Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2554 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað geturðu sagt mér um risaletidýr?

Risaletidýr tilheyra hópi svokallaðra jarðletidýra (e. ground sloth). Þau komu sennilega fram á ólígósen-skeiði nýlífsaldar og lifðu allt fram á sögulegan tíma á eyjum í Karíbahafi. Talið er að síðustu jarðletidýrin hafi dáið út um 1550 á eyjunum Kúbu og Hispanólu. Jarðletidýr eru afar fjölbreytilegur hópur dý...

category-iconHeimspeki

Hvað er til af efni um og eftir heimspekinginn Senecu sem var kennari og ráðgjafi Nerós Rómakeisara?

Rómverski heimspekingurinn Lucius Annaeus Seneca, stundum nefndur Seneca yngri til aðgreiningar frá föður sínum Senecu eldri, fæddist árið 4 f.Kr. í Corduba á Spáni. Hann var af auðugum ættum, gekk í skóla í Róm og hlaut menntun í mælskufræði, heimspeki og lögfræði. Hann hóf feril í stjórnmálum, kleif metorðastiga...

category-iconEfnafræði

Hvernig lýsir maður myndun kvikasilfuroxíðs i efnajöfnu?

Kvikasilfur (e. mercury) er frumefni númer 80 í lotukerfinu og er táknað með Hg. Kvikasilfur er silfurlitur málmur með þá sérstæðu eiginleika að vera fljótandi við herbergishita en bræðslumark þess er -39°C og suðumarkið 357°C. Einungis eitt annað frumefni er í vökvaham við staðalaðstæður (eina loftþyngd og 25°C) ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig stendur íslenski arnarstofninn? Hefur hann náð sér á strik eftir friðun?

Haförninn (Haliaeetus albicilla) var friðaður á Íslandi árið 1913. Á árunum 1905 til 1908 hafði danski fuglafræðingurinn Richard Hörring ferðast um landið og sá á ferðum sínum um þekkt arnarsvæði afar fáa erni. Það var því ljóst að arnarstofninn hér á landi var hruninn og því nauðsynlegt að friða hann svo hann hyr...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvernig var Curiosity lent á Mars?

Könnunarjeppanum Curiosity var skotið á loft 26. nóvember 2011. Jeppinn á að rannsaka hvort aðstæður á Mars voru einhvern tímann, eða eru jafnvel í dag, heppilegar fyrir örverulíf. Jeppinn lenti í Gale-gígnum á Mars klukkan 05:17:57 að íslenskum tíma þann 6. ágúst 2012 og bárust fyrstu myndir fáeinum mínútum síðar...

category-iconFélagsvísindi

Hvað þýðir það að skila auðu í kosningum?

Þessi spurning er margþætt. Skoðum fyrst af hverju maður sem ætlar að skila auðu skuli hafa fyrir því að fara á kjörstað. Ein eða fleiri af eftirtöldum ástæðum kunna að liggja til þess: Hann telur það kannski borgaralega skyldu sína að mæta á kjörstað og greiða atkvæði. Hann kann af einhverjum ástæðum að vil...

category-iconFélagsvísindi

Hvaðan kom hefðin að halda upp á afmælið sitt og hvað hefur hún tíðkast lengi?

Fyrsta afmælishald sem spurnir eru af voru burðardagar konunga og annarra leiðtoga austur við Miðjarðarhaf þar sem menn komust fyrst upp á lagið með nákvæma tímatalsútreikninga og fóru að geta búið til almanök. Vitneskja um nákvæma dagsetningu fæðingar sinnar varð til þess að konungar og aðrir höfðingjar á þessum ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hverjar eru helstu kenningar vísindamanna í heimsfræði um þróun alheimsins?

Í heimsfræði er fjallað um eðli og gerð alheimsins, um upphaf hans, þróun og endalok. Vísindamenn skipta ævi alheims í fimm skeið, eftir því hvað var, er eða verður í honum. Bernskuskeið (e. primordial era) hófst í Miklahvelli og lauk um það leyti sem efnið náði yfirhöndinni sem ráðandi afl í útþenslu alheimsin...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getur þú sagt um frumlífsöld?

Í mörgum ritum er upphafs- og frumlífsöld nefnd í einu lagi forkambríum og nær það tímabil yfir 90% af jarðsögunni. Frumlífsöldin (proterozoic) er seinni hluti forkambríum og er talin hefjast fyrir um 2,5 milljörðum ára en vera lokið fyrir um 544 milljónum ára þegar fornlífsöld gekk í garð. Jarðfræðingar miða ...

category-iconEfnafræði

Hvað er felling, botnfall og lausn?

Orðið felling hefur mismunandi og óskyldar merkingar, en vegna samhengisins við hin orðin í spurningunni á spyrjandi líklega við hið efnafræðilega fyrirbrigði sem einnig er kallað botnfelling og útfelling (e. precipitate eða precipitation) úr lausn. Lausn samanstendur af tveimur þáttum, leysinum (e. solvent) og...

category-iconJarðvísindi

Hver var James Hutton og hvert var hans framlag til jarðfræðinnar?

James Hutton (1726-1797) telst hafa lagt grundvöll að nútíma jarðfræði. Hann var Skoti, fæddur í Edinborg þar sem hann bjó lengst af. Þar í borg var á ofanverðri 18. öld þungamiðja „skosku upplýsingarinnar“ svonefndu, og Hutton var framarlega í flokki andans manna sem komu sama vikulega til að ræða málin – meðal þ...

category-iconBókmenntir og listir

Var líkið af Walt Disney virkilega fryst og geymt í kæli?

Þann 15. desember árið 1966 lést Walt Disney af völdum krabbameins í lungum. Skömmu síðar komust á kreik sögusagnir um að hann hefði séð til þess að lík hans yrði fryst í þeirri von að hægt væri að endurlífga hann þegar læknavísindum hefði fleygt nógu mikið fram. Raunin er hins vegar allt önnur því lík Walts Disne...

category-iconJarðvísindi

Hvaða munur er á hugtökunum náttúruhamfarir og náttúruvá?

Mörgum, einkum almenningi og fjölmiðlafólki, er tamt að tala og hugsa um eldgos sem náttúruhamfarir og greina þau þannig frá öðrum og minna áberandi fyrirbærum í náttúrunni. En hvað eru þá náttúruhamfarir? Þetta hugtak er nokkuð loðið og skilgreining þess alls ekki einföld. Náttúruhamfarir hér þurfa ekki að vera n...

category-iconBókmenntir og listir

Finnast þjóðsögur í öllum löndum?

Til að svara þessari spurningu verður eiginlega að byrja á því að skilgreina hvað þjóðsaga er. Reyndar ber spurningin með sér að sú sem spyr viti hvað þjóðsögur eru en best er að vera viss um að spyrjandinn, sú sem svarar og þau sem lesa svarið séu öll að tala um sama hlutinn. Innan hugtaksins þjóðsögur má seg...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað hefur vísindamaðurinn Hafliði Pétur Gíslason rannsakað?

Hafliði Pétur Gíslason er prófessor í tilraunaeðlisfræði við Raunvísindadeild Háskóla Íslands. Hann hefur rannsakað veilur í hálfleiðandi og einangrandi þéttefni (e. condensed matter) allt frá doktorsnámi sínu. Veilur (e. defects) stjórna flestum hagnýtum eiginleikum þéttefnis, til að mynda stýra aðskotafrume...

Fleiri niðurstöður