Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 8678 svör fundust
Hver var Tyrkir og hvað þýðir þetta mannsnafn?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvað þýðir nafnið Tyrkir? Nafn Þjóðverjans sem fann vínberin á Vínlandi með Leifi Eiríkssyni. Tyrkir hét fóstri Leifs heppna Eiríkssonar og segir frá honum í fjórða kafla Grænlendinga sögu. Hann var sagður suðurmaður sem er annað heiti yfir Þjóðverja. Kvöld nokkurt fannst hann ...
Hvaða dýr heyrir best?
Rannsóknir hafa sýnt að fjölmargar tegundir af leðurblökum þurfi á gríðarlega næmri heyrn að halda við bergmálsmiðun sem þær beita til að staðsetja hluti kringum sig, næstum því í stað sjónar. Tegundir af ættum vampíra (Desmodontidea) og ávaxtablakna (Pteropodidae) geta greint hljóð með tíðni upp í 120-210 kHz. Þa...
Hversu stórt er eldstöðvakerfi Snæfellsjökuls?
Eldstöðvakerfi Snæfellsjökuls er um 30 km langt og 20 km breitt. Gosrein kerfisins nær frá Mælifelli í Staðarsveit (rétt fyrir norðan Búðir), út á Öndverðarnes (sem er vestasti hluti nessins) og hugsanlega lengra. Vestan til í reininni er megineldstöðin Snæfellsjökull. Þvermál hennar er 15-20 km og í toppi jök...
Hvers vegna er settur poki í Geysi?
Poki með sandi er settur í rauf sem hoggin var árið 1935 í norðurbarm hversins. Tilgangurinn er að hefta rennslið úr honum og hafa skálina fulla, einkum vegna slysahættu ef hverinn gýs. Ef lítið vatn er í skálinni fara ferðamenn of nálægt gosrásinni. Pokinn er ekki settur í hverinn sjálfan en hins vegar er stundum...
Getur nafnið Vatnar verið fyrir bæði kynin, og hvað þýðir orðið?
Vatnar hefur einungis verið notað sem karlmannsnafn hérlendis. Það virðist þó ekki hafa verið notað fyrr en á þessari öld. Enginn var skráður með þessu nafni í manntali 1910 en eftir það hefur fáeinum verið gefið þetta nafn. Í fornu máli er í Hálfs sögu og Hálfsrekka nefndur Vatnar konungur sem heygður var í Va...
Er "vaðlaheiðarvegavinnuverkfærageymslu skúraútidyralyklakippuhringur" lengsta orð í heimi?
Spurt er hvort vaðlaheiðarvegavinnuverkfærageymsluskúraútidyralyklakippuhringur sé lengsta orð í heimi. Engin tök eru á að svara því. Víða um heim hafa menn gert sér að leik að setja saman löng orð af sama tagi og það sem hér er nefnt og eru þau oft nefnd tungubrjótar. Mörg slík eru þekkt. Í þýsku er til dæmi...
Hvert er algengasta nafn á Íslandi?
Algengasta nafnið á Íslandi mun vera karlmannsnafnið Jón og hefur verið það um aldir. Í fyrsta manntali sem tekið var á Íslandi 1703 hét fjórði hver maður á landinu Jón. Algengasta kvenmannsnafn þá var Guðrún og hét fimmta hver kona því nafni 1703. Það hefur til skamms tíma verið algengast kvenmannsnafna. Bæði þes...
Hvernig fara menn með fleipur?
Hvorugkynsorðið fleipur merkir ‘blaður, ótímabært mas, staðlausir stafir’. Náskylt er hvorugkynsorðið fleip í sömu merkingu. Nafnorðin eru leidd af sögnunum fleipra, fleipa ‘blaðra, þvaðra’. Fleipur merkir blaður, ótímabært mas, staðlausir stafir. Að fara með fleipur merkir því að segja eitthvað sem ekki stenst...
Af hverju ætti Guð að leiða okkur í freistni eins og segir í Faðirvorinu?
Faðir vor er bænin sem Jesús kenndi okkur. Það er að finna á tveimur stöðum í Nýja testamentinu, annars vegar í Fjallræðu Jesú í Matteusarguðspjalli, 6. kapitula, 9.-13. versi og hins vegar í Lúkasarguðspjalli, 11. kapitula, 2.-4. versi. Útgáfan í Fjallræðunni er sú sem er okkur töm. Þar kemur Faðir vor á efti...
Hvað er gervigreind?
Orðið gervigreind hefur verið notað á ýmsa vegu í tímans rás, en í daglegu tali nú á dögum er yfirleitt átt við það að tölva geti skynjað og skilið umhverfi sitt og síðan tekið eigin ákvarðanir á svipaðan hátt og manneskjur. Upphaf gervigreindar sem rannsóknarverkefnis má rekja til ráðstefnu sem haldin var í Banda...
Er hægt að beita genalækningum við sjúkdóminn DMD?
Þetta svar er eins konar framhald á svari okkar við spurningunni Er hugsanlegt að nota HIV-veiruna sem genaferju til að breyta erfðaefni sjúklinga með arfgenga sjúkdóma? Eins og þar segir er ein takmörkunin á því að nota lentiveirur sem genaferjur sú að þær geta líkt og retrógenaferjur almennt eingöngu flutt lítil...
Hvers virði var gamli ríkisdalurinn í íslenskum krónum? – Var munur á íslenskum og dönskum ríkisdal?
Árið 1875 var komið á laggirnar samnorrænu myntbandalagi. Norrænu ríkin þrjú, Danmörk, Noregur og Svíþjóð, ákváðu að hafa sameiginlega mynt, krónuna, sem að sjálfsögðu var jafnverðmikil í öllum þessum þrem löndum myntbandalagsins. Það hélst óbreytt fram að heimstyrjöldinni fyrri, 1914-1918. Fyrir myntbreytingun...
Hvernig veit maður hvort maður sé með krabbamein?
Við getum byrjað á að skipta spurningunni svolítið upp: 1. Getur hraustur maður sem hvergi finnur til verið með dulið krabbamein og er unnt að finna það? Svarið við þessu er að þetta getur vissulega komið fyrir og krabbameinsleit eins og hún hefur tíðkast í mörg ár hérlendis hjá Leitarstöð Krabbameinsféla...
Hvenær varð fyrst vart við kúariðu, hvernig smitast hún í kýr og hvaða áhrif hefur hún á þær?
Kúariðu (á ensku BSE, bovine spongiform encephalopathy) var fyrst lýst í nautgrip í Bretlandi árið 1986 en nú er álitið að hún hafi ef til vill komið upp á áttunda áratugnum. Vegna þess hve meðgöngutími smits er langur (5 ár að meðaltali) áður en taugaeinkenni koma fram er erfitt að tímasetja þetta nákvæmlega. Kúa...
Hvað er hálfleiðari?
Rafleiðni efna, það er að segja hæfni þeirra til að leiða rafstraum, er geysilega mismunandi. Tökum sem dæmi 20 m langan koparvír sem er 3,3 mm í þvermál. Viðnám hans er 0,04 ohm. Ef við setjum á hann spennuna 1 volt verður straumurinn í honum 25 amper, sem er mikill straumur, til dæmis meiri en öryggin leyfa okku...