Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 272 svör fundust

category-iconVeðurfræði

Hvað er El Niño?

Í gegnum tíðina hefur Vísindavefurinn fengið fjölmargar fyrirspurnir um El Niño. Aðrir spyrjendur eru: Ragnheiður Hrönn, Steinunn Ingvarsdóttir, Anna Stefánsdóttir, Guðfinna Ýr Sumarliðadóttir, Hildur Anna Karlsdóttir, Ásgerður Sigurðardóttir, Hildur Ósk Pétursdóttir, Jórunn Helgadóttir, Esther Bergsdóttir, Hanne...

category-iconJarðvísindi

Hvaða viðbætur við botnskriðskenninguna komu með flekakenningunni?

Í stuttu máli Samkvæmt botnskriðskenningunni[1] gliðnar hafsbotnsskorpan um miðhafshryggi, skorpuna rekur frá hryggnum til beggja átta, basaltbráð fyllir jafnóðum upp í sprunguna. Við kólnun tekur bergið á sig segulstefnu ríkjandi segulsviðs sem gerir kleift að aldursgreina hafsbotninn og meta hraða gliðnunar. ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað er kviksandur og hvernig verkar hann?

Kviksandur, kviksyndi eða sandbleyta er blanda af sandi og vatni. Hann getur hvorki myndast í kyrrstæðu vatni né haldist þar til lengdar því að þá fellur sandurinn til botns eins og við vitum, og við göngum á botninum eins og ekkert sé. Hins vegar getur kviksyndi myndast þar sem vatn sprettur upp undir sandi og ha...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Geta vísindin spáð eldgosum?

Reynsla hér á landi og erlendis sýnir að í mörgum tilfellum má segja til um eldgos. Oft er talsverður aðdragandi að gosum. Fyrirboðar eldgosa geta verið margvíslegir og mikilvægt er að leggja mat á sem flesta þeirra. Algengustu fyrirboðarnir eru aukin jarðskjálftavirkni, landris á eldfjöllum, aukin jarðhitavirkni ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig eru þorskur og ýsa flokkuð niður í ríki, fylkingu, flokk, ættbálk og ætt?

Þorskur (Gadus morhua) og ýsa (Melanogrammus aeglefinus) eru náskyldar tegundir og tilheyra báðar þorskfiskaætt (Gadidae). Flokkunarfræði þeirra er því eins niður á ættkvíslarstigið, en þar greinir í sundur þar sem þorskurinn og ýsan tilheyra ólíkum ættkvíslum. Flokkun þeirra má sjá í eftirfarandi töflu: RíkiDý...

category-iconJarðvísindi

Hvers vegna kom jarðskjálfti á Haítí í janúar árið 2010?

Í svari Steinunnar S. Jakobsdóttur við spurningunni Hvað veldur jarðskjálftum? kemur fram að ysta lag jarðarinnar, jarðskorpan, er samsett úr mörgum flekum sem hreyfast hver miðað við annan. Flekarnir ýmist nuddast saman á hliðunum, ýtast hvor frá öðrum, eða þrýstast hver undir annan. Á öllum þessum flekasamskeytu...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað gerist í bergi þar sem hamfarahlaup rennur yfir? Kemur loft þar eitthvað við sögu og skiptir hitamyndun máli?

Í hamfarahlaupum eru þrjú rof-ferli einkum að verki, straumurinn „sogar“ eða „slítur“ klumpa úr föstu bergi (e. hydraulic plucking), framburður (sandur og gjót) svarfar bergið (e. abrasion), og loks „slagsuða“ (e. cavitation) sem sérstaklega er nefnd í spurningunni. Hitamyndun er ekki talin koma hér við sögu. S...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Steven Campana rannsakað?

Steven Campana er prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Hann stundar rannsóknir á fiski- og hákarlastofnum og þáttum sem hafa áhrif á heilbrigði þeirra og fjölda. Veruleg fækkun hefur átt sér stað í mörgum hákarlastofnum í heiminum og ástand þeirra því talið alvarlegt. Þrátt fyrir að vera...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt mér um tannhvali?

Tannhvalir (Odontoceti) eru annar tveggja undirættbálka núlifandi hvala, en hinn er skíðishvalir (Mysticeti). Til tannhvala teljast tæplega 80 tegundir, en þess ber þó að geta að flokkunarfræðingar eru ekki sammála um nákvæman fjölda tegunda. Tannhvalir eru talsvert útbreiddari en skíðishvalir, en þeir finnast í ö...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað er "landfræðileg alin"?

Menn hafa notað einhvers konar lengdareiningar frá alda öðli. Elstu einingarnar miðast nær allar við við mannslíkamann: Þumlungur eða tomma, spönn, fet, alin, stika, faðmur og svo framvegis. Og við veljum okkur einingu eftir því hvað við ætlum að mæla. Þess vegna tilgreinum við, jafnvel enn þann dag í dag, lengd á...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvar lifa svampdýr? Hvað éta þau?

Hér er svarað eftirtöldum spurningum: Hvar lifa svampdýr? Hvað éta þau? (Jóna Lind)Hvað eru svampdýr, hver er tilgangur þeirra, hvaða þætti í vistkerfinu sinna þau, hvar lifa þau? (Elín Pálmadóttir) Fyrstu náttúrufræðingarnir sem skoðuðu svampdýr álitu að hér væri um plöntur að ræða vegna þess hversu greinóttir ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er skollakoppur?

Skollakoppur (Strongylocentrotus droebachiensis, e. green sea urchin) er annað af tveimur algengustu ígulkerjunum á íslensku grunnsævi. Hin tegundin er marígull (Echinus esculentus, e. common sea urchin). Ígulker eru af fylkingu skrápdýra (Echinodermata) eins og sæbjúgu (Holothuroidea), krossfiskar (Asteroidea) og...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um sæbjúgu?

Hér er einnig svarað spurningunum:Hvað er sæbjúga? Eru sæbjúgu fiskar eða gróður?Hvað eru til margar tegundir af sæbjúgum?Geta sæbjúgu eignast börn? Hvað geta sæbjúgu orðið gömul?Hvaða þjóðir borða helst sæbjúgu? Sæbjúgu (Holothuroidea) eru hvorki gróður né fiskar heldur einn sex ættbálka innan fylkingu skrápdýra ...

category-iconUnga fólkið svarar

Getið þið sagt mér sögu Titanic?

Eitt þekktasta og mannskæðasta sjóslys allra tíma varð 15. apríl árið 1912 þegar risaskipið RMS Titanic fórst með um 1.500 manns. Titanic var á þessum tíma eitt stærsta gufuknúna farþegaskip í heimi. Skipið var 269 m langt og 28 metra breitt, eigin þyngd þess var 46.328 tonn en mögulegur heildarþungi skipsins,...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers konar hákarl er bláháfur og er hann hættulegur mönnum?

Bláháfurinn (Prionace glauca) er stór uppsjávarhákarl en getur þó leitað niður á allt að 350 metra dýpi, til dæmis í fæðuleit. Vaxtarlag hans er skýr aðlögun að ránlífi í uppsjónum, hann er grannvaxinn með langa og oddmjóa eyrugga, stóreygður og trýnið oddmjótt. Bláháfur er meðal hraðskreiðustu fiska og hafa vísin...

Fleiri niðurstöður