Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 332 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Hver fann fyrstur risaeðlubein?

Steingerð risaeðlubein hafa fylgt manninum frá upphafi. Risaeðlur dóu út fyrir um 65 milljónum ára og talið er að sameiginlegur forfaðir manns og apa hafi komið fram fyrir um 5-6 milljónum ára. Vitað er að á forsögulegum tíma nýttu menn sér steingervinga til skraut- og listmunagerðar. Elsta lýsing á risaeðlubeini ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver eru einkenni stýrikerfa með myndrænu notendaviðmóti?

Allur hugbúnaður hefur einhvers konar viðmót. Annað forrit eða notandi getur haft samskipti við hugbúnaðinn um viðmótið. Í fyrra tilfellinu er talað um forritsviðmót en í því síðara um notendaviðmót. Stýrikerfi gegnir því hlutverki að stjórna afli tölvunnar og veita notendaforritum aðgang að því. Stýrikerfi er ...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hvenær ársins sest sólin í hafið, séð frá tilteknum stað?

Upphafleg spurning hljóðaði svo: Hvenær ársins sest sólin í hafið, séð frá Sauðárkróki og/eða Eyjafirði. Og hvenær ársins séð frá norðanverðu Seltjarnarnesi?Spyrjandi á við það, hvenær sólin setjist í hafið í stað þess að setjast á land, séð frá viðkomandi stað. Stutta svarið er að þetta er algerlega háð staðháttu...

category-iconSálfræði

Hvers vegna selja menn frekar á verðinu 999 í stað 1000 kr? Er þetta eitthvað sálrænt?

Margir hafa eflaust tekið eftir því að frekar óalgengt er að vöruverð sé rúnnuð tala eins og 1000 kr. Varan er gjarnan nokkrum krónum ódýrari og því til að mynda seld á 999 kr. Sú aðferð að verðleggja vörur á þennan hátt gengur undir ýmsum nöfnum, þar á meðal odd pricing, psychological pricing og customary pricing...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju eru karlar yfirleitt stærri en konur?

Þegar kerfisbundinn kynjamunur er á útliti eða formgerð tiltekinnar dýra- eða plöntutegundar er talað um kynbundna tvíbreytni (e. sexual dimorphism). Mörg dæmi eru til að mynda um að kynin séu misskrautleg; þannig eru andarsteggir oft mun skrautlegri en kollurnar, og hjá páfuglum er það aðeins karlfuglinn sem hefu...

category-iconHugvísindi

Hvað er fleygletur?

Fleygletur eða fleygrúnir er stafagerð sem notuð var í Mið-Austurlöndum frá því í lok fjórða árþúsunds f.Kr. og fram undir Krists burð. Elstu heimildir um ritaða texta með fleygletri, sem mönnum hefur tekist að lesa, eru frá Súmerum sem bjuggu í Kaldeu og suðurhluta Mesópótamíu. Letrið var í formi mynda sem no...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er jarðsjá og hvernig er hún notuð?

Jarðsjá var þróuð út frá ratsjá eftir 1960, og byggist hún á því að rafsegulbylgjur eru sendar ofan í jörðina frá sendiloftneti og tekið á móti endurvarpsbylgjum með öðru loftneti sem haft er nálægt hinu fyrra. Breytileg rafsvörun og rafleiðni efnis framkallar endurvarp, og má þannig greina jarðlög og óreglur í þe...

category-iconHagfræði

Hver var Adam Smith og fyrir hvað er hann helst þekktur?

Adam Smith fæddist árið 1723 í hafnarbænum Kirkcaldy á austurströnd Skotlands og dó sextíu og sjö árum síðar, árið 1790. Eftir hann komu út tvær merkilegar bækur meðan hann lifði og að minnsta kosti önnur þeirra er ótvírætt meistaraverk. Fyrra ritið fjallaði um siðfræði og gerði höfund sinn þekktan í landi sínu en...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var Kristian Kaalund og hvert var hans framlag til norrænna fræða?

Dr. Kålund má ekki vamm sitt vita, hvort heldur er sem vísindamaður eða maður yfir höfuð. Jeg hef þekkt hann í fullan mannsaldur og hef ekki kynst betri eða vandaðri manni.Þessi orð er að lesa í inngangi Finns Jónssonar, prófessors, að afmælisriti því sem Hið íslenska fræðafélag í Kaupmannahöfn gaf út í tilefni sj...

category-iconLífvísindi: almennt

Er endurheimt votlendis gagnleg og viðurkennd aðferð til að vinna gegn hlýnun jarðar?

Upprunalegu spurningarnar hljóðuðu svona:Hvernig virkar endurheimt votlendis og er það besta leiðin til að berjast gegn loftslagsvánni? Af hverju að breyta ræktuðu landi í mýrlendi aftur? Hvernig getur mýrlendi "mengað" minna en graslendi sem er þurrt? Er endurheimt votlendis inni í Parísarsamkomulaginu? Er hún ...

category-iconFélagsvísindi

Hvernig verður kosið til stjórnlagaþings og er hægt að svindla?

Í kosningum til stjórnlagaþings verður notað kosningakerfi sem aldrei hefur verið notað á Íslandi áður. Kerfið er flókið og ýmislegt rangt og ónákvæmt hefur verið sagt um það. Hér fyrir neðan verður fjallað ýtarlega um kerfið en í örstuttu máli eru skilaboðin sem mikilvægast er að komist til kjósenda eftirfarandi:...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna gætir sjávarfalla tvisvar á sólarhring?

Þetta stafar af því að jörðin hreyfist um sameiginlega massamiðju jarðar og tungls, fyrir áhrif þyngdarkrafts frá tunglinu. Þessi kraftur á höfin sem snúa að tunglinu er meiri en þarf til að halda þeim á þessari hreyfingu. Því leitar vatnið þar í átt að tunglinu og sjávarborð hækkar. Þyngdarkraftur frá tunglinu á ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Af hverju er ekki flóð og fjara alltaf á sama tíma?

Þetta er fyrst og fremst vegna þess að það er tunglið en ekki sólin sem ræður mestu um dægursveiflu sjávarfallanna; meginbylgja sjávarfallanna fylgir tunglinu á sífelldu ferðalagi þess miðað við yfirborð jarðar. "Tunglhringurinn" er ekki 24 klukkustundir heldur 24 stundir og 50 mínútur og þess vegna færast flóð og...

category-iconStærðfræði

Er hægt að spila í rúllettu í spilavíti og vera 99-100% öruggur um að græða?

Upphafleg spurning var þannig: Er hægt og hvernig þá, að spila í nokkurn tíma í venjulegri rúllettu í spilavíti og vera 99-100% öruggur um að græða? Svarið við þessari spurningu er nei og einfaldast er að rökstyðja það og útskýra með því að vísa í sjálft eðli spilavítisins og líkindafræðinnar. Ef þetta væri hægt...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað í ósköpunum er eðlismassi?

Eðlismassi hlutar er hlutfallið milli massa hlutarins og rúmmáls. Ef hluturinn hefur massann 1 kg og rúmmálið 1 lítra er eðlismassi hans 1 kg/l sem er sama og eðlismassi ferskvatns. Slíkur hlutur er í jafnvægi í ferskvatni og leitar hvorki upp né niður. Þannig ræður eðlismassi ýmsu um hegðun hlutanna. Eðlismass...

Fleiri niðurstöður