Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2524 svör fundust
Hvar er best að finna heimildir um leiklist Forn-Grikkja?
Langbest er að kynnast grísku harmleikjunum með lestri á harmleikjunum sjálfum. Það sama gildir vitaskuld um gamanleikina. Alls eru varðveittir 33 harmleikir auk brota úr glötuðum harmleikjum sem hafa meðal annars fundist á misheillegum papírusbrotum. Sjö verk eru varðveitt eftir Æskýlos, önnur sjö eftir Sófókl...
Hvað er átt við með orðunum duggaraband og duggarabandsár?
Vel er þekkt að einhver segi eitthvað í þessa veru: „Ég lét mér ekki allt fyrir brjósti brenna á mínum duggarabandsárum“ eða „Ég sletti oft úr klaufunum á mínum duggarabandsárum.“ Með duggarabandi er átt við gróft ullarband sem notað var í peysur og sokka. Elst dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr handrit...
Er hægt að eyða rafsegulbylgjum með tóli sem er grafið í garðinum hjá manni? Skiptir máli hvernig rafmagnsklær snúa?
Svarið við fyrri spurningunni er nei: Það er ekki hægt að eyða rafsegulbylgjum inni í húsi með tóli sem grafið er í jörð úti í garði. Hins vegar er vel hægt að eyða rafsegulbylgjum af tilteknum tegundum með því að útbúa húsið sjálft með viðeigandi hætti sem lýst er í svarinu. Svarið við seinni spurningunni er líka...
Hver var Rasmus Christian Rask?
Danski málfræðingurinn Rasmus Kristian Rask fæddist 22. nóvember 1787 í bænum Brændekilde á Fjóni en lést 14. nóvember 1832 í Kaupmannahöfn. Hann gekk í latínuskóla í Óðinsvéum og hóf síðan guðfræðinám við háskólann í Kaupmannahöfn. Hann stundaði það samt lítt þar sem hann var með allan hugann við mál og málfræði....
Hvaða hlutverki gegnir brisið í líkamanum?
Briskirtillinn eða brisið er svolítið sérstakur kirtill þar sem hann er bæði útkirtill og innkirtill. Útkirtilshluti brissins eru kirtilblöðrur sem mynda brissafa og seyta honum út í brisgöng sem bera hann ofan í skeifugörnina. Á leiðinni í skeifugörnina sameinast brisgöng gallgöngum frá lifur. Brissafinn er g...
Hversu margir dóu í heimsstyrjöldinni fyrri?
Svarið við spurningunni er ekki eins einfalt og margur kynni að ætla. Enginn veit nefnilega nákvæmlega hversu margir dóu í heimsstyrjöldinni fyrri og tölum um mannfall ber ekki saman. Oftast er sagt að fjöldi fallinna hermanna hafi verið um 9 milljónir en til eru þeir fræðimenn sem telja að mannfallið hafi verið m...
Geta félög á Tortóla verið skattskyld hér? Hverjir þurfa að greiða skatta á Íslandi?
Hér er eftirfarandi spurningum svarað: Af hverju mega félög i skattaskjólum borga skatta a Íslandi? (Snorri Guðmundsson) Getur félag eða fyrirtæki, sem skráð er á eyjunni Tortóla verið skattskylt á Íslandi og/eða til dæmis Danmörku? (Loftur Jóhannsson) Skattur og skattskylda eru órjúfanlegur hluti fullveldis...
Hvernig skrifar maður bók?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hvernig skrifar maður bók? Er einhver ein leið til, með punkta og þess háttar, eða er það bara 1. kafli og svo framvegis? Getið þið bent mér á eina góða leið? Rithöfundar segja oft að þeir þurfi að finna upp hjólið í hvert skipti sem þeir skrifa nýja bók, sama hve mikla rey...
Hverjar voru helstu ástæðurnar fyrir hruni Sovétríkjanna?
Í endurminningum sínum segir Mikhail Gorbachev frá því að þegar hann kom til valda í Moskvu á vordögum 1985, sem aðalritari Kommúnistaflokks Sovétríkjanna, hafi beðið hans „snjóflóð“ af vandamálum. Þá var mikil stöðnun í Sovétríkjunum, bæði pólitískt og efnahagslega, og nýr leiðtogi þurfti svo sannarlega að brett...
Hver var Arngrímur Jónsson lærði?
Hér er ekki rakin saga Ítalíu eða Grikklands, heldur eyjarinnar Íslands, sem öldum saman hefur verið ókunn og fyrirlitin... Ég veit að sumum mun mislíka að ég nota orð og heiti eins og þjóðveldi (respublica), höfðingjaveldi (aristocratia)... um menn og samfélag af svo lágum stigum. Þó vitum vér að þvílík heiti haf...
Hver er rétta skýringin á orðinu skammrif?
Fyrir nokkru svaraði ég fyrirspurn um hvað orðasambandið að böggull fylgi skammrifi merkti. Athugull lesandi hafði samband við Vísindavefinn og benti á að skýring mín á skammrifi væri röng. Ég mun því fara yfir málið aftur, byrja á því að skoða elstu heimildir og rekja síðan merkingarlýsinguna eins og hún birtist...
Eru leðurblökur á Íslandi?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Eru leðurblökur á Íslandi? Hafa leðurblökur sést eða fundist á Íslandi?Leðurblökur tilheyra ættbálkinum Chiroptera og skiptast í tvo undirættbálka, annars vegar flughunda eða stórblökur og hins vegar smáblökur sem eru hinar eiginlegu leðurblökur (Microchiroptera). Alls eru þ...
Getið þið sagt mér allt um blettatígur?
Á erlendum tungum er blettatígurinn (Acinonyx jubatus) nefndur 'cheetah' sem upprunnið er úr hindí og þýðir sá blettótti. Hann er eini meðlimur undirættarinnar Acinonychinae enda byggingarlag hans frábrugðið öðrum kattardýrum. Bæði er hann grannvaxinn og hlutfallslega lappalengri en aðrir kettir. Fjölmörg önnur lí...
Hvað er áróður?
Áróður (propaganda) felst í því að viljandi, ítrekað og kerfisbundið er reynt að breyta eða festa í sessi viðhorf, skoðanir og/eða hegðun hjá tilteknum hópum (mass persuasion) án þess að viðtakendur (þeir sem sjá eða heyra áróðurinn) geri sér endilega grein fyrir því eða óski þess (Jowett & O’Donnell, 1999; Taylor...
Skilar stjórnmálaáróður árangri og hvers vegna þá?
Samkvæmt skilgreiningu á áróðri er markmið sendenda (þeirra sem standa fyrir áróðrinum) að hafa áhrif á skoðanir, viðhorf og/eða hegðun viðtakenda (þeirra sem áróðurinn beinist að). Þegar stjórnmálaáróður er skoðaður er því mikilvægt að kanna hvernig hafa megi áhrif á viðhorf fólks. Í því samhengi er orðið fortölu...