Sólin Sólin Rís 11:08 • sest 15:33 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:06 • Sest 03:07 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:24 • Síðdegis: 13:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:38 • Síðdegis: 20:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:08 • sest 15:33 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:06 • Sest 03:07 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:24 • Síðdegis: 13:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:38 • Síðdegis: 20:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er þjóðtrú og hvernig er þjóðtrú Íslendinga ólík þjóðtrú annarra Norðurlandaþjóða?

Gísli Sigurðsson

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðið þjóðtrú er notað um trúarviðhorf af ýmsu tagi sem falla að jafnaði utan viðurkenndra trúarbragða en eru þó bundin menningu, siðum og venjum fólks. Oft er þetta trú á yfirnáttúrleg fyrirbæri sem birtist í sambandi við ýmislega reynslu sem fólk skýrir fyrir sér með tilvísun til trúarinnar.

Þorgeirsboli, olíumálverk eftir Jón Stefánsson (1881-1962).

Orðið “þjóð” í þjóðtrú vísar til fólks en ekki hugmynda um þjóðir og þjóðríki. Þjóðtrú Íslendinga er því ekki mjög ólík þjóðtrú annarra “þjóða” heldur saman sett úr hugmyndum sem bárust hingað á landnámsöld, bæði frá Norðurlöndum og Bretlandseyjum, í bland við nýsköpun og aðlögun sem hér hefur átt sér stað. Helst má segja að útilegumannatrúin hafi séríslensk einkenni og margt í álfa- og huldufólkstrúnni ber fremur keim af gelískri þjóðtrú meðal Íra og Skota en því sem þekkist meðal Norðmanna. Þessi menningarblanda er í ágætu samræmi við það sem ritheimildir segja um uppruna landsmanna og fellur vel að þeim erfðarannsóknum sem sýna að hér hefur blandast fólk af ólíku þjóðerni frá öndverðu.

Hin síðari ár hefur nokkuð verið deilt um einlægni fólks í sambandi við þjóðtrú. Árni Björnsson hefur sett fram þá hugmynd að fólk hafi alla tíð fyrst og fremst sagt þjóðtrúarsögur sér til skemmtunar á meðan tiltölulega fáir hafi lagt raunverulegan trúnað á þær. Á móti því hefur Valdimar Hafstein skrifað að margt bendi einmitt til að að þjóðtrúin sé einlæg og hafi beinlínis áhrif á gjörðir fólks.

Yfirlit um þjóðtrú má fá í kafla Jóns Hnefils Aðalsteinssonar í 5. bindi Íslenskrar þjóðmenningar (1988) og um gelísku tengslin hefur Bo Almqvist skrifað ritgerðina „Gaelic/Norse folklore contacts: Some reflections on their scope and character.“ Irland und Europa im Früheren Mittelalter (1996), 139-172. Þá fjalla bækur Símonar Jóns Jóhannssonar um þjóðtrú eða „hjátrú“ Íslendinga: Sjö, níu, þrettán (1993) og Stóra hjátrúarbókin (1999). Grein Árna Björnssonar „Hvað merkir þjóðtrú?“ birtist í Skírni vorið 1996 og Valdimar Tr. Hafstein svaraði honum meðal annars með greininni „Respekt fyrir steinum: Álfatrú og náttúrusýn“ í Rannsóknum í félagsvísindum 2 (1998).

Ítarefni:

Mynd: Feykir.is. (Sótt 6.7.2022).

Höfundur

rannsóknarprófessor á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

29.4.2002

Síðast uppfært

6.7.2022

Spyrjandi

Jón Júlíus Filippusson

Tilvísun

Gísli Sigurðsson. „Hvað er þjóðtrú og hvernig er þjóðtrú Íslendinga ólík þjóðtrú annarra Norðurlandaþjóða?“ Vísindavefurinn, 29. apríl 2002, sótt 10. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2342.

Gísli Sigurðsson. (2002, 29. apríl). Hvað er þjóðtrú og hvernig er þjóðtrú Íslendinga ólík þjóðtrú annarra Norðurlandaþjóða? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2342

Gísli Sigurðsson. „Hvað er þjóðtrú og hvernig er þjóðtrú Íslendinga ólík þjóðtrú annarra Norðurlandaþjóða?“ Vísindavefurinn. 29. apr. 2002. Vefsíða. 10. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2342>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er þjóðtrú og hvernig er þjóðtrú Íslendinga ólík þjóðtrú annarra Norðurlandaþjóða?
Orðið þjóðtrú er notað um trúarviðhorf af ýmsu tagi sem falla að jafnaði utan viðurkenndra trúarbragða en eru þó bundin menningu, siðum og venjum fólks. Oft er þetta trú á yfirnáttúrleg fyrirbæri sem birtist í sambandi við ýmislega reynslu sem fólk skýrir fyrir sér með tilvísun til trúarinnar.

Þorgeirsboli, olíumálverk eftir Jón Stefánsson (1881-1962).

Orðið “þjóð” í þjóðtrú vísar til fólks en ekki hugmynda um þjóðir og þjóðríki. Þjóðtrú Íslendinga er því ekki mjög ólík þjóðtrú annarra “þjóða” heldur saman sett úr hugmyndum sem bárust hingað á landnámsöld, bæði frá Norðurlöndum og Bretlandseyjum, í bland við nýsköpun og aðlögun sem hér hefur átt sér stað. Helst má segja að útilegumannatrúin hafi séríslensk einkenni og margt í álfa- og huldufólkstrúnni ber fremur keim af gelískri þjóðtrú meðal Íra og Skota en því sem þekkist meðal Norðmanna. Þessi menningarblanda er í ágætu samræmi við það sem ritheimildir segja um uppruna landsmanna og fellur vel að þeim erfðarannsóknum sem sýna að hér hefur blandast fólk af ólíku þjóðerni frá öndverðu.

Hin síðari ár hefur nokkuð verið deilt um einlægni fólks í sambandi við þjóðtrú. Árni Björnsson hefur sett fram þá hugmynd að fólk hafi alla tíð fyrst og fremst sagt þjóðtrúarsögur sér til skemmtunar á meðan tiltölulega fáir hafi lagt raunverulegan trúnað á þær. Á móti því hefur Valdimar Hafstein skrifað að margt bendi einmitt til að að þjóðtrúin sé einlæg og hafi beinlínis áhrif á gjörðir fólks.

Yfirlit um þjóðtrú má fá í kafla Jóns Hnefils Aðalsteinssonar í 5. bindi Íslenskrar þjóðmenningar (1988) og um gelísku tengslin hefur Bo Almqvist skrifað ritgerðina „Gaelic/Norse folklore contacts: Some reflections on their scope and character.“ Irland und Europa im Früheren Mittelalter (1996), 139-172. Þá fjalla bækur Símonar Jóns Jóhannssonar um þjóðtrú eða „hjátrú“ Íslendinga: Sjö, níu, þrettán (1993) og Stóra hjátrúarbókin (1999). Grein Árna Björnssonar „Hvað merkir þjóðtrú?“ birtist í Skírni vorið 1996 og Valdimar Tr. Hafstein svaraði honum meðal annars með greininni „Respekt fyrir steinum: Álfatrú og náttúrusýn“ í Rannsóknum í félagsvísindum 2 (1998).

Ítarefni:

Mynd: Feykir.is. (Sótt 6.7.2022).

...