Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2232 svör fundust
Valda stærri skammtar af veiru verri COVID-19-sjúkdómi?
Nokkuð hefur verið rætt um mögulegt samband milli þess magns SARS-CoV-2 (veirunnar sem orsakar COVID-19) sem berst í einstakling og alvarleika veikinda í kjölfarið. Tilgátan hljómar þannig að magn veirunnar sem sýkir okkur í upphafi hafi áhrif á alvarleika sjúkdóms — þeim mun meira af veirunni, þeim mun alvarlegri...
Er eldfjallagas þungt eða létt?
Þetta er góð spurning og mikilvæg þegar þetta er skrifað og við getum átt von á eldfjallagösum upp úr jörðinni hvenær sem er. Þau eru af ýmsum tegundum og áhrif þeirra á menn og náttúru ráðast einkum af efnafræðilegum eiginleikum þeirra eða kæfandi áhrifum. Þyngd eða eðlismassi (massa á rúmmálseiningu, oft mælt í ...
Hvað er vitað um delta-afbrigði SARS-CoV-2-veirunnar sem kennt hefur verið við Indland?
Þegar veiran SARS-CoV-2 fjölgar sér og breiðist út safnast upp stökkbreytingar í erfðaefni hennar. Hver veira á aðeins einn forföður, en einn smitandi einstaklingur getur smitað engan, einn eða fleiri manns. Með því að raðgreina erfðaefni úr sýni tiltekins einstaklings er hægt að finna út hvaða grein ættartrésins ...
Hvað er átt við með auga fyrir auga og tönn fyrir tönn og hvaðan kemur það?
„Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn“ hefur orðið að föstu orðatiltæki í vestrænum heimi, sem vísar til grundvallarlögmáls í lögum og rétti fornra samfélaga, svokallað lex talionis, „lög jafns endurgjalds“ eða „endurgjaldsrefsingu“. Merking latneska orðsins talio felur í sér að einhverjum sé endurgoldið í sömu mynt...
Hvað er ósæðalokuþrengsl og hvaða nýjungar eru í meðferð?
Ósæðarlokuþrengsl eru algengasti hjartalokusjúkdómurinn á Vesturlöndum og þriðji algengasti hjarta- og æðasjúkdómurinn á eftir háþrýstingi og kransæðasjúkdómi.[1] Á Íslandi er algengi ósæðarlokuþrengsla samkvæmt hjartaómun 4,3% hjá einstaklingum yfir sjötugt en samhliða hækkandi aldri þjóðar má gera ráð fyrir að f...
Hvað er læsi?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvað er læsi? Hér er átt við læsi í sinni víðustu mynd ekki orðabókarskilgreiningu. Orðið læsi í íslensku er notað bæði sem almennt orð og íðorð. Læsi sem almennt orð Sem almennt orð er læsi notað bæði í bókstaflegri merkinu og í yfirfærðri merkingu: Í bóks...
Hvað eru samfélagsmiðlar?
Samfélagsmiðlar (e. social media) hafa á skömmum tíma orðið mikilvægur þáttur í daglegu lífi margra. Þeir eru meðal annars notaðir til að fylgjast með fréttum, skoða nýjustu tískustrauma, senda skilaboð, deila myndum, bjóða fólki á ýmsa viðburði, hlusta á tónlist, horfa á myndbönd um allt milli himins og jarðar, f...
Hvað er helst vitað um svartadauða á Íslandi?
Hér er að finna svör við fjölmörgum spurningum sem Vísindavefnum hafa borist um svartadauða, meðal annars:Hvenær kom svartidauði til Íslands? Hvernig smitaðist veikin? Hversu margir voru Íslendingar fyrir og eftir svartadauða? Hversu hratt gekk svartidauði yfir í heiminum og á Íslandi? Farsóttin sem síðar var k...
Hvert er hámarksdýpi jarðskjálfta á Íslandi?
Langflestir jarðskjálftar á Íslandi eru tengdir flekaskilunum sem ganga gegnum landið og stafa af spennu í jarðskorpunni sem safnast upp vegna færslu flekanna út frá skilunum.[1] Í efri hluta jarðskorpunnar er brotstyrkur bergsins með þeim hætti að bergið brestur við ákveðin brotmörk, það myndast sprunga eða gömul...
Hvað gerist í Bandaríkjunum ef atkvæði í kjörmannakerfinu standa á jöfnu?
Spurningarnar í fullri lengd hljóðuðu svona: Hvað gerist ef forsetaframbjóðendur í Bandaríkjunum fá báðir 269 kjörmenn? eða ef annar frambjóðandi vinnur nægilega marga kjörmenn til að koma í veg fyrir að hægt sé að ná 270 kjörmönnum? Hvaða afleiðingar gæti það haft ef báðir forsetaframbjóðendur í Bandaríkjunum f...
Finnast eiturefni í íslenskum fiskum?
Í mjög stuttu máli er hægt að svara spurningunni á eftirfarandi hátt:Niðurstöður rannsókna benda til þess að magn þungmálma og þrávirkra efna sé mjög lítið á helstu fiskimiðum við landið. Undantekning er kadmín, sem mælist hátt í íslensku sjávarlífríki og kopar og sink sem mælast hátt í kræklingi. Það má að öllu...
Hver var Jón Sigurðsson?
Jón Sigurðsson forseti, sem er án vafa einn eftirminnilegasti tímamótamaður íslenskrar sögu, fæddist á Hrafnseyri í Arnarfirði 17. júní 1811 og ólst þar upp til 18 ára aldurs. Foreldrar hans voru prestshjónin Þórdís Jónsdóttir og séra Sigurður Jónsson. Systkini Jóns voru Margrét, húsfreyja og bóndi á Steinanesi í ...
Hvaða bækur voru prentaðar í prentsmiðju Jóns Arasonar biskups?
Breviarium Holense. Óumdeildar heimildir eru um eina bók á latínu, Breviarium Holense, sem Jón Matthíasson prentaði á Hólum í tíð Jóns biskups Arasonar. Árni Magnússon átti seinasta kunna eintak bókarinnar sem brann 1728. Jón Ólafsson úr Grunnavík skrifaði eftir minni titilblað og niðurlagsorð bókarinnar og sagði...
Hverjir voru guðir Egypta til forna?
Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum: Yfir hverju réði egypski konungurinn Ra? (Bogi) Hver var Ísis? (Berglind) Egypska ríkið á sér langa sögu. Á forsögulegum tímum var fjöldi ættbálka eða smáríkja við Nílarsvæðið sem smám saman sameinuðust í tvö stærri ríki meðfram Níl: Nyrðra og Syðra ríkið. Fram undi...
Hvernig breiddist íslam út?
Sú skoðun að íslam hafi breiðst út með „eldi og sverði“ er bæði útbreidd og á sér rætur langt aftur í aldir. Kannski er hún á vissan hátt forsenda þess að svo auðvelt sé að sannfæra fjölda fólks um heim allan um að múslimar séu að eðlisfari ofbeldisfullir og herskáir; að bæði liggi það einhvern veginn í trúnni sjá...