Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2783 svör fundust
Hvað er krossferð?
Hér er einnig svarað spurningu Guðlaugar Jónu Helgadóttur: Hvað getið þið sagt mér um fyrstu krossferðina?Orðið krossferð hefur tvenns konar merkingu. Annars vegar er það notað um hvers kyns ofstækisfulla baráttu fyrir 'heilögu' málefni og hins vegar merkir það herför kristinna manna til landsins helga til að frel...
Margir vilja ekki veiða dýr en finnst eðlilegt að kaupa kjöt í verslun. Hvernig er hægt að útskýra þessa mótsögn?
Hér skiptir öllu máli af hvaða ástæðu viðkomandi vill ekki veiða dýr eða slátra. Ef ástæðan er sú að hann telur það siðferðilega rangt að deyða dýr sér til matar virðist það vissulega fela í sér mótsögn að kaupa svo með glöðu geði kjöt í verslun. Að vísu má hugsa sér að viðkomandi gæti einhverra hluta vegna ál...
Hvað er lýsi? Hvernig er það nýtt og hver er aðal uppspretta orkunnar í því?
Lýsi er samheiti á fitu sem unnin er úr sjávardýrum. Til eru margar gerðir af lýsi og má til dæmis nefna þorskalýsi, loðnulýsi, síldarlýsi, túnfisklýsi, háfalýsi og sardínulýsi. Þessar tegundir eru allar unnar úr fiskum, ýmist heilum (t.d. loðnulýsi) eða úr einstökum líffærum (t.d. þorskalýsi úr þorskalifur). Meða...
Gerast kraftaverk í íslamstrú?
Kraftverk, sem nefnast mu’jizãt á arabísku, gegna afar litlu hlutverki í íslamskri guðfræði, ólíkt kraftaverkum í kristinni trú. Íslamstrú afneitar þó ekki kraftaverkum en þau hafa litla sem enga þýðingu. Fræðimaðurinn al-Ansãri, sem var uppi frá 1006-1089 eftir okkar tímatali, sagði um kraftaverk:Sá sem geng...
Hver var Zaraþústra?
Zaraþústra var spámaður í Persíu, þar sem nú er Íran. Hann var upphafsmaður þeirra trúarbragða sem kennd eru við hann, Zaraþústratrúar. Ekki er með öllu ljóst hvenær Zaraþústra var uppi og hafa ártöl allt frá 6000 til 600 fyrir okkar tímatal verið nefnd. Líklegast þykir að hann hafi verið uppi einhvern tíma milli ...
Hvað eru fiðrildahrif og óreiðukenning?
Til þess að skilja fyrirbæri náttúrunnar reyna eðlisfræðingar að gera líkön af þeim. Venjulega er líkanið safn stærðfræðilegra jafna sem vonast er til að lýsi vissum eiginleikum kerfisins nokkurn veginn. Eðlisfræðingar kalla jöfnur sem lýsa hreyfingu kerfis eða þróun þess í tíma oft hreyfijöfnur. Líkönin eru misgó...
Hver er lágmarksnæringarþörf mannsins?
Þessari spurningu er hægt að svara á marga vegu. Líkaminn þarf á vatni, kolvetnum, fitu og próteinum, vítamínum og steinefnum að halda til vaxtar og viðhalds. Án vatns lifir maðurinn ekki nema nokkra daga, en hann getur lifað margfalt lengur án matar (40-60 daga). Þá nýtir hann sér fitu og vöðvavefi líkamans s...
Hver tók myndina af Neil Armstrong þegar hann tók fyrstu skrefin á tunglinu?
Þessi spurning kemur oft upp þegar fólk byrjar að efast um að NASA hafi farið til tunglsins. Margir samsæriskenningasmiðir hafa notað þetta sem vísbendingu um að fyrsta tunglferðin hafi jafnvel öll verið fölsuð í myndveri. En eins og svo oft áður byggja þeir rök sín á mjög ótraustum grunni og þegar allt kemur til ...
Hvað getið þið sagt mér um sæskjaldbökur?
Sæskjaldbökur kallast allar tegundir skjaldbaka af ættunum Dermochelyidae og Cheloniidae. Ættin Cheloniidea telur 6 tegundir en Dermochelyidae aðeins eina, alls 7 tegundir. Þær lifa einungis í hlýjum sjó við miðbaug. Leðurskjaldbaka (Dermochelys coriacea). Leðurskjaldbakan (Dermochelys coriacea, e. leather...
Má lögreglan koma inn til manns þegar maður er með partí og nágrannarnir hafa kvartað undan hávaða eða einhverju slíku?
Lögreglan hefur í raun enga heimild til að fara inn á heimili manna vegna kvartana nágranna yfir hávaða, en hún getur komið þeim kvörtunum á framfæri og beðið menn um að draga úr hávaðanum. Svo mundi það fara eftir viðbrögðum húsráðenda og gesta hvað síðan gerist í málinu. Eina heimild lögreglunnar til að f...
Hvaða reglur gilda um innflutning dýra til landsins?
Upphaflega spurningin var svona:Eru iguana-eðlur, snákar og skjaldbökur lögleg hér á landi?Og spyrjandi bætti svo við eftirfarandi:Er iguana-eðla sem er undan skepnu sem var hér á landi árið 1975 lögleg? Ég er einnig að spyrja þess sama um snáka og skjaldbökur. Um innflutning dýra til landsins fjalla lög nr. 88...
Hvað er kísilgúr og til hvers er hann framleiddur?
Kísiliðjan við Mývatn vinnur hráefni sitt úr setlögum á botni Mývatns en ekki er vitað til þess að slík vinnsla úr votnámu fari fram annars staðar í heiminum. Mývatn er talið hafa myndast fyrir um 2300 árum og hefur það mikla sérstöðu meðal stöðuvatna á norðlægum slóðum. Vatnið er allt mjög grunnt og nær sólarljós...
Hvað eru þjóðsögur og hverjir urðu fyrstir til að safna þeim hér á landi?
Þjóðsögur eru frásagnir sem lifað hafa í munnmælum mann fram af manni. Við notum hugtakið þjóðsaga þó aðallega um sögur sem menntamenn tóku að safna af vörum alþýðu á 19. öld og skrá á bækur, innblásnir af rómantískum hugmyndum sem lögðu áherslu á forn fræði og listræna sköpun alþýðu. Frumkvæðið má rekja til þ...
Báru lögsögumenn á Alþingi til forna einhvern hlut sem merki um stöðu sína? Líkt og biskupar báru bagal?
Ekki er til þess vitað að lögsögumenn hafi borið einhver tákn um stöðu sína. Ekkert kemur fram um það í fornum heimildum og enginn slíkur hlutur hefur fundist, hvorki í fornleifauppgreftri né á annan máta. Bagall Páls Jónssonar biskups. Smellið til að sjá stærri mynd. Hér á landi hafa hins vegar fundist mjög ga...
Er rangt að tala um að opna eða loka hurð?
Í málsfarsbanka Íslenskrar málstöðvar segir þetta um orðin dyr og hurð:Orðið dyr merkir op eða inngangur, t.d. inn í hús, herbergi eða bíl. Hurð er hins vegar einhvers konar fleki sem nota má til að loka opinu, innganginum.Við þetta er síðan bætt athugasemd um æskilegt málfar:Því er eðlilegt að tala um að opna og ...