Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 298 svör fundust

category-iconVísindi almennt

Hver eru heiti allra eininga metrakerfisins? Hvað ræður nafngiftinni?

Metrakerfið (metric system) er mælikerfi sem fyrst var tekið í notkun í Frakklandi í frönsku stjórnarbyltingunni árið 1795. Það er upphaflega byggt á tveimur grunnstærðum, annars vegar á metra fyrir vegalengdir og hins vegar grammi fyrir massa. Hugmyndin var að búa til staðlaða leið til að lýsa eiginleikum hluta. ...

category-iconHugvísindi

Hvað eru ragnarök? Hvernig verða þau og af hverju?

Ragnarök, eða ragnarökkur, er hugtak sem notað er um heimsendi eins og honum er lýst í Konungsbókar- og Hauksbókargerðum Völuspár og Snorra Eddu. Þá munu takast á hin skapandi öfl í mynd goðanna og tortímingaröflin í líki jötna og óvætta. Völuspá er grundvallarkvæði í Konungsbók þar sem kvæðið er sett fram sem ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Af hverju varð Reykjavík höfuðstaður Íslands?

Sjá má merki þess strax á miðöldum að svæðið við Faxaflóa sunnanverðan þótti vel til þess fallið að vera aðsetur umboðsstjórnar konungs á Íslandi. Líklega hefur það einkum stafað af því að þar voru góð fiskimið nærri landi og góðir lendingarstaðir skipa, í Hafnarfirði og víðar. Útlendir kaupmenn hafa því verið fús...

category-iconJarðvísindi

Hvernig er talið að ólíkar kvikugerðir sem koma upp í íslenskum eldstöðvum verði til?

Þessi spurning beinist að kjarna storkubergfræðinnar – uppruna og venslum hinna ýmsu bergtegunda. Á síðasta fimmtungi 20. aldar var orðið ljóst að storkubergi á jörðinni má í aðalatriðum skipta í fjórar meginsyrpur, sem hver um sig tengist tilteknu „jarðfræðilegu umhverfi.“ Á rekhryggjum myndast lág-alkalíska eða ...

category-iconHugvísindi

Hvað var vistarbandið?

Vistarband má skilgreina á þessa leið:Ef karl og kona réðu ekki eigin búi skyldu þau vera hjú á heimili bónda og eiga þar grið. Venjan var sú að fólk réði sig í ársvist í senn. (Gísli Gunnarsson, 1987, kafli 2.7).Bóndi réði allri vinnu hjúa sinna og fékk af henni allan arð hvort sem vinnan var unnin á heimili hans...

category-iconHugvísindi

Hvers vegna klofnaði Rómverska keisaradæmið í austur- og vesturhluta?

Skipting Rómaveldis í austur- og vesturhluta varð til á löngum tíma. Segja má að stjórnarkreppur og valdaátök hafi átt sinn þátt í að kljúfa ríkið en aðstæður í austur- og vesturhluta ríkisins voru einnig gerólíkar. Rómaveldi varð í reynd að keisaradæmi árið 27 f.Kr. enda þótt það væri enn þá lýðveldi að nafnin...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hverjir voru helstu landnámsmenn Íslands og hvaðan komu þeir?

Fornleifar sýna að Ísland var fyrst byggt fólki á síðari hluta 9. aldar og á 10. öld. Víðs vegar um nánast alla þá hluta landsins sem töldust byggilegir á síðari öldum skildi fólk eftir sig byggingar og annað jarðrask á þessu tímabili. Nokkur ólík ráð eru til að tímasetja fornleifarnar, en nýtilegast til þess er s...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvernig lýstu landnámsmenn Íslandi?

Norrænir landnámsmenn Íslands kunnu yfirleitt ekki að skrifa, nema hvað þeir munu hafa klappað stuttar rúnaristur í stein eða tré, en ekkert af slíku hefur varðveist. Meðal kristinna landnámsmanna frá Skotlandi og Írlandi hafa sjálfsagt verið menn sem kunnu að skrifa, en engir textar eftir þá eru varðveittir. Það...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getur þú sagt mér um dýralífið í Katar?

Katar (e. Qatar) er ríki á Katarskaga við suðvestanverðan Persaflóa en skagi þessi gengur norður úr austurströnd Arabíuskaga. Landið er rúmlega 11,5 þúsund ferkílómetrar að stærð eða um 1/9 af flatarmáli Íslands og að stórum hluta eyðimörk. Yfir sumartímann getur hitinn þar farið allt upp í 50ºC yfir heitasta tíma...

category-iconHugvísindi

Hversu mörgum íslenskum skipum var sökkt í seinni heimsstyrjöldinni?

Í seinni heimsstyrjöldinni urðu allmargir mannskaðar á íslenskum skipum en þá var einnig tími mikilla tækifæra því skortur var á sjávarafurðum á Bretlandseyjum og Íslendingar fengu hátt verð fyrir fisk. Sömuleiðis þurftu bandamenn að hafa tryggar flutningaleiðir fyrir herlið þeirra hérlendis og því var hægt að haf...

category-iconJarðvísindi

Hvaða þekkingu höfðu íslenskir miðaldamenn á eldgosum og eldfjöllum?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hversu mikið vissu Íslendingar um eldgos og eldfjöll á árum áður? Höfðu þeir skilning á því hvað væri að eiga sér stað? Þá á ég til dæmis um næstu árhundruð eftir landnám. Í Landnámabók, sem tekin var saman af fróðum mönnum upp úr 1100, má finna 14 atriði sem fjalla u...

category-iconHugvísindi

Hver var Cicero?

Marcus Tullius Cicero var einn merkasti stjórnmálamaður, heimspekingur og rithöfundur Rómar á fyrstu öld fyrir Krist. Frami Cicero fæddist 3. janúar árið 106 f.Kr. í Arpinum á Ítalíu. Hann hlaut góða menntun í Aþenu og á Ródos bæði í mælskufræði og heimspeki. Cicero gerðist málafærslumaður og gat sér flj...

category-iconFélagsvísindi

Hverjir voru Rauðu khmerarnir?

Rauðu khmerarnir eða Khmer Rouge, eins og þeir kölluðust á frönsku, voru kommúnískir skæruliðar í Kambódíu sem náðu völdum í landinu árið 1975 undir forystu Pol Pots. Pol Pot fæddist inn í fátæka bændafjölskyldu árið 1925 og hét þá Saloth Sar. Árið 1949 fékk hann styrk til að stunda nám í útvarpsvirkjun í Parí...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig eru nöfn heimsálfanna til komin?

Heimsálfurnar eru sjö talsins samkvæmt þekkingu nútímans: Afríka, Asía, Ástralía, Evrópa, Norður-Ameríka, Suður-Ameríka og Suðurskautslandið. Nöfnin Afríka, Asía og Evrópa eru forn og uppruni þeirra ekki fullljós. Hin nöfnin eru nýrri og eiga sér nokkuð skýran uppruna. *** Hér er einnig að finna svar við spu...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver var Louis Pasteur og hvað gerði hann merkilegt?

Louis Pasteur fæddist þann 27. desember 1822 í Dole, litlum bæ í austurhluta Frakklands. Ungur að árum fluttist hann með foreldrum sínum til nágrannabæjarins Arbois þar sem hann gekk í barna- og unglingaskóla. Þótt Pasteur væri iðinn við námið þótti hann ekki framúrskarandi námsmaður á sínum yngri árum og útskrifa...

Fleiri niðurstöður