Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 861 svör fundust
Hvað getið þið sagt mér um kengúrur?
Spurningin hljóðar í heild sinni svona: Hvernig ala kengúrur unga sína, af hverju fara þeir í poka móðurinnar, hvernig geta þær stokkið svona langt og margt fleira? Kengúrur eru pokadýr (Marsupialia) sem er einn af þremur meginflokkum spendýra. Kengúrur tilheyra ennfremur ættinni Macropodidae en til hennar telja...
Af hverju er alltaf sami fjöldi gaseinda í einum lítra við sömu aðstæður, þó að eindirnar séu misstórar?
Spyrjandi bætir við:Maður kemur til dæmis ekki jafn mörgum litlum og stórum hlutum fyrir í herbergi.Þetta er afar eðlileg spurning og ber vitni um skarpskyggni spyrjanda. Því er einmitt títt haldið fram að sami fjöldi gaseinda fyrirfinnist í einum lítra við sömu aðstæður. Svarið við þessari spurningu er hins vegar...
Draga teygjur úr hættu á meiðslum?
Almennt er talið að hæfilegur liðleiki geti dregið úr hættu á meiðslum og til þess að auka liðleika séu teygjur ákjósanlegar. Út frá vísindalegu sjónarmiði er hins vegar nokkuð erfitt að svara þessari spurningu á einfaldan hátt. Þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á þessu sviði gefa misvísandi niðurstöður. Ástæðu...
Hvað hefur vísindamaðurinn Sigrún Helga Lund rannsakað?
Sigrún Helga Lund er dósent í líftölfræði við læknadeild Háskóla Íslands og tölfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu. Rannsóknir Sigrúnar miða fyrst og fremst að því að nota upplýsingar úr lýðgrunduðum gagnasöfnum til að skilja eðli og umfang sjúkdóma og annarra heilsutengdra viðfangsefna. Hér á landi eru skrá...
Hvað getur þú sagt mér um hellafiskinn Cryptotora thamicola?
Tegundin Cryptotora thamicola er afar smávaxinn hellafiskur sem vart verður lengri en 2,8 cm. Þetta er eina tegundin innan ættkvíslarinnar Cryptotora og hefur aðeins fundist í átta hellum í hellakerfi í Mae Hong Son-héraði í Taílandi. Þar lifa þessir fiskar í straumvatni djúpt inn í hellunum, meira en 500 metrum f...
Eyðast demantar aldrei?
„Diamonds are forever“ segir í söng og bíómynd um ævintýri James Bond, en sumir telja að fyrirmynd hetjunnar hafi verið Vestur-Íslendingur.[1] Ekki er það alls kostar rétt að þeir geti verið eilífir, því enda þótt demantur sé allra efna harðastur og þoli hvers kyns hnjask og leysiefni, þá getur heitur eldur eytt h...
Hvað þýðir orðið veritas?
Veritas er latína og þýðir sannleikur. Samstofna við það er til dæmis latneska lýsingarorðið verus, 'sannur'. Samkvæmt orðabókum eru þessi orð meðal annars skyld enska atviksorðinu very sem þýðir 'mjög'. Einnig lifir þessi orðstofn í alþjóðaorðum eins og því sem heitir á ensku verify en á dönsku verificere og mer...
Hvað þýðir orðið epískur sem heyrist nú oft og tíðum og hvaðan er það upprunnið?
Orðið epískur merkir ‛sögulegur, með sögulegu efni’ og er notað um ljóð og annan skáldskap. Það er þekkt í málinu frá því á fyrri hluta 19. aldar og er fengið að láni úr dönsku episk í sömu merkingu. Orðið er ættað úr grísku epikós ‛sögulegur’ sem dregið er af nafnorðinu épos ‛hetjukvæði, söguljó...
Hvað eru Eyjólfur og menn hans margir ef „Eyjólfur kom við fimmtánda mann“?
Svarið við spurningunni er: Eyjólfur og menn hans voru fimmtán alls. Í Íslenskri orðabók (2002:951) er þetta dæmi tekið undir flettunni maður: við þriðja (tólfta ...) mann þ.e. þrír (tólf ...) saman Eyjólfur og menn hans voru fimmtán alls. Heimild: Íslensk orðabók. 2002. Þriðja útgáfa, aukin og endurbæt...
Hvað er fjörulalli?
Fjörulalli er íslensk kynjaskepna sem getið er um í þjóðsögum. Hún er sögð halda sig í sjónum en ganga stundum á land. Fjörulalli sést yfirleitt á ferli í skjóli nætur. Önnur heiti yfir kvikindið eru fjörudýr, fjörulabbi, lalli og skeljalabbi eða skeljalalli. Samkvæmt samantekt um íslenskar kynjaskepnur í þjóðsögu...
Hvað getið þið sagt mér um Heklugosið 1104?
Hekla er megineldstöð, en það merkir meðal annars að þar gýs aftur og aftur. Eldstöðvakerfi Heklu er um 40 km langt og sjö km breitt, eins og lesa má um í svari við spurningunni Hvers konar eldstöð er Hekla og hversu stórt er eldstöðvakerfi hennar? Gos í Heklukerfinu eru flokkuð í þrennt:öflug þeytigosblönduð g...
Hvar er hafsauga og hvað er átt við með orðinu?
Orðið hafsauga merkir samkvæmt Íslenskri orðabók (2002:518) ‘staður langt úti í hafi, ysta hafsbrún’. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru fáeinar heimildir og er hin elsta þeirra frá 1749. Hún er úr bréfi Eggerts Ólafssonar, náttúrufræðings og skálds, „til N.N. á Íslandi, um safn til ritgjörðar um eldfjöll á Ís...
Hvers vegna eru loftbólur alveg kúlulaga en ekki sívalningslaga eða í laginu eins og regndropar?
Lögun loftbólna og regndropa byggist á samspili þriggja þátta, yfirborðsspennu, þrýstings og núnings. Í þessu svari verður gerð grein fyrir hvernig þessir þættir spila saman og hvaða form regndropar og loftbólur fá. Til að mynda kemur í ljós að regndropar eru sjaldnast í laginu eins og þeir eru oftast sýndir á tei...
Er mengi rauntalna hlutmengi í mengi tvinntalna?
Svarið við þessari spurningu er já. Við skulum skoða af hverju. Tvinntala er tala sem skrifa má á forminu $z =x+iy$, þar sem $x$ og $y$ eru rauntölur. Talan $i$ er skilgreind þannig að $i^2 = -1$. Talan $x$ kallast raunhluti og $y$ þverhluti tölunnar $z$. Tvö sértilvik er vert að athuga. Ef $x = 0$ er $z = 0 +...
Hvað hafa margir menn farið til tunglsins og hvernig líta þeir út?
Alls hafa tólf menn komið til tunglsins og tíu til viðbótar komist á braut um það. Allir fóru þeir á vegum bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA. Árið 1969 lentu tveir af þremur geimförum Appollo 11 á tunglinu, þeir Neil Alden Armstrong og Edwin „Buzz“ Aldrin. Síðar sama ár voru það Charles Conrad yngri og Al...