Sólin Sólin Rís 02:54 • sest 24:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:20 • Sest 01:15 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:25 • Síðdegis: 16:57 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:36 • Síðdegis: 23:12 í Reykjavík

Er óhollt að drekka of mikið af vítamíndrykkjum?

GrH

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:

Ef maður borðar of mikið af vítamíni sem maður setur í vatn getur eitthvað gerst, er það vont fyrir mann?

Þó að vítamín og steinefni séu nauðsynleg er ekki þar með sagt að margfaldur dagskammtur sé margfalt hollari. Í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Er hættulegt að taka of mikið af vítamínum? má lesa um einkenni vítamínofneyslu. Á Íslandi voru teknir upp norrænir ráðlagðir dagskammtar (RDS) fyrir vítamín og steinefni að undangenginni vinnu faghóps á vegum Embættis landlæknis. Við bendum lesendum á að kynna sér þessar upplýsingar um ráðlagða dagskammta.

Vítamín finnast meðal annars í ávöxtum og grænmeti en svo er einnig hægt að sækja sér viðbót með alls kyns vítamínstöflum og bætiefnum, þar á meðal með vítamínbættu drykkjarvatni og vítamíntöflum sem leystar eru upp í kranavatni.

Vítamín skiptast í tvo flokka; vatnsleysanleg og fituleysanleg. Munurinn á þeim er fyrst og fremst sá að við losum okkur á einfaldan hátt við umframmagn þeirra vatnsleysanlegu með þvagi, en fituleysanlegu vítamínin geta hins vegar safnast upp í líkamanum.

Þar sem óþarfa birgðir af vatnsleysanlegu vítamínunum skiljast út þegar við pissum, þurfum við einnig að gæta þess að endurnýja vítamínbirgðir af þeim reglulega. Hægt er að lesa meira um þetta í svari við spurningunni Hvað eru vítamín og til hvers þurfum við þau? Fituleysanlegu vítamínin geymir líkaminn einkum í lifur og fituvef og hann hefur því varabirgðir til að ganga á. Þess vegna er ekki eins nauðsynlegt að neyta þeirra vítamína daglega. Ef of mikið safnast upp af fituleysanlegu vítamínunum getur það hinsvegar valdið skaða.

Vatnsleysanleg vítamín eru:
 • Þíamín (B1-vítamín)
 • Ríbóflavín (B2-vítamín)
 • Níasín (B3-vítamín)
 • Pýridoxín (B6-vítamín)
 • Kóbalamín (B12-vítamín)
 • Fólat (fólínsýra/fólasín)
 • C-vítamín (askorbínsýra)
 • Bíótín
 • Pantóþensýra

Fituleysanleg vítamín eru:

Vítamín-freyðitöflur innihalda margar blöndu af vatnsleysanlegum og fituleysanlegum vítamínum auk steinefna. Ofneysla þeirra getur verið varasöm.

Þau vítamín sem eru í sumum íslenskum vatnsdrykkjum eins og Kristal plús eru meðal annars B-vítamín (B3, B5, B6, B12), fólín og kalk.

Vítamíntöflur sem hægt er að leysa upp í vatni innihalda margar E, K og A-vítamín auk þeirra vatnsleysanlegu, og steinefnin magnesín, natrín, kalsín, sink og járn.

Það er mögulegt að ofneysla vítamínbætts vatns geti valdið álagi á líffærin og óæskilegt er að taka of mikið af vítamínum og steinefnum. Því er mikilvægt að fara eftir ráðleggingum um ráðlagðan dagskammt og lesa sér til um innihald og magn vítamína og steinefna á umbúðum.

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

5.6.2018

Spyrjandi

Íris Mikaelsdóttir

Tilvísun

GrH. „Er óhollt að drekka of mikið af vítamíndrykkjum?“ Vísindavefurinn, 5. júní 2018. Sótt 19. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=76005.

GrH. (2018, 5. júní). Er óhollt að drekka of mikið af vítamíndrykkjum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76005

GrH. „Er óhollt að drekka of mikið af vítamíndrykkjum?“ Vísindavefurinn. 5. jún. 2018. Vefsíða. 19. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76005>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er óhollt að drekka of mikið af vítamíndrykkjum?
Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:

Ef maður borðar of mikið af vítamíni sem maður setur í vatn getur eitthvað gerst, er það vont fyrir mann?

Þó að vítamín og steinefni séu nauðsynleg er ekki þar með sagt að margfaldur dagskammtur sé margfalt hollari. Í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Er hættulegt að taka of mikið af vítamínum? má lesa um einkenni vítamínofneyslu. Á Íslandi voru teknir upp norrænir ráðlagðir dagskammtar (RDS) fyrir vítamín og steinefni að undangenginni vinnu faghóps á vegum Embættis landlæknis. Við bendum lesendum á að kynna sér þessar upplýsingar um ráðlagða dagskammta.

Vítamín finnast meðal annars í ávöxtum og grænmeti en svo er einnig hægt að sækja sér viðbót með alls kyns vítamínstöflum og bætiefnum, þar á meðal með vítamínbættu drykkjarvatni og vítamíntöflum sem leystar eru upp í kranavatni.

Vítamín skiptast í tvo flokka; vatnsleysanleg og fituleysanleg. Munurinn á þeim er fyrst og fremst sá að við losum okkur á einfaldan hátt við umframmagn þeirra vatnsleysanlegu með þvagi, en fituleysanlegu vítamínin geta hins vegar safnast upp í líkamanum.

Þar sem óþarfa birgðir af vatnsleysanlegu vítamínunum skiljast út þegar við pissum, þurfum við einnig að gæta þess að endurnýja vítamínbirgðir af þeim reglulega. Hægt er að lesa meira um þetta í svari við spurningunni Hvað eru vítamín og til hvers þurfum við þau? Fituleysanlegu vítamínin geymir líkaminn einkum í lifur og fituvef og hann hefur því varabirgðir til að ganga á. Þess vegna er ekki eins nauðsynlegt að neyta þeirra vítamína daglega. Ef of mikið safnast upp af fituleysanlegu vítamínunum getur það hinsvegar valdið skaða.

Vatnsleysanleg vítamín eru:
 • Þíamín (B1-vítamín)
 • Ríbóflavín (B2-vítamín)
 • Níasín (B3-vítamín)
 • Pýridoxín (B6-vítamín)
 • Kóbalamín (B12-vítamín)
 • Fólat (fólínsýra/fólasín)
 • C-vítamín (askorbínsýra)
 • Bíótín
 • Pantóþensýra

Fituleysanleg vítamín eru:

Vítamín-freyðitöflur innihalda margar blöndu af vatnsleysanlegum og fituleysanlegum vítamínum auk steinefna. Ofneysla þeirra getur verið varasöm.

Þau vítamín sem eru í sumum íslenskum vatnsdrykkjum eins og Kristal plús eru meðal annars B-vítamín (B3, B5, B6, B12), fólín og kalk.

Vítamíntöflur sem hægt er að leysa upp í vatni innihalda margar E, K og A-vítamín auk þeirra vatnsleysanlegu, og steinefnin magnesín, natrín, kalsín, sink og járn.

Það er mögulegt að ofneysla vítamínbætts vatns geti valdið álagi á líffærin og óæskilegt er að taka of mikið af vítamínum og steinefnum. Því er mikilvægt að fara eftir ráðleggingum um ráðlagðan dagskammt og lesa sér til um innihald og magn vítamína og steinefna á umbúðum.

Mynd:

...