Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5648 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um rauðpöndur?

Rauðpandan (Ailurus fulgens) sem einnig er kölluð litla panda er smávaxin tegund af ætt rauðpanda (Ailuridae). Hún hefur einnig stundum verið kölluð kattbjörn þar sem hún minnir um margt á kött bæði í útliti og atferli. Hún var áður flokkuð til ættar hálfbjarna, en náttúrufræðingar töldu lengi vel að rauðpandan og...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er rauðkornadreyri (polycythemia)?

Polycythemia er sjúklegt ástand sem hefur verið kallað rauðkornadreyri á íslensku. Eins og íslenska heitið gefur til kynna er um afbrigðileika í rauðkornum að ræða. Í flestum tilfellum er um að ræða óeðlilega fjölgun á rauðkornum og rauðkornmæðrum (frumur í blóðmerg sem þroskast í rauðkorn), en stundum getur það þ...

category-iconHagfræði

Hverjir eru vextir innan ESB, hver er vaxtamunurinn innan þess og hver er sambærileg vaxtatala fyrir Ísland?

Vextir innan Evrópusambandsins eru mjög mismunandi, sérstaklega ef horft er bæði á vexti til neytenda og fyrirtækja. Þar hefur ekki aðeins áhrif hvort viðkomandi land notist við evruna eða ekki heldur einnig hversu þróað bankakerfið er í viðkomandi landi. *** Þegar vextir eru bornir saman milli aðildarríkja...

category-iconVeðurfræði

Hversu gömul verða ský?

Dæmigerður líftími skýja er á bilinu 10 mínútur til klukkustundar. Ský eru sýnilegur hluti uppstreymis, sá hluti þar sem dropar eða ískristallar hafa myndast þegar loft kólnar við að lyftast. Uppstreymið er síbreytilegt en á sér oftast stað í smáum og skammlífum einingum sem ekki lifa nema í nokkrar mínútur hv...

category-iconTölvunarfræði

Hvernig er best að geyma stafræn gögn?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað endast tölvugögn lengst með núverandi tækni, svo sem á harðdiskum, minnislyklum og geisladiskum? Ef trúa má "Gróu á Neti" er hámarkstími um 30 ár. Varla viðunandi fyrir einstaklinga, hvað þá bóka- og skjalasöfn. En hvaða úrræði standa þá helzt til boða? Þetta er s...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er munurinn á frumefni og frumeind?

Íslenska orðið frumeind er þýðing á erlenda orðinu atom. Orðið atom var sett fram í byrjun 19. aldar sem hugtak yfir smæstu þekktu eindir þess tíma. Í dag er hins vegar vitað að frumeindir eru ekki minnstu eindir sem til eru. Frumeindir samanstanda af kjarna, sem er í miðju frumeindarinnar, og neikvætt hlöðnum raf...

category-iconFélagsvísindi

Hefur eitthvað breyst í stefnu Bandaríkjanna til Ísraels frá því Obama varð forseti?

Bandaríkin hafa löngum verið helsti bandamaður Ísraels í deilum þess ríkis við nágranna sína. Undir stjórn Baracks Obama hefur samband þessara ríkja veikst nokkuð en áhrif gyðinga í Bandaríkjunum gera það að verkum að ólíklegt er að Bandaríkin hætti alfarið að styðja við Ísraelsríki. Þá hefur neitunarvald Bandarík...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er til lýsing á gosinu í Eyjafjallajökli 1612?

Snemma á 17. öld kom tékkneskur ferðamaður, Daniel Vetter, til Íslands. Hann ritaði frásögn um ferð sína (sjá tilvitnun að neðan). Þar má finna ýmsan fróðleik um landið. Sumt er með nokkrum ólíkindum en annað mjög upplýsandi. Nákvæmt ártal heimsóknarinnar virðist fara eitthvað milli mála. Hér er engin afstaða t...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvaðan kom COVID-19-veiran?

Með því að skoða erfðamengi kórónaveirunnar sem veldur COVID-19 í fólki er hægt að varpa ljósi á uppruna hennar.[1] Sýkingin var fyrst greind í Wuhan-borg í Kína í desember 2019 en nú er vitað að veiran var farin að sýkja einstaklinga í borginni um miðjan nóvember. Í grein sem birtist í lok janúar 2020 reyna kí...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvers vegna dó latína út sem lifandi tungumál heillar þjóðar?

Latína var ítalísk mállýska sem er kennd við héraðið Latium (í dag Lazio) á Ítalíu. Framan af var þessi mállýska bara ein meðal margra á svæðinu og fjarri því að vera ríkjandi. Hún breiddist þó út með auknum hernaðarumsvifum og menningarlegum áhrifum Rómverja og náði um síðir yfir talsvert svæði í Evrópu og kringu...

category-iconEfnafræði

Af hverju verður sprenging þegar vatn kemst í snertingu við fljótandi ál, en ekki ef álið er á föstu formi?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Af hverju verður bara sprenging þegar vatn kemst í snertingu við fljótandi ál, en ekki þegar álið er komið í fast form? Ál er frumefni númer 13 í lotukerfinu. Ál er mjúkur málmur, bræðslumark þess er 660°C og suðumarkið er 2.470°C. Til samanburðar er suðumark vatns einung...

category-iconJarðvísindi

Hvar er mesta dýpi sjávar?

Mesta dýpi sjávar er í svokölluðum djúpálum. Djúpálar myndast á sökkbeltum þar sem úthafsfleki gengur undir meginlandsfleka eða annan úthafsfleka. Dýpsta djúpsjávarrennan er hinn svonefndi Maríana-djúpáll, um 2.550 km löng hálfmánalaga renna í vestanverðu Kyrrahafi um 200 km austur af Maríana-eyjum þar sem Kyrrah...

category-iconHugvísindi

Hverjir voru Ghenghis Khan og Kúblai Khan?

Ghenghis Kahn og sonarsonur hans Kúblai Kahn voru leiðtogar Mongóla á 13. öld eftir Krist. Undir þeirra stjórn stækkaði veldi Móngóla mikið. Þeir eru taldir vera mestu landvinningamenn sögunnar. Á tæpum 20 árum lögðu Mongólar undir sig múslímaríkin í Mið-Asíu, æddu yfir Kína og sóttu inn í Rússland. Ghenghis...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað er áróður?

Áróður (propaganda) felst í því að viljandi, ítrekað og kerfisbundið er reynt að breyta eða festa í sessi viðhorf, skoðanir og/eða hegðun hjá tilteknum hópum (mass persuasion) án þess að viðtakendur (þeir sem sjá eða heyra áróðurinn) geri sér endilega grein fyrir því eða óski þess (Jowett & O’Donnell, 1999; Taylor...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvaða áhrif höfðu Skaftáreldar á Ísland og íslenskt samfélag?

Eldgosið sem við köllum Skaftárelda hófst 8. júní 1783 í óbyggðum norður af Síðu í Vestur-Skaftafellssýslu. Þar gaus í langri röð gíga sem eru kallaðir Lakagígar og liggja í suðvestur frá vesturjaðri Vatnajökuls í gegnum fellið Laka. Nokkrum dögum síðar helltist hraunstraumurinn niður í byggðina eftir farvegi Skaf...

Fleiri niðurstöður