Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3513 svör fundust
Hvers konar hundur er franskur bolabítur?
Franskur bolabítur er fremur lítill hundur, þéttur og vöðvamikill með stuttan og þykkan feld. Hann er gjarnan um eða innan við 30 cm á hæð, 11-13 kg að þyngd og getur orðið 10-12 ára gamall. Hann er mjög félagslyndur og líkar illa að vera skilinn eftir einn allan daginn. Franskur bolabítur hefur stundum verið kall...
Er ég fáfróður að þekkja ekki muninn á slöngum og snákum eða eru þetta sömu fyrirbærin?
Öll spurningin hljóðaði svona: Ég var að koma úr heimsókn þar sem upp kom umræðan um muninn á snákum og slöngum... Mér leið eins og fávita þegar ég hélt að þetta væri sami flokkur dýra og munurinn enginn, einungis orðið "slanga" óformlegara heiti á því sem er réttnefnt "snákur". Er ég fáfróður að þekkja ekki m...
Hver er helsta fæða laxa í hafinu?
Seiði atlantshafslaxins (Salmo salar) eru 2-4 ára þegar þau ganga í sjó. Í sjónum taka laxarnir út líkamsvöxt og þroskast en ganga síðan aftur upp í ár til að hrygna þegar þeir hafa náð kynþroska. Laxinn heldur til í efstu lögum sjávar og veiðir þær tegundir sem þar er að finna. Aðallega eru það stærri tegund...
Hversu stór var Golíat?
Til eru tvær heimildir um hæð Golíats, hermannsins frá Filistaborginni Gat, sem Davíð konungur felldi með steinslöngvu, þegar hann var aðeins unglingur að aldri, samkvæmt 17. kafla 1. Samúelsbókar. Golíat er sagður vera „sex og hálf alin á hæð“ í 1. Samúelsbók 17.4 í íslensku biblíuþýðingunni frá 2007. Það jafn...
Hver er munurinn á femínisma og jafnréttisstefnu?
Munurinn á femínisma og jafnréttisstefnu er ekki mikill. Femínismi er margþætt hugtak sem getur meðal annars vísað til fræðigreinar, aðgerðarstefnu, stjórnmálastefnu, auk margs annars. Þó þessi svið haldist í hendur rúmast einnig innan þeirra ólíkar stefnur og ólík sjónarhorn. Einnig er rétt að hafa í huga að femí...
Er hættulegt að vera bitinn til blóðs af villtri íslenskri mús?
Öll spurningin hljóðaði svona: Er bit húsamúsa hættuleg? Hvað skal gera ef maður er bitinn til blóðs af villtri íslenskri mús? Stutta og einfalda svarið við spurningunni er já. Rétt er að ganga út frá því að bit dýra og manna sé slæmt og geti haft áhrif á heilsu okkar, sérstaklega ef bitið er til blóðs. ...
Hvaðan koma örnefnin Þráinsskjöldur og Þráinsskjaldarhraun?
Þráinsskjaldarhraun er mikið í fréttum þessa dagana vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga, ásamt Fagradalsfjalli, Keili, Litla-Hrút, Krýsuvík, Brennisteinsfjöllum og fleiri góðum örnefnum. Heitið virðist sett saman úr þremur hlutum: Þráinn, skjöldur og hraun. Það síðastnefnda er auðskiljanlegt. Skjöldur er svo þe...
Hvað er vitað um örnefnin Fagridalur og Fagradalsfjall á Reykjanesskaga?
Fagradalsörnefni hafa verið mikið í umræðunni undanfarið í kjölfar eldgoss í Geldingadölum, en lítið hefur þó farið fyrir sjálfum Fagradal sem er norðan undir Fagradalsfjalli. Honum hefur verið lýst sem uppblásnu landi eða aurmelum, en svæðið hefur í seinni tíð einfaldlega verið kallað Aurar af heimamönnum ef mark...
Hver konar kvæði er Lilja sem Eysteinn Ásgrímsson á að hafa ort?
Eysteinn Ásgrímsson (d. 1361) er talinn höfundur Lilju, eins merkasta helgikvæðis sem samið hefur verið á íslensku. Lilja er svokölluð heimssögudrápa þar sem höfundur færir okkur heimssögu kristninnar í bundnu máli frá sköpun heims og fram á dómsdag. Eins og aðrar drápur einkennist Lilja af kvæðaforminu sem skipti...
Hafði gos í Heimaey sambærileg áhrif á stýrivexti, verðbólgu og skatta og talað er um vegna náttúruhamfara í Grindavík?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Í náttúruhamförum á Reykjanesi í nóvember 2023 eru gefnar yfirlýsingar um möguleg áhrif á stýrivexti, vexti, verðbólgu, skatta o.s.frv. vegna tjóna á innviðum í 3700 manna bæjarfélaginu Grindavík. 1973 er gaus á Heimaey eyðilögðust um 40% bygginga í 5000 manna bæjarfélagi...
Af hverju hafa sum karlljón engan makka?
Upprunalega spurningin var: Eru til makkalaus karlljón í Afríku eins og mannæturnar í Tsavo? Karlljón eru einu kattardýrin sem skarta makka enda er glæsilegur makki án efa eitt af því fyrsta sem kemur upp í hugann í tengslum við útlit ljóna. Makkinn nær yfir afturhluta höfuðsins, hálsinn, axlir og brjóst. H...
Hvaða lönd í Evrópu voru hluti af Sovétríkjunum fyrir 1991?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hvað voru löndin mörg sem tilheyrðu Sovétríkjunum og hver voru þau? Svarið við þessari spurningu er ekki alveg jafn klippt og skorið og í fyrstu kann að virðast. Evrópa er nokkuð vel afmörkuð á þrjá vegu í norður, suður og vestur enda liggur álfan þar að mestu að hafi. Mörk Así...
Er hægt að verða veirufræðingur á Íslandi?
Þessi spurning virðist í fyrstu einföld „já eða nei“ spurning, en eins og stundum er svarið alls ekki svo einfalt. Íslenskir vísindamenn stóðu á árum áður mjög framarlega í veirurannsóknum og ekki verður hjá því komist að nefna Björn Sigurðsson (1913-1959) lækni sem var fyrsti forstöðumaður Tilraunastöðvar Hás...
Hvernig fóru heiðin jól fram?
Engar samtímaheimildir eru til um heiðið jólahald. Elstu lýsingar eru skráðar af kristnum höfundum tveim öldum eftir að heiðinn siður var afnuminn. Ekki er þorandi að treysta á að þær lýsingar séu með öllu óhlutdrægar. Norræn jól voru í öndverðu skammdegishátíð, en þær hafa þekkst um víða veröld og gegna andlegri ...
Hvaða yfirráðarétt hefur Ísrael á hernumdum svæðum Palestínu? Hvernig hefur alþjóðasamfélagið tjáð sig um þessi yfirráð?
Spurningunni er í raun fljótsvarað því að Ísraelsmenn hafa nákvæmlega engan rétt til yfirráða á hernámssvæðunum í Palestínu. Til þess að skilja betur um hvað málið snýst er hins vegar nauðsynlegt að líta nokkuð aftur í tímann. Ísraelsmenn lögðu svæðin undir sig í stríði sem þeir hófu gegn nágrannaríkjum sínu...