Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Er eitthvað til í því að tæki frá Nu Skin geti sagt til um hversu hátt gildi andoxunarefna er í líkama manns?

Atli Jósefsson

Andoxunarefnin sem skanni þessi á að geta mælt eru svokölluð karótenóíð. Karótenóíð er flokkur plöntulitarefna sem finnast meðal annars í grænmeti og ávöxtum. Þau algengustu nefnast beta-karótín, lútín og lýkópen. Margar faraldsfræðilegar rannsóknir benda til nokkurs heilsufarslegs ávinnings af neyslu grænmetis og ávaxta og því hefur athygli vísindamanna beinst að því hvort karótenóíð eigi þar hlut að máli. Einnig hafa birst vísindagreinar sem lýsa því að fólk sem þjáist af ákveðum gerðum krabbameina hafi minna af þessum efnum í líkamanum en aðrir.

Mest rannsakaða karótenóíðið er beta-karótín sem er forstigsefni A-vítamíns og er einnig talið geta virkað sem andoxunarefni í líkamanum. Fæðubótaefnaiðnaðurinn hefur lengi haft áhuga á að selja fólki andoxunarefni á töfluformi í því augnamiði að bæta heilsu og lengja líf. Beta-karótín hefur um árabil verið eitt mest selda efnið í þessum flokki. Nokkrar stórar inngripsrannsóknir á áhrifum beta-karótíns hafa verið gerðar á fólki og hafa ekki getað sýnt fram á jákvæð áhrif neyslu þessara efna. Þvert á móti hafa nokkrar vandaðar rannsóknir gefið til kynna skaðleg áhrif neyslu á beta-karótíni.

Í einni slíkri rannsókn sem birt var 1996 voru 18 þúsund einstaklingum sem voru í aukinni hættu á að þróa með sér lungnakrabbamein, til dæmis reykingamenn, skipt í tvo hópa. Annar hópurinn fékk beta-karótín og A-vítamín en hinn hópurinn lyfleysu. Áætlað var að fylgjast með heilsufari fólksins í sex ár en rannsóknin var blásin af eftir fjögur ár þar sem það kom í ljós að þeir sem fengu beta-karótín og A-vítamín voru líklegri til að deyja úr lungnakrabbameini og öðrum orsökum en lyfleysuhópurinn.

Biophotonic Scanner sem spurt er um.

Allar stórar samantektir (yfirgreiningar og kerfisbundin yfirlit) sem gerðar hafa verið á rannsóknum á helstu andoxunarefnum hafa ekki getað sýnt fram á heilsufarslegan ávinning af neyslu þeirra í töfluformi.

Þessar sterku vísbendingar um gagnsleysi eða jafnvel skaðsemi hafa ekki náð til fæðubótaefnaiðnaðarins sem heldur áfram að markaðssetja þessi efni. Fyrirtækið Nu Skin sem spurt er um hér, framleiðir svokölluð andoxunarfæðubótaefni (LifePack®) sem innihalda beta-karótín og hefur um nokkurra ára skeið selt tæki, eða aðgang að tæki, sem fullyrt er að geti mælt styrk karótenóíða í húðinni. Á vefsíðu fyrirtækisins er síðan haldið fram að sú vitneskja sé mælikvarði á heildarstyrk andoxunarefna í líkamanum en sú fullyrðing verður að teljast afar hæpin. Líklegt er að flestir sem fara í þessa mælingu komist að því að þeir hafi of lítið af andoxunarefnum í húðinni.

Tækið sem um ræðir byggir á Raman spectroscopy sem er rannsóknartækni sem byggir á samspili ljóss og sameinda og hefur meðal annars verið notuð við rannsóknir í efnafræði, verkfræði, jarð- og lífvísindum. Á undanförnum árum hafa birst vísindagreinar sem sýna að þessi tækni er nothæf til að magngreina karótenóíð í húð manna. Um það er ekki deilt og á heimasíðu Nu Skin er vísað í ritrýndar rannsóknir sem styðja þá fullyrðingu. Á heimasíðunni er einnig vísað í rannsóknir sem eiga að þeirra sögn að byggja á notkun tækisins (Pharmanex Biophotonic Scanner®) en þær rannsóknir finnast hins vegar ekki þegar leitað er í alþjóðlega viðurkenndum gagnagrunnum (til dæmis pubmed) sem halda utan um allar ritrýndar vísindagreinar í heilbrigðisvísindum sem birtar eru í heiminum.

