Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5813 svör fundust

category-iconLögfræði

Hvar kemur fyrst fyrir orðatiltækið 'með lögum skal land byggja'?

Orðatiltækið „með lögum skal land vort byggja“ var vel þekkt til forna um öll Norðurlönd. Það kemur fyrir í Jótalögum, Upplendinga- og Helsingjalögum og í Frostaþingslögum. Í íslenskum heimildum er orðatiltækið þekkt úr Njáls sögu með viðbótinni „...en með ólögum eyða“ sem einnig er í Frostaþingslögum. Í 70. k...

category-iconVerkfræði og tækni

Hvaða ár urðu símar til?

Talsíminn var fundinn upp um eða eftir miðja 19. öld. Ekki er fullkomið samkomulag um hver eigi heiðurinn að þessari uppfinningu. Þó er ljóst að Alexander Graham Bell (1847-1922) fékk einkaleyfi fyrir símtæki 7. mars árið 1876. Lesa má nánar um Bell í svari Ulriku Anderson við spurningunni Hver fann upp símann...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er flóðhestamjólk bleik og ef svo er, af hverju?

Svarið við þessari spurningu er einfalt: Já, mjólk flóðhesta er bleik á litinn! Þessi kálfur hefur gætt sér á bleikri mjólk! Flóðhestar seyta tveimur merkilegum efnasamböndum úr húðinni. Þau eru það einstök í dýraríkinu að þau bera heiti flóðhesta. Þetta eru efnin hipposudoric-sýra og norhipposudoric-sýra. Efn...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er kynlíf? - Myndband

Hugtakið kynlíf (e. sexuality) hefur mjög víðtæka merkingu. Íslenska orðið er samsett úr tveimur orðum, kyn og líf, og er ljóst af því að það höfðar til þess hvaða lífi við lifum sem kynverur. Í því felst hvaða augum við lítum á okkur sjálf sem kona eða karl, afstöðu okkar til kynlífsmála, hvernig við hegðum okkur...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Var Tyrannosaurus rex mesta og stærsta ráneðla sinna tíma og hvenær var hún uppi?

Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:Hve mörgum sinnum stærri og þyngri er grameðlan miðað við manninn? (Berglind Bjarnadóttir) Hvað gátu grameðlur orðið þungar? (Kristjana Kristjánsdóttir) Tyrannosaurus rex, eða grameðla, tilheyrði ættkvísl ráneðla (Tyrannosaurus). Til hennar heyrðu stórvaxnar ráne...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Það er hægt að breyta rafmagni í örbylgjur en er hægt að snúa ferlinu við og breyta örbylgjum í rafmagn?

Það má breyta örbylgjum í rafstraum með afriðandi loftneti (e. rectenna, rectifier antenna). Afriðandi loftnet breytir örbylgjum beint í jafnstraum. Einfalt afriðandi loftnet er byggt með því að leggja Schottky-tvist (e. Schottky diode) á milli póla loftnets. Schottky-tvistur hefur þann eiginleika að leiða vel raf...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvers vegna geta fuglar setið á háspennuvír án þess að fá raflost?

Um háspennulínur flæðir gífurlegur rafstraumur með hárri spennu eins og nafnið gefur til kynna. Þetta þýðir meðal annars að spennumunur frá línunum til jarðar er mikill og því leitar rafstraumurinn niður í jörð ef mögulegt er. Manneskja sem snertir háspennulínu stendur að öllum líkindum á jörðinni eða öðr...

category-iconLæknisfræði

Hvað getið þið sagt mér um langvinna lungnateppu?

Langvinn lungnateppa (e. chronic obstructive pulmonary disease, COPD) er samheiti yfir ýmsa sjúkdóma, meðal annars lungnaþembu, langvinna berkjubólgu og reykingalungu. Um er að ræða bólguástand sem veldur ertingu í berkjunum, aukinni slímmyndun og stækkun og eyðileggingu á lungnablöðrunum. Lungnateppa einkennist a...

category-iconLæknisfræði

Hvað eru hörgulsjúkdómar?

Til hörgulsjúkdóma teljast allir sjúkdómar sem orsakast af skorti á næringarefnum, en hörgull þýðir einmitt skortur. Þar má fyrst nefna sjúkdóma sem stafa af almennum skorti á mat eða hitaeiningum. Einnig teljast allir þeir sjúkdómar sem stafa af skorti á tilteknu næringarefni vera hörgulsjúkdómar. Sem dæmi um ...

category-iconHeimspeki

Er „af því bara“ svar?

Orðin „af því bara“ geta verið svar ef sá sem segir þau er að bregðast við spurningu, í flestum tilvikum væri það spurning um af hverju eitthvað er einhvern veginn. Aftur á móti má segja að þau séu ekki mjög gott svar. Oftast spyrjum við spurninga í þeim tilgangi að biðja um upplýsingar eða útskýringar af einhv...

category-iconFélagsvísindi

Hvað eru skattleysismörk?

Með skattleysismörkum er yfirleitt átt við hve miklar launatekjur má hafa án þess að að þurfa að greiða tekjuskatt og útsvar. Einfaldasta leiðin til að sjá hver skattleysismörkin eru er að deila með samanlögðu skatthlutfalli fyrir þessa skatta upp í svokallaðan persónuafslátt. Persónuafslátturinn er nú, árið 2008,...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað er Hawking-geislun og hvað gerir hún?

Upp úr 1970 lagði stjarneðlisfræðingurinn Stephen Hawking á grundvelli skammtafræðinnar fram kenningar um að svarthol sendi frá sér geislun. Í reynd geislar svartholið sjálft ekki frá sér efni, enda gengi það þvert á skilgreininguna á svartholi, heldur kemur geislunin frá svæðinu rétt utan við hinn svokallaða sjón...

category-iconLæknisfræði

Hvað er mænuskaði?

Mænuskaði er skilgreindur sem skaði á mænu eða mænutaugum. Hann leiðir oft til varanlegra breytinga í styrk, skynjun og annarri líkamsstarfsemi fyrir neðan svæðið sem varð fyrir skaðanum. Mænuskaði er oftast afleiðing af höggi eða áverka sem brýtur eða færir hryggjarliði úr stað. Í fæstum tilvikum rofnar mæna...

category-iconLandafræði

Hvaða land eða lönd eiga Suðurskautslandið?

Suðurskautslandið er í raun heimsálfa án eiganda því það tilheyrir engu ríki. Það þýðir þó ekki að enginn vilji eiga það. Sjö þjóðir hafa gert tilkall til yfirráða yfir ákveðnum landsvæðum Suðurskautslandsins, það eru Argentína, Ástralía, Bretland, Síle, Frakkland, Nýja-Sjáland og Noregur. Sjö ríki hafa gert t...

category-iconVísindi almennt

Hvers vegna brakar í háspennulínum?

Háspennulínur gegna mikilvægu hlutverki í nútíma þjóðfélagi. Þær flytja raforku á hárri spennu eftir grönnum leiðurum milli landshluta. Bilið á milli leiðaranna er mun meira en þverskurðarflatarmál leiðarans. Utan um leiðarann er rafsvið og því hærri sem spennan á leiðaranum er því sterkara er rafsviðið. Þegar ákv...

Fleiri niðurstöður