Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er fjörulalli?

Nanna Kristjánsdóttir

Fjörulalli er íslensk kynjaskepna sem getið er um í þjóðsögum. Hún er sögð halda sig í sjónum en ganga stundum á land. Fjörulalli sést yfirleitt á ferli í skjóli nætur. Önnur heiti yfir kvikindið eru fjörudýr, fjörulabbi, lalli og skeljalabbi eða skeljalalli. Samkvæmt samantekt um íslenskar kynjaskepnur í þjóðsögum hefur oftast sést til fjörulalla á Breiðafirði og Vestfjörðum, og nokkur dæmi eru um að sést hafi til þeirra á Norðurlandi.

Fjörulallar voru yfirleitt ekki taldir sérstaklega hættulegir, nema ef þeir kæmust í sauðfé, þá áttu þeir til að rífa undan kindunum júgrin. Fjörulalli mun hafa verið svo líkur kind á velli að bændum gat þótt erfitt að greina hann frá fénu, svo hann gat verið dögum saman í kindahópnum án þess að bóndinn yrði hans var. Í þjóðsögum Jóns Árnasonar segir að fjörulalli gangi helst á land um fengitíma sauðfjár. Þá reynir hann að maka sig með kindunum, og ef það tekst áttu ærnar að bera vansköpuðum lömbum. Útliti fjörulalla hefur verið lýst svo:

Skepnan [...] var svört eða mjög dökk, loðin og lubbaleg, stutt og digur og engin rófa eða hali [...] Hálsinn var mjög stuttur, hausinn lítill og hnöttóttur og eins og kýttur við búkinn. Niður úr lubbanum voru fjórir loðnir fætur og ekki hærri en sem svarar þverhönd.

Fjara á Vestfjörðum. Samkvæmt samantekt um íslenskar kynjaskepnur í þjóðsögum hefur oft sést til fjörulalla í vestfirskum fjörum. Kannski eru kindurnar á myndinni að fela sig fyrir einum slíkum?

Sumar heimildir segja að fjörulallinn sé settur hrúðurköllum og skeljum, og því skrjáfi í honum þegar hann hreyfi sig. Óléttar konur eru sagðar þurfa að vara sig sérstaklega á fjörulöllum, þar sem þeir geti skaddað fóstrið í móðurkviði. Nokkrir íslenskir listamenn hafa spreytt sig á því að mála fjörulalla. Má þar nefna Arngrím Sigurðsson, en fjörulallinn var hluti af sýningu hans Duldýrasafnið, auk þess sem frímerki frá árinu 2009 skartaði teikningu Jóns Baldurs Hlíðberg af fjörulalla.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur þakkar Rósu Þorsteinsdóttur, rannsóknarlektor hjá Stofnun Árna Magnússonar, fyrir yfirlestur og gagnlegar ábendingar.

Höfundur

Útgáfudagur

17.9.2021

Spyrjandi

Ísak Arnar Herbertsson

Tilvísun

Nanna Kristjánsdóttir. „Hvað er fjörulalli?“ Vísindavefurinn, 17. september 2021, sótt 19. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=60915.

Nanna Kristjánsdóttir. (2021, 17. september). Hvað er fjörulalli? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=60915

Nanna Kristjánsdóttir. „Hvað er fjörulalli?“ Vísindavefurinn. 17. sep. 2021. Vefsíða. 19. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=60915>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er fjörulalli?
Fjörulalli er íslensk kynjaskepna sem getið er um í þjóðsögum. Hún er sögð halda sig í sjónum en ganga stundum á land. Fjörulalli sést yfirleitt á ferli í skjóli nætur. Önnur heiti yfir kvikindið eru fjörudýr, fjörulabbi, lalli og skeljalabbi eða skeljalalli. Samkvæmt samantekt um íslenskar kynjaskepnur í þjóðsögum hefur oftast sést til fjörulalla á Breiðafirði og Vestfjörðum, og nokkur dæmi eru um að sést hafi til þeirra á Norðurlandi.

Fjörulallar voru yfirleitt ekki taldir sérstaklega hættulegir, nema ef þeir kæmust í sauðfé, þá áttu þeir til að rífa undan kindunum júgrin. Fjörulalli mun hafa verið svo líkur kind á velli að bændum gat þótt erfitt að greina hann frá fénu, svo hann gat verið dögum saman í kindahópnum án þess að bóndinn yrði hans var. Í þjóðsögum Jóns Árnasonar segir að fjörulalli gangi helst á land um fengitíma sauðfjár. Þá reynir hann að maka sig með kindunum, og ef það tekst áttu ærnar að bera vansköpuðum lömbum. Útliti fjörulalla hefur verið lýst svo:

Skepnan [...] var svört eða mjög dökk, loðin og lubbaleg, stutt og digur og engin rófa eða hali [...] Hálsinn var mjög stuttur, hausinn lítill og hnöttóttur og eins og kýttur við búkinn. Niður úr lubbanum voru fjórir loðnir fætur og ekki hærri en sem svarar þverhönd.

Fjara á Vestfjörðum. Samkvæmt samantekt um íslenskar kynjaskepnur í þjóðsögum hefur oft sést til fjörulalla í vestfirskum fjörum. Kannski eru kindurnar á myndinni að fela sig fyrir einum slíkum?

Sumar heimildir segja að fjörulallinn sé settur hrúðurköllum og skeljum, og því skrjáfi í honum þegar hann hreyfi sig. Óléttar konur eru sagðar þurfa að vara sig sérstaklega á fjörulöllum, þar sem þeir geti skaddað fóstrið í móðurkviði. Nokkrir íslenskir listamenn hafa spreytt sig á því að mála fjörulalla. Má þar nefna Arngrím Sigurðsson, en fjörulallinn var hluti af sýningu hans Duldýrasafnið, auk þess sem frímerki frá árinu 2009 skartaði teikningu Jóns Baldurs Hlíðberg af fjörulalla.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur þakkar Rósu Þorsteinsdóttur, rannsóknarlektor hjá Stofnun Árna Magnússonar, fyrir yfirlestur og gagnlegar ábendingar.

...