Fyrirtæki sem framleiða fæðubótaefni virðast sum hafa tileinkað sér þá aðferðafræði að vísa í viðurkenndar rannsóknir sem tengjast lauslega vörunni sem þau markaðssetja en bæta svo hæpnum fullyrðingum við rannsóknirnar þannig að erfitt verður fyrir hinn almenna kaupanda að meta trúverðugleika fræðanna sem liggja að baki.

Svarið við þessari spurningu í stuttu máli er því að tækið geti mögulega gagnast til að mæla styrk karótenóíða í húð en erfitt er að sjá hvernig hægt væri að nota þær upplýsingar sér til heilsubótar. Líklega er betra að fjárfesta einfaldlega í ávöxtum og grænmeti frekar en að kaupa sér aðgang að mælitækinu og andoxunarfæðubótaefni í kjölfarið, enda fátt sem bendir til þess að neysla þeirra hafi jákvæð áhrif á heilsufar manna.

Heimildir:

Mynd:


Upprunalega hljóðaði spurningin svo:
Ég hef heyrt um tæki frá fyrirtækinu Nu skin sem á að geta skannað húðina og sagt til hve hátt gildi andoxunarefna maður hefur, allt á örskotsstundu. Ætti maður að taka þessu trúanlega?

Höfundur

Atli Jósefsson

aðjunkt í lífeðlisfræði

Útgáfudagur

19.11.2012

Spyrjandi

Arnar Halldórsson

Tilvísun

Atli Jósefsson. „Er eitthvað til í því að tæki frá Nu Skin geti sagt til um hversu hátt gildi andoxunarefna er í líkama manns? “ Vísindavefurinn, 19. nóvember 2012. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=63429.

Atli Jósefsson. (2012, 19. nóvember). Er eitthvað til í því að tæki frá Nu Skin geti sagt til um hversu hátt gildi andoxunarefna er í líkama manns? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=63429

Atli Jósefsson. „Er eitthvað til í því að tæki frá Nu Skin geti sagt til um hversu hátt gildi andoxunarefna er í líkama manns? “ Vísindavefurinn. 19. nóv. 2012. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=63429>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er eitthvað til í því að tæki frá Nu Skin geti sagt til um hversu hátt gildi andoxunarefna er í líkama manns?
Andoxunarefnin sem skanni þessi á að geta mælt eru svokölluð karótenóíð. Karótenóíð er flokkur plöntulitarefna sem finnast meðal annars í grænmeti og ávöxtum. Þau algengustu nefnast beta-karótín, lútín og lýkópen. Margar faraldsfræðilegar rannsóknir benda til nokkurs heilsufarslegs ávinnings af neyslu grænmetis og ávaxta og því hefur athygli vísindamanna beinst að því hvort karótenóíð eigi þar hlut að máli. Einnig hafa birst vísindagreinar sem lýsa því að fólk sem þjáist af ákveðum gerðum krabbameina hafi minna af þessum efnum í líkamanum en aðrir.

Mest rannsakaða karótenóíðið er beta-karótín sem er forstigsefni A-vítamíns og er einnig talið geta virkað sem andoxunarefni í líkamanum. Fæðubótaefnaiðnaðurinn hefur lengi haft áhuga á að selja fólki andoxunarefni á töfluformi í því augnamiði að bæta heilsu og lengja líf. Beta-karótín hefur um árabil verið eitt mest selda efnið í þessum flokki. Nokkrar stórar inngripsrannsóknir á áhrifum beta-karótíns hafa verið gerðar á fólki og hafa ekki getað sýnt fram á jákvæð áhrif neyslu þessara efna. Þvert á móti hafa nokkrar vandaðar rannsóknir gefið til kynna skaðleg áhrif neyslu á beta-karótíni.

