Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3519 svör fundust
Í hvers konar gosum myndast hraungúlar?
Hraungúlar (e. lava dome) myndast í gosum þar sem uppstreymi kvikunnar er mjög hægt. Reyndar svo hægt að auðveldast er að mæla það með ljósmyndum sem teknar eru frá sama stað og sjónarhorni á viku til mánaðar fresti (sjá mynd 1). Að sama skapi er framleiðnin í þessum gosum í minna lagi, eða á bilinu 1-100 rúmmetra...
Hvernig hefur merking hugtaksins hinsegin breyst á 21. öld?
Frá aldamótum hefur notkun orðsins hinsegin aukist og þróast hratt en ljóst er að það er notað á mjög margvíslegan hátt. Í fyrsta lagi er það ennþá notað í merkingunni ,öðruvísi‘ og ennþá er talað um að eitthvað sé „svona eða hinsegin“. Í öðru lagi er orðið notað sem þýðing á enska orðinu queer sem varð lykilhugta...
Hvað er leirgos?
Leirhverir myndast á háhitasvæðum: brennisteinsrík gufa frá glóandi bergkviku í neðra binst jarðvatni í brennisteinssýru sem leysir upp bergið og úr verður „leirgrautur“. Ef „grauturinn“ hvellsýður verður leirgos. Dæmi um leirgos og tilurð þeirra má lesa í bók Sigurðar Þórarinssonar, Eldur í Öskju,[1] þar sem ...
Hverjir fremja morð á Íslandi?
Upprunalegu spurningarnar hljóðuðu svona: Hverjir fremja morð og er það rétt að gerendur í morðmálum séu nær alltaf tengdir þeim sem þeir myrða? Í svari sama höfundar við spurningunni Hvað eru að meðaltali framin mörg morð á ári á Íslandi? kemur fram að frá aldamótum 2000 fram á árið 2024 voru alls skráð um...
Af hverju geta hænur ekki flogið?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Af hverju fljúga fuglar en ekki hænur? Það er reyndar ekki rétt að hænur geti ekki flogið en þær eru hins vegar afar lélegir flugfuglar. Það sama á við um hænsfugla almennt. Bankívahænsn (Gallus gallus, e. Red jungle fowl) sem er nánasti ættingi nytjahænsna í villtri náttú...
Hver eru kennitákn grísku goðanna?
Í grísku goðafræðinni koma um þrjátíu gyðjur og jafnmargir guðir við sögu. Hómer skrifaði Ilíonskviðu og Ódysseifskviðu átta hundruð árum fyrir Krist og eru þær ein elstu og þekktustu ritin um guðina. Einnig koma guðirnir og gyðjurnar við sögu í grískum harmleikjum eftir leikritahöfunda eins og Sófókles og Evripíd...
Éta allir hákarlar fólk? Finnst þeim við góð á bragðið?
Svarið við fyrri spurningunni er nei, fæstar þeirra rúmlega 300 tegunda hákarla sem þekktar eru hafa orðið uppvísar að mannáti. Alls eru skráðar 42 tegundir hákarla sem ráðist hafa á menn, báta eða önnur sjóför á síðastliðnum fjórum öldum, þar af eru 24 tegundir sem vitað er að hafi gert slíkar árásir oftar en þrí...
Hvað getið þið sagt mér um orrustuna við Midway?
Orrustan við Midway var ein örlagaríkasta sjóorrusta seinni heimsstyrjaldarinnar. Hún var háð milli japanska flotans annars vegar og bandaríska flotans hins vegar við kóraleyjuna Midway í norðurhluta Kyrrahafsins dagana 3.-6. júní 1942. Það þótti mjög sérstakt að orrustan var nær eingöngu háð með flugvélum frá ...
Hver var Vladimir Lenín?
Vladimir Lenín og arfleifð hans hafa ætíð verið umdeild. Hann var leiðtogi rússnesku byltingarinnar, stjórnmálaflokks bolsévíka og fyrsti leiðtogi Sovétríkjanna. Hann lagði grunninn að hugmyndafræði sem við hann er kennd og nefnist lenínismi. Lenín tókst með ómældum viljastyrk og trú á málstað byltingarinnar að vi...
Hafa tilgátur Howards Gardners um fjölgreindir verið sannaðar?
Skilgreiningin á greind hefur lengi verið umdeild. Til dæmis skilgreina menn greind ólíkt eftir því hvaða eiginleika þeir meta mest í fari annarra. Sumir hafa jafnvel gengið svo langt að segja að greind sé ekkert annað en það sem greindarpróf mæla! Nokkur samstaða virðist þó vera um að greind feli í sér getu til a...
Af hverju þykja tölurnar 7, 9 og 13 sérstaklega kynngimagnaðar?
Sumar tölur þykja sérstaklega magnaðar. Tölurnar þrjár, sjö, níu og þrettán, eru sérstaklega magnaðar tölur í þjóðtrúnni og því ekki tilviljun að þær eru til að mynda þuldar upp þegar bankað er í við. Lesa má meira um þennan sið í svari sama höfundar við spurningunni Hvaðan kemur hjátrúin að banka í við? Í r...
Er hægt að lækna hrygggigt eða er bara hægt að halda einkennum niðri með lyfjum?
Hrygggigt (Spondylitis ankylopoetica) er sjúkdómur sem greinilega hefur fylgt mannkyninu lengi. Sýnt hefur verið fram á hryggikt í múmíum úr gröfum Forn-Egypta og einnig hafa fundist merki um sjúkdóminn í líkamsleifum frá því um 3000 árum fyrir Krist. Ekki er vitað með vissu um algengi hrygggigtar, en talið er...
Hvað er monsún og hvernig myndast hann?
Í upphaflegri merkingu er monsún nafn á árstíðabundinni breytingu vinda á norðanverðu Indlandshafi, í Suður- og Austur-Asíu og suður með austurströnd Afríku. Nafnið er dregið af arabísku orði, mausim eða mawsim sem þýða mun árstíð. Arabar stunduðu snemma milliríkjaviðskipti á þessum slóðum og nýttu sér monsúnvinda...
Hvað er máltækni og hvaða máli skiptir hún fyrir íslensku?
Máltækni er tiltölulega nýlegt orð í íslensku – þýðing á því sem á ensku nefnist language technology. Einnig hefur orðið tungutækni verið notað um sama hugtak. Í stuttu máli má segja að með máltækni sé átt við hvers kyns samvinnu tungumáls og tölvutækni sem hefur einhvern hagnýtan tilgang; beinist að því að hanna ...
Af hverju er því haldið fram að allt sem vísindin eru ekki búin að sanna að sé til, sé ekki til?
Spurningin hljóðar svo í fullri lengd: Af hverju er því haldið fram að allt sem vísindin eru ekki búin að sanna að sé til, sé ekki til? Til dæmis sögðu vísindamenn einu sinni að breiðnefur væri ekki til, en svo var komið með breiðnef beint fyrir framan nefið á þeim. Til að svara þessari spurningu þurfum við ...