Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 390 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað gæti orðið hlýtt á jörðinni í lok 21. aldar og hvaða áhrif hefði það á náttúruna?

Talið er að um næstu aldamót verði um 2 til 4°C hlýrra á jörðinni heldur en nú er ef allar þjóðir heims ná ekki að sameinast um að draga verulega úr bruna jarðefnaeldsneytis. Þá yrðu jöklar á Íslandi orðnir helmingi minni en þeir eru nú og jökulárnar hefðu tvöfaldast að vatnsmagni. Ef hlýnunin héldi síðan áfram me...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Getið þið sagt mér eitthvað um eyðimerkurref?

Eyðimerkurrefur (Vulpes zerda), sem stundum er kallaður fennec-refur, er smávaxinn refur sem finnst á eyðimerkursvæðum norður Afríku (Sahara) og á Arabíuskaga. Hann lifir víðsvegar í Norður-Afríku og í miðri Sahara-eyðimörkinni og virðist dafna vel á þurrustu og verstu eyðimerkursvæðunum í Norður-Sahara. Útbreiðs...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Ef maður borðar hálft kíló af mat, þyngist maður þá um hálft kíló?

Nei, það gerir maður ekki. Í mat eru alls kyns efni sem við nýtum á mismunandi hátt án þess að þau auki endilega við líkamsþyngd okkar. Í öllum mat er vatn sem er okkur lífsnauðsynlegt. Það er sogað upp úr ristlinum út í blóðið að máltíð og meltingu lokinni. Við nýtum vatn sem hráefni í að búa til önnur efni fy...

category-iconJarðvísindi

Hvaða gastegundir koma upp í eldgosi?

Lofttegundir sem mynda eldfjallagas, eru sumar hverjar leystar upp í bergkvikunni. Þær eru í meginatriðum af þrennum toga, úr möttli jarðar, úr myndbreyttu gosbergi eða setbergi, og úr yfirborðsjarðlögum, að vatnshveli jarðar meðtöldu. Aðrar myndast úr uppleystum frumefnum eða sameindum kvikunnar, meðan uppgufun e...

category-iconEfnafræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Egill Skúlason rannsakað?

Egill Skúlason er prófessor í efnaverkfræði við Háskóla Íslands en þar stundar hann rannsóknir á efnahvötun á rafefnafræðilegum ferlum. Helstu rannsóknir Egils snúa að afoxun köfnunarefnis (N2) í ammóníak (NH3) og afoxun koltvíildis (CO2) í eldsneyti. Egill hefur einnig rannsakað efnahvörf sem eiga sér stað í r...

category-iconNæringarfræði

Er óhollt að drekka of mikið af vítamíndrykkjum?

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona: Ef maður borðar of mikið af vítamíni sem maður setur í vatn getur eitthvað gerst, er það vont fyrir mann? Þó að vítamín og steinefni séu nauðsynleg er ekki þar með sagt að margfaldur dagskammtur sé margfalt hollari. Í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Er h...

category-iconBókmenntir og listir

Hvers konar tónlistarstefna er impressjónismi?

Hugtakið impressjónismi tengdist í upphafi myndlist franskra málara á síðasta fjórðungi 19. aldar. Þá tóku ýmsir listamenn upp á því að mála verk sem brutu gegn hefðbundnum stíl frásagnarmyndlistar. Í stað þess að láta málverkin túlka hefðbundna goðsögu eða annars konar frásögn, lögðu þeir aðaláherslu á ýmis konar...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Væru regnbogar bein lína ef jörðin væri flöt?

Hér er einnig að finna svar við spurningunni: Af hverju er regnbogi svona oft í akkúrat 180 gráðum? Form regnbogans ræðst af kúlulögun regndropa í loftinu og brotstuðli vatnsins. Brotstuðullinn segir til um hraða ljóssins í vatninu og stjórnar stefnubreytingu ljósgeisla sem fer úr lofti inn í vatnsdropann. Fyri...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Af hverju koma plastílát alltaf blaut úr uppþvottavélinni?

Mörg hafa eflaust tekið eftir því að þegar uppþvottavélin er opnuð, eða þegar hún opnast sjálfkrafa, í lok keyrslu eru hlutirnir í vélinni misblautir. Oft er einhver bleyta á leirtaui og málmhlutum, eins og pottum, pönnum og hnífapörum, en yfirleitt þorna þessir hlutir á tiltölulega skömmum tíma. Plastílát eru hin...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Búa grænar geimverur á Mars?

Í svari við spurningunni Er eða hefur verið líf á reikistjörnunni Mars? ræðir Þorsteinn Þorsteinsson mismunandi kenningar um þetta efni sem skotið hafa upp kollinum í gegnum tíðina. Eldri kenningar gerðu greinilega ráð fyrir að lífverur sem hugsanlega gætu búið á Mars væru líkar manninum á ýmsan hátt, til dæmi...

category-iconEfnafræði

Þar sem rúmmál leggst ekki saman þegar vökvum er blandað er þá hlutfall af rúmmáli góð mælieining fyrir styrk vína?

Þegar einum vökva er hellt út í annan getur vel farið svo að rúmmálið verði minna en samanlagt rúmmál vökvanna var áður. Þetta er það sem spyrjandi hefur réttilega í huga og dæmi um það koma fram í svarinu hér á eftir. Þar kemur einnig í ljós hvernig menn komast fram hjá þessu með því að nota ákveðna og einræða sk...

category-iconHugvísindi

Komu „læknisrannsóknir“ dr. Mengeles heiminum að einhverju gagni?

Dr.Josef Mengele, sem gekk undir nafninu Engill dauðans, var læknir í illræmdum útrýmingarbúðum nasista í Auschwitz í Póllandi í seinni heimsstyrjöld. Nafn hans tengist fyrst og fremst óhugnanlegum illvirkjum sem hann framdi í nafni læknisfræðinnar. Ekki er hægt að kalla þær pyntingar sem hann lét fangana í Auschw...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Sjá selir í lit?

Talsverðar rannsóknir hafa verið gerðar á ýmsum þáttum í lífeðlisfræði sela, þar á meðal á skynjun þeirra. Margt er því vitað um sjónskynjun þeirra sem og aðrar skynleiðir. Selategundir flokkast í tvær ættir eftir því hvort þær hafa ytri eyru eða ekki. Til eyrnalausra tegunda (Phocidae) teljast meðal annarra sæfíl...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað getið þið sagt mér um stjörnuávöxt?

Carambolatréð (Averrhoa carambola) er upprunnið í Austur-Indónesíu (Sri Lanka og Mólúkkaeyjum). Þetta er þétt, sumargrænt tré sem nær um það bil 6-9 metra hæð og gefur af sér ávöxt sem einnig er nefndur Carambola. Tréð vex á heitum og rökum slóðum þar sem rigning er nokkuð jöfn allt árið. Stálpuð tré þola vægt fr...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er það sem helst tefur fyrir því að vetni og aðrir "hreinir" orkugjafar leysi olíuna af hólmi?

Það er samspil ýmissa þátta sem helst ,,tefja” fyrir því að vetnisrík sambönd geti að fullu tekið við af olíu sem eldsneyti í heiminum. Það sem þeir eiga helst sameiginlegt er að lögð er ofuráhersla á að nýta sem allra best þá gríðarmiklu möguleika sem felast í vetni sem hreinum orkubera (eldsneyti). Slíkt krefst ...

Fleiri niðurstöður