Í einni slíkri rannsókn sem birt var 1996 voru 18 þúsund einstaklingum sem voru í aukinni hættu á að þróa með sér lungnakrabbamein, til dæmis reykingamenn, skipt í tvo hópa. Annar hópurinn fékk beta-karótín og A-vítamín en hinn hópurinn lyfleysu. Áætlað var að fylgjast með heilsufari fólksins í sex ár en rannsóknin var blásin af eftir fjögur ár þar sem það kom í ljós að þeir sem fengu beta-karótín og A-vítamín voru líklegri til að deyja úr lungnakrabbameini og öðrum orsökum en lyfleysuhópurinn.

Biophotonic Scanner sem spurt er um.

Allar stórar samantektir (yfirgreiningar og kerfisbundin yfirlit) sem gerðar hafa verið á rannsóknum á helstu andoxunarefnum hafa ekki getað sýnt fram á heilsufarslegan ávinning af neyslu þeirra í töfluformi.

Þessar sterku vísbendingar um gagnsleysi eða jafnvel skaðsemi hafa ekki náð til fæðubótaefnaiðnaðarins sem heldur áfram að markaðssetja þessi efni. Fyrirtækið Nu Skin sem spurt er um hér, framleiðir svokölluð andoxunarfæðubótaefni (LifePack®) sem innihalda beta-karótín og hefur um nokkurra ára skeið selt tæki, eða aðgang að tæki, sem fullyrt er að geti mælt styrk karótenóíða í húðinni. Á vefsíðu fyrirtækisins er síðan haldið fram að sú vitneskja sé mælikvarði á heildarstyrk andoxunarefna í líkamanum en sú fullyrðing verður að teljast afar hæpin. Líklegt er að flestir sem fara í þessa mælingu komist að því að þeir hafi of lítið af andoxunarefnum í húðinni.

Tækið sem um ræðir byggir á Raman spectroscopy sem er rannsóknartækni sem byggir á samspili ljóss og sameinda og hefur meðal annars verið notuð við rannsóknir í efnafræði, verkfræði, jarð- og lífvísindum. Á undanförnum árum hafa birst vísindagreinar sem sýna að þessi tækni er nothæf til að magngreina karótenóíð í húð manna. Um það er ekki deilt og á heimasíðu Nu Skin er vísað í ritrýndar rannsóknir sem styðja þá fullyrðingu. Á heimasíðunni er einnig vísað í rannsóknir sem eiga að þeirra sögn að byggja á notkun tækisins (Pharmanex Biophotonic Scanner®) en þær rannsóknir finnast hins vegar ekki þegar leitað er í alþjóðlega viðurkenndum gagnagrunnum (til dæmis pubmed) sem halda utan um allar ritrýndar vísindagreinar í heilbrigðisvísindum sem birtar eru í heiminum.

Fyrirtæki sem framleiða fæðubótaefni virðast sum hafa tileinkað sér þá aðferðafræði að vísa í viðurkenndar rannsóknir sem tengjast lauslega vörunni sem þau markaðssetja en bæta svo hæpnum fullyrðingum við rannsóknirnar þannig að erfitt verður fyrir hinn almenna kaupanda að meta trúverðugleika fræðanna sem liggja að baki.

Svarið við þessari spurningu í stuttu máli er því að tækið geti mögulega gagnast til að mæla styrk karótenóíða í húð en erfitt er að sjá hvernig hægt væri að nota þær upplýsingar sér til heilsubótar. Líklega er betra að fjárfesta einfaldlega í ávöxtum og grænmeti frekar en að kaupa sér aðgang að mælitækinu og andoxunarfæðubótaefni í kjölfarið, enda fátt sem bendir til þess að neysla þeirra hafi jákvæð áhrif á heilsufar manna.

Heimildir:

Mynd:


Upprunalega hljóðaði spurningin svo:
Ég hef heyrt um tæki frá fyrirtækinu Nu skin sem á að geta skannað húðina og sagt til hve hátt gildi andoxunarefna maður hefur, allt á örskotsstundu. Ætti maður að taka þessu trúanlega?
...