Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7993 svör fundust

category-iconNæringarfræði

Af hverju er sink svona nauðsynlegt fyrir okkur?

Sink er málmur og eitt af þeim steinefnum sem við þurfum að fá daglega í snefilmagni. Það finnst í sumum fæðutegundum, er bætt í aðrar eða er hægt að fá sem fæðubótarefni. Það finnst einnig í hálstöflum og ýmsum kvefmeðulum sem fást án lyfseðils. Sink er frumefni með efnatáknið Zn og er númer 30 í lotukerfinu....

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er eitthvað til í því að tæki frá Nu Skin geti sagt til um hversu hátt gildi andoxunarefna er í líkama manns?

Andoxunarefnin sem skanni þessi á að geta mælt eru svokölluð karótenóíð. Karótenóíð er flokkur plöntulitarefna sem finnast meðal annars í grænmeti og ávöxtum. Þau algengustu nefnast beta-karótín, lútín og lýkópen. Margar faraldsfræðilegar rannsóknir benda til nokkurs heilsufarslegs ávinnings af neyslu grænmetis og...

category-iconVeðurfræði

Hvað eru vindstrókar og hvernig myndast þeir?

Flestir vindsveipir myndast þar sem vindhraði eða vindátt taka snöggum breytingum. Á það bæði við á örsmáum mælikvarða, til dæmis við húshorn, jafnt sem í stórum veðurkerfum, jafnt lóðrétt og lárétt. Þeir staðir sem valda rofi í straumi, til dæmis skarpar brúnir í landslagi, eru sérlega líklegir myndunarstaðir. Sö...

category-iconHugvísindi

Hvað voru skömmtunarárin?

Skömmtunarárin voru ár gjaldeyrishafta sem leiddu af sér víðtækar skammtanir á ýmsum innfluttum nauðsynjavörum eins og matvælum, fatnaði og byggingarvörum. Þau náðu hámarki í tíð ríkisstjórnar Stefáns Jóhanns Stefánssonar 1947-1949. Þegar seinni heimsstyrjöldin geisaði safnaði íslenska þjóðin umtalsverðum fjárh...

category-iconTrúarbrögð

Hver var John Wycliffe og hvert var hans framlag til guðfræðinnar?

John Wycliffe fæddist um 1325 á Norður-Englandi, sonur efnaðra foreldra. Hann hélt til náms við háskólann í Oxford og er vitað að hann var þar 1345. Áhugi hans var fyrst aðallega á sviði stærðfræði og náttúrufræði en síðar einbeitti hann sér að námi í guðfræði, kirkjurétti og heimspeki og lauk meistaragráðu í guðf...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Komst Anastasía Romanov undan þegar rússneska keisarafjölskyldan var tekin af lífi 1918?

Anastasía Nikolaevna Romanova fæddist 18. júní 1901. Hún var yngst fjögurra dætra Nikulásar II., síðasta keisara Rússlands (1868-1918) og Alexöndru konu hans (1872-1918). Eldri systur hennar þrjár voru Olga (1895-1918), Tatíana (1897-1918) og María (1899-1918) en yngstur keisarabarnanna var sonurinn Alexei (1904-1...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað er kaldur samruni og hafa vísindamenn uppgötvað eitthvað nýtt í þeim efnum?

Samruni felst í því að tveir atómkjarnar renna saman og mynda aðra þyngri, og orka losnar um leið. Kjarnasamruni er einhver helsta orkulind alheimsins í heild því að sólstjörnur fá orku sína frá honum. Auðvelt er að framkalla heitan samruna hér á jörðinni, til dæmis með því að hraða tvívetnisatómi með 15.000 volta...

category-iconBókmenntir og listir

Hverjar voru systur jólasveinanna og hvað er vitað um þær?

Börnum þjóðsagnaverunnar Grýlu er iðulega skipt í tvo flokka. Í öðrum flokknum eru jólasveinarnir og í hinum önnur börn Grýlu. Spurningunni er þess vegna hægt að svara með því að tiltaka þau nöfn jólasveina sem vísa til kvenkynsfyrirbæra og með því að birta stúlkunöfn Grýlubarna. Höfundi þessa svars finnst lík...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig myndaðist Esjan?

Esjan og berggrunnurinn undir Reykjavík, Mosfellssveit og Kjós myndaðist í gosbeltinu sem nú liggur frá Reykjanestá um Þingvallasveit og norður í Langjökul. Í Esju, á svæðinu frá Hvalfirði og austur fyrir Skálafell í Kjalarneshreppi, var eldvirknin stöðug í rúmlega eina milljón ára frá því fyrir um 2,8 milljón áru...

category-iconVerkfræði og tækni

Hvers vegna eru ekki fleiri vatnsföll nýtt í eigin farvegi frekar en með uppistöðulónum?

Ef náttúrulegt vatnsrennsli í ám stæðist á við raforkuþörf markaðarins væri engin ástæða til annars en að virkja ár í farvegi sínum án miðlunarlóna. Þessu er hins vegar ekki að heilsa. Hagkvæmast er að mæta misgenginu með því að hámarksafkastageta orkuvera nái nokkurn veginn hámarksþörf markaðarins en uppistöðulón...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig eru tölvur látnar velja sjálfar af hendingu milli nokkurra kosta?

Oftast eru notaðir svokallaðir slembitölugjafar (á ensku "random number generators"), en það eru forrit sem búa til röð talna sem lítur út eins og tölurnar hafi verið valdar af hendingu. Aðalatriðið er að ekki sé nein regla í talnaröðinni heldur að tölurnar séu nokkuð jafndreifðar á því bili sem leyfilegt er. Byrj...

category-iconUmhverfismál

Er rétt að flokka lífrænan úrgang frá öðrum úrgangi fyrir sorpurðun?

Að flokka rusl er óneitanlega í tísku nú á dögum. Lítríkir bæklingar berast til okkar um að flokka hitt og þetta, æ fleiri sveitarfélög taka þátt í Staðardagskrá 21 og leggja sig fram um að gera gott betur, Vistvernd í verki (Global Action Plan) hefur stungið sér niður hér á landi, skilagjald var sett á dósir og f...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvernig virkar vaxtarhormón?

Vaxtarhormón manna (e. human growth hormone, HGH) myndast í heiladingli okkar alla ævi. Seyti þess nær hámarki á unglingsárunum þegar fólk tekur vaxtarkipp en fer minnkandi eftir það. Allar frumur líkamans hafa viðtaka fyrir vaxtarhormón. Hormónið örvar flutning amínósýra inn í frumurnar og myndun prótína úr þ...

category-iconEfnafræði

Hvernig notar maður formalín til að hreinsa bein?

Í upphafi þessa svars er rétt að taka fram að formalín er ekki notað til að hreinsa bein. Formalín er notað til þess að varðveita líkamsvefi í sýnum og við líksmurningu eða sem lausn til sótthreinsunar. Ástæðan fyrir þessari notkun formalíns er sú að það hefur bakteríudrepandi áhrif. Því er hægt að varðveita líkam...

category-iconStærðfræði

Hver var Arkímedes og hvert var hans framlag til vísindanna?

Arkímedes var forngrískur vísindamaður frá Sýrakúsu á Sikiley. Hann fékkst við stærðfræði, eðlisfræði og stjörnufræði, auk þess sem hann var klókur uppfinningamaður og raunar frægastur sem slíkur í fornöld. Án nokkurs vafa telst hann einn snjallasti uppfinningamaður fornaldar en margir telja hann einnig einn merka...

Fleiri niðurstöður