Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4802 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Voru menn fyrst apar?

Nei, en apar og menn eiga sér sameiginlega forfeður. Þróunarkenning Darwins gerir nánari grein fyrir því. Maðurinn er ekki sérlega gömul tegund í lífríki jarðar. Hann kom til sögunnar fyrir milljón árum eða svo, en jörðin sjálf er 4-5 þúsund milljón ára. Allt líf á jörðinni er komið af einni rót. Það sést til ...

category-iconJarðvísindi

Hvað getið þið sagt mér um Hengil?

Hengilskerfið nær utan úr Selvogi norðaustur fyrir Þingvallavatn. Það er fimm til tíu kílómetra breitt, breiðast um Þingvallavatn, en mjókkar til suðvesturs. Lengd þess er 50-60 kílómetrar. Mjög dregur úr gosvirkni þegar kemur norður í vatnið, en misgengi og gjár halda áfram um það bil tíu kílómetra inn af innstu ...

category-iconJarðvísindi

Hver voru helstu umhverfisáhrif Skaftárelda?

Árið 1783 var þekkt í Evrópu sem „ár undranna“ (Annus Mirabilis) vegna þeirra mörgu sérstöku atburða sem þá urðu, ekki síst þeirrar undarlegu móðu sem fyllt andrúmsloftið frá júní til október og olli miklu umtali um alla álfuna.[1] Orsakavaldurinn var eldgosið í Lakagígum. Áhrif þess á umhverfi og veðurfar teygðu ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Geta dýr skynjað jarðskjálfta áður en þeir verða?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Er það ekki satt að dýr skynji jarðskjálfta áður en þeir fara alveg á fullt? Og hvernig bregðast þau við þeim?Fjölmörg dæmi eru þekkt um einkennilega hegðun dýra rétt fyrir jarðskjálfta. Í bænum Santa Cruz í Bandaríkjunum faldi heimilishundur sig undir rúmi sex klukkustundum fy...

category-iconJarðvísindi

Hvað gefur til kynna að Heklugos sé yfirvofandi?

Eldfjöll gefa það til kynna, hvert með sínum hætti, þegar von er á gosi. Landris eða landsig á sér stað, smáskjálftavirkni eykst og stærri skjálftar ríða yfir, jarðhitavirkni fer vaxandi. Gufusprengingar og smágos geta stundum verið undanfari meiri umbrota. Heklugos hafa yfirleitt hafist án fyrirvara sem mannl...

category-iconJarðvísindi

Hvað verða blakkahraun stór og hver er rennslishraði þeirra?

Blakkahraun eru ein helsta byggingareining eldkeila. Þau myndast aðallega í gosum sem framleiða kísilrík íslandít (56-64% SiO2) og kísilrýr dasít (64-67% SiO2). Í stórum dráttum er lögun blakkahrauna og uppbygging svipuð apalhraunum, en þó eru þau að jafnaði mun þykkari. Dæmigerð lengd fyrir blakkahraun er á bi...

category-iconJarðvísindi

Hvenær gaus Hekla fyrst?

Ekki er vitað hvenær gos hófust í eldstöðvakerfi Heklu, en sögu þess má rekja aftur á ísöld sem móbergshryggi og fell.[1] Á fyrstu árþúsundum eftir ísöld runnu allmörg basalthraun fram á láglendið suðvestan Heklu. Víkingslækjarhraun komst þeirra lengst að jökulöldum Búðaraðar við Gunnarsholt og Ytri-Rangá við Geld...

category-iconJarðvísindi

Hvar eru eldfjöllin á Íslandi?

Á vefsíðunni almannavarnir.is er að finna ýmsar upplýsingar um eldgos. Þar er meðal annars kort sem sýnir hraunrennsli á Íslandi frá lokum ísaldar. Dökkrauði liturinn sýnir hraun sem hafa runnið á síðustu 3000 árum en ljósrauði liturinn sýnir eldri hraun. Jöklarnir eru litaðir bláir. Kortið gefur góða mynd af...

category-iconJarðvísindi

Af hverju var Surtsey friðlýst?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Surtsey er mikil náttúruperla. Af hverju er nauðsynlegt að vernda eyna gegn ágangi manns? Surtsey myndaðist í eldgosi sem hófst á sjávarbotni 1963 og stóð yfir með hléum til 1967. Á þeim tíma byggðist eyjan upp en jafnframt mynduðust þrjár smærri eyjar, Surtla, Syrtlingur o...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvernig er yfirborð Mars og hver er meðalhitinn þar?

Hér er einnig svarað spurningu Berglindar Ingu Gunnarsdóttur: Hvað er Mars stór og hve gamall er hann?Aldur Mars er talinn vera nokkurn veginn hinn sami og aldur jarðar og raunar sólkerfisins alls; um 4600 milljónir ára. Nokkrar tölur um Mars, til upprifjunar, og tölur um jörðina til samanburðar: MarsJörð ...

category-iconJarðvísindi

Hvaða gastegundir koma upp í eldgosi?

Lofttegundir sem mynda eldfjallagas, eru sumar hverjar leystar upp í bergkvikunni. Þær eru í meginatriðum af þrennum toga, úr möttli jarðar, úr myndbreyttu gosbergi eða setbergi, og úr yfirborðsjarðlögum, að vatnshveli jarðar meðtöldu. Aðrar myndast úr uppleystum frumefnum eða sameindum kvikunnar, meðan uppgufun e...

category-iconJarðvísindi

Hafa einhverjir dáið í eldgosi og ef það er, í hvaða eldstöð var það þá?

Eldfjöll á Íslandi eru yfirleitt fjarri byggð og því ekki sérlega líklegt að menn deyi í eldgosum, sem betur fer! Þó var þetta frekar tæpt í Heimaeyjargosin 1973 enda var eldfjallið þá rétt hjá kaupstaðnum og hraun rann yfir mannabústaði fljótlega eftir að gosið hófst. Við munum eftir einu dæmi um að maður haf...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað eru baugar undir augum, og fá allir þá, líka blindir?

Baugar undir augum eru algengt fyrirbæri sem á sér nokkrar orsakir. Húðin undir augunum er sérstaklega þunn, og með aldrinum þynnist hún enn meir. Við það koma í ljós smáar blóðæðar undir og í húðinni sem gefa henni dökkan blæ. Þegar fólk þreytist geta æðarnar tútnað út og baugarnir verða meira áberandi. Me...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað veldur baugum undir augum og hvernig losnar maður við þá?

Þegar talað er um bauga undir augum er oftast átt við dökka hringi undir augunum, en stundum líkjast þessir baugar þó meira pokum. Ýmsar orsakir geta verið fyrir baugum undir augunum. Ein ástæðan eru þunn augnlok en slíkt getur haft í för með sér að æðar verða meira áberandi, sem gerir neðri augnlokin dekkri. ...

category-iconJarðvísindi

Ef allir jöklar heimsins bráðna, hverfur þá Ísland algjörlega undir sjó?

Vísindavefurinn hefur fengið fjölmargar spurningar um bráðnun jökla, til dæmis:Eru jöklarnir á Suðurskautslandinu að bráðna? Hvað gerist ef allir jöklar á hnettinum bráðna? Mun heimurinn allur verða undir vatni vegna hækkandi hitastigs í heiminum? Hvenær þá? Hvaða afleiðingar hefði það á Ísland ef allir jöklar ...

Fleiri niðurstöður