti kvikmyndaleikstjórinn?
Þessu er ekki auðsvarað því að í spurningunni er fólgin önnur vandmeðfarin spurning: Hvað er kvikmyndaleikstjóri? Það er alveg ljóst að þeir sem stýrðu kvikmyndatökuvélunum í fyrstu kvikmyndunum sem gerðar voru litu ekki á sig sem leikstjóra í þeirri merkingu sem við leggjum í orðið í dag. Þeir voru fyrst og frems...
Hvernig var menntun í Róm til forna? Var það bara yfirstéttin og drengir sem fengu æskilega menntun?
Menntun Rómverja gat verið nokkuð mismunandi eftir stétt og samfélagsstöðu og tók auk þess breytingum í aldanna rás. Í fyrstu voru börn menntuð heima hjá sér en snemma var farið að fela sérstökum kennurum að mennta börnin. Á 3. öld f.Kr. voru komnir sérstakir barnaskólar sem fólk gat sent börnin í en einnig var al...
Hvað hefur vísindamaðurinn Egill Skúlason rannsakað?
Egill Skúlason er prófessor í efnaverkfræði við Háskóla Íslands en þar stundar hann rannsóknir á efnahvötun á rafefnafræðilegum ferlum. Helstu rannsóknir Egils snúa að afoxun köfnunarefnis (N2) í ammóníak (NH3) og afoxun koltvíildis (CO2) í eldsneyti. Egill hefur einnig rannsakað efnahvörf sem eiga sér stað í r...
Hvað hefur vísindamaðurinn Guðfinna Aðalgeirsdóttir rannsakað?
Guðfinna Aðalgeirsdóttir er prófessor við Jarðvísindadeild Háskóla Íslands. Hún rannsakar jökla, afkomu þeirra, hvernig þeir flæða undan eigin þunga yfir landslagið og móta það, og hvernig jöklar bregðast við loftslagsbreytingum í fortíð, nútíð og framtíð. Vegna loftslags- og jöklabreytinga breytist hraði landuppl...
Hvað er expressjónismi í tónlist?
Hugtakið expressjónismi kom fyrst fram í myndlist en var síðar tengt við stefnu í tónlist. Stefnan spratt fram við upphaf 20. aldar, meðal annars sem andóf gegn impressjónisma, enda hugtökin andstæð. Impression merkir áhrif og er þar átt við áhrif hins ytri veruleika á listamanninn. Expression merkir hins vegar tj...
Hvað er lesblinda? Er hægt að lækna hana?
Orðið lesblinda Lesblinda er íslensk þýðing á orðinu dyslexia sem er notað í flestum erlendum málum. Oftast er orðið notað til að lýsa því þegar börn eiga í erfiðleikum með að læra að lesa þótt orðið sé einnig haft um það þegar fólk glatar lestrarhæfni við afmarkaða heilaskaða. Íslenska orðið lesblinda virð...
Hvað eru samfélagsmiðlar?
Samfélagsmiðlar (e. social media) hafa á skömmum tíma orðið mikilvægur þáttur í daglegu lífi margra. Þeir eru meðal annars notaðir til að fylgjast með fréttum, skoða nýjustu tískustrauma, senda skilaboð, deila myndum, bjóða fólki á ýmsa viðburði, hlusta á tónlist, horfa á myndbönd um allt milli himins og jarðar, f...
Hvað er sjálfsofnæmi?
Er hugsanlegt að fólk sé með sjálfsofnæmi? Sumir hafa ofnæmi fyrir aukaefnum í fatnaði og ýmsu fleiru, en stundum er eins og ekkert þurfi til. Ef sjálfsofnæmi er til, er þá nokkur lækning við því? Hvert á maður að snúa sér til að fá úr því skorið? Svarið er að sjálfsofnæmi er vissulega til og er talið vera ors...
Eru sannanleg tengsl á milli kúariðu og Creutzfeldt-Jakob-sjúkdómsins og hvernig er þá smitleiðin yfir í menn?
Hér er einnig að finna svar við spurningu Jóns Ágústs Sigurðssonar, Hver er meðganga Creutzfeldt-Jakob-sjúkdómsins í manni? Hér mun átt við nýtt afbrigði af Creutzfeldt-Jakob sjúkdómi (CJS), variant Creutzfeldt-Jakob Disease, sem lýst var fyrst árið 1996. Svarið er nei. Ekki hafa verið færðar fullar sönnur á ten...