Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1371 svör fundust

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvernig er hægt að auka súrefnisupptöku í blóði, til þess að bæta árangur með löglegum hætti í hlaupum?

Árangur í langhlaupum er sterklega tengdur getu vöðvanna til að nota súrefni. Hjá heilbrigðu fólki geta vöðvarnir notað mun meira af súrefni en blóðið nær að flytja til þeirra. Því skiptir verulegu máli hversu mikið súrefni blóðið getur flutt. Súrefni, eins og flest annað efni, flæðir frá svæðum þar sem styrk...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvernig er stærð sólar mæld?

Nærtækust er sú aðferð að reikna stærð sólar út frá fjarlægð hennar og því horni sem hún spannar á himninum. Einnig má mæla stærð sólar með því að nota birtustig og fjarlægð til sólar til að reikna ljósafl hennar. Þá er hiti reiknaður út frá birtustigi á mismunandi bylgjulengdum. Loks er notuð jafnan:L = 4pR2o...

category-iconNæringarfræði

Hvað er sykurstuðull?

Sykurstuðull kallast á ensku 'glycemic index' (GI). Hann var skilgreindur af dr. David D. Jenkins og félögum við Háskólann í Toronto árið 1981 en þeir unnu þá við rannsóknir á hvaða mataræði væri best fyrir sjúklinga með sykursýki. Sykurstuðull er töluleg stærð sem lýsir því hvaða áhrif mismunandi gerðir kolvetna ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju heita hillur „hillur” en ekki „ujkur”?

Þegar orð eru búin til eru oftast notaðir til þess orðstofnar sem fyrir eru í málinu. Þeir eru ýmist teknir beint án hljóðbreytinga eða orðin eru mynduð með hjálp þeirra möguleika, sem málið ræður yfir, til dæmis hljóðvarpi. Orðið hilla er eitt slíkra orða. Orð sömu eða svipaðrar merkingar eru til í grannmálunu...

category-iconFélagsvísindi

Hvernig er best að lágmarka áhrif gengisbreytinga á kostnað af láni sem tekið er í erlendum gjaldmiðlum?

Í flestum tilfellum er ekki skynsamlegt að reyna eingöngu að lágmarka áhrif gengisbreytinga á afborganir láns sem tekið er í erlendum gjaldmiðlum. Ef það er eina markmiðið er einfaldast að taka lán í innlendum gjaldmiðli. Annar kostur sem einnig eyðir öllum áhrifum gengisbreytinga er að gera í upphafi framvirka sa...

category-iconStærðfræði

Hver var Adrien-Marie Legendre og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?

Adrien-Marie Legendre fæddist árið 1752 og lést árið 1833. Hann var yngstur þriggja franskra stærðfræðinga sem báru allir nafn sem hefst á L og voru virkir fyrir og á meðan frönsku byltingunni stóð og á tímum keisaraveldis Napóleons fyrsta. Hinir voru Lagrange (1736-1813) og Laplace (1749-1827). Allir lifðu lengi...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig fugl er súlan?

Súlan (Morus bassanus eða Sula bassana) er sjófugl sem verpir hér við land á örfáum stöðum undan suður-, austur-og norðausturlandi. Kunnasti varpstaðurinn hér við land er eflaust Eldey sem liggur suður af Reykjanesi. Íslenskir fuglafræðingar hafa fylgst vel með stærð súlustofnsins hér við land og telur hann nú...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju notum við ekki symfónía fyrir alþjóðaorðið symphony í staðinn fyrir sinfónía?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvers vegna er íslenski ritháttur alþjóðaorðsins symphony (symfony)" sinfónía? M hefur breyst í N og Y hefur breyst í I. Rithátturinn sinfónía er nokkuð gamall í málinu. Í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er elst dæmi frá 1925 en á Tímarit.is frá 1926. Frá svipuðum tím...

category-iconVerkfræði og tækni

Hversu miklu rafmagni skilar virkjun af sér á mínútu?

Þegar talað er um magn rafmagns sem virkjun framleiðir er í raun átt við magn raforku. Orka er mæld í júlum (J) en til að mæla raforku í almennri notkun er oft notuð stærri mælieining sem kallast kílóvattstund (1 kWh = 3600·1.000 J). Ef við erum að tala um virkjanir er þó hentugra að nota enn stærri einingar eins ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Getið þið sagt mér muninn á íslenskunni sem er töluð á Suðvesturlandi og annars staðar á landinu?

Á Vísindavefnum er svar við fyrirspurn um mállýskur á Íslandi: Hvað eru margar mállýskur í íslensku og hverjar eru þær? eftir Guðrúnu Kvaran. Þar eru nefnd sex helstu einkenni á framburði. Á Suðvesturlandi er linmæli ríkjandi, það er p, t og k eru borin fram ófráblásin eins og b, d og g. Orðin hrapa, láta og r...

category-iconEfnafræði

Er hægt að drekka súrefni á vökvaformi?

Stutta svarið við þessari spurningu er „já“. Hins vegar er rétt að vekja athygli á því að það að drekka súrefni á vökvaformi er stórhættulegt og mundi líklega valda dauða þess sem reyndi það! Mörgum finnst svalandi að drekka kalda drykki en við erum ekki vön að drekka vökva sem eru kaldari en við frostmark, sem...

category-iconMálvísindi: íslensk

Ég er að læra um einhljóð og tvíhljóð og velti fyrir mér hvort é sé?

Í fornu máli var eingöngu lengdarmunur á e [e] og é [eː] – broddurinn yfir é táknaði lengd. Á 13. öld þróaðist é yfir í tvíhljóð, [ie] (sjá Stefán Karlsson 2000:24). Síðan breyttist hljóðgildi fyrri hlutans og í nútímamáli stendur bókstafurinn é langoftast hvorki fyrir einhljóð né tvíhljóð, heldur samband tve...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er munurinn á slettum, slangri og tökuorðum?

Með orðinu sletta er átt við orð eða samband orða sem borist hefur inn í tungumál úr öðru máli en er ekki viðurkennt þar sem það hefur ekki aðlagast hljóð- eða beygingarkerfinu. Í íslensku er helst talað um dönsku- eða enskuslettur. Enska orðið sjeik 'mjólkurhristingur' er til dæmis merkt ?? í nýju orðabókinni frá...

category-iconEfnafræði

Hversu mikla orku þarf til að rafgreina vetni úr vatni? Við hvaða straum næst besta nýtnin?

Við rafgreiningu á vatni er rafstraumi hleypt frá straumgjafa eða spennugjafa gegnum vatn. Þetta má gera með þeim hætti sem sýnt er á meðfylgjandi mynd, þar sem rafleiðslur eru tengdar frá skautum rafhlöðu eða rafhlaða í rafskaut í vatni. Þá leiðir rafstraumur frá skautunum í gegnum vatnið. Afleiðing þessa er sú a...

category-iconJarðvísindi

Hvað standa eldgos lengi?

Sum eldgos standa aðeins yfir í nokkrar klukkustundir á meðan önnur standa yfir í ár, áratugi eða jafnvel árhundruð. Í bókinni Volcanoes of the world (Simkin, T., and Siebert, L., 1994, Volcanoes of the world: Geoscience Press, Tucson, Arizona, bls. 19) eru talin upp 3.211 eldgos. Af öllum þessum eldgosum stóð...

Fleiri niðurstöður