Sólin Sólin Rís 07:30 • sest 19:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:12 • Sest 07:14 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:04 • Síðdegis: 18:21 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 12:14 í Reykjavík

Eru álfar til?

Valdimar Tr. Hafstein

Átrúnaður á aðra tegund fólks sem byggir jörðina með mönnum, en er ósýnilegt sjónum þeirra, hefur fylgt mannkyninu frá því að sögur hófust. Frásagnir af högum þess, híbýlum og samskiptum við mannfólkið hafa gengið mann fram af manni. Þeir sem gæddir eru sérstökum gáfum til þess arna koma annað slagið auga á þetta dula samferðafólk okkar.

Hugmyndir af þessum toga voru áður fyrr útbreiddar um allan heim, en verurnar gengu undir mörgum nöfnum og þeim var lýst á ólíkan hátt. Um gervalla Norður-Evrópu gengu sagnir sem drógu upp áþekka mynd af þeim, í mannsmynd eða því sem næst, með búskap og skepnur, bústað í landslaginu, og þær þóttu fjölkunnugri og andheitari en gengur og gerist meðal manna.

Álfurinn Legolas úr Hringadróttinssögu eftir J.R.R. Tolkien.

Fram undir síðustu aldamót var átrúnaðurinn við hestaheilsu hjá þjóðum á þessu menningarsvæði, en eftir því sem leið á 20. öldina lét hann undan fyrir annarri heimsmynd sem vísindi og listir, stjórnmál, tæknivæðing og trúarbrögð lögðust á eitt um að efla og styrkja -- nútíma náttúrusýn Vesturlandabúa. Að frátöldum nokkrum svæðum á Írlandi, virðist eini griðastaður álfa og huldufólks á fornu áhrifasvæði þess núorðið vera í íslensku landslagi og íslenskum hjörtum.

Í júlí 1998 sló DV upp frétt á forsíðu sem kom mörgum í opna skjöldu. Þar kom fram að samkvæmt skoðanakönnun á vegum DV svaraði meirihluti slembiúrtaks af íslensku þjóðinni játandi, þegar spurt var um trú á álfa. Samkvæmt könnunni skiptust karlar nokkurn veginn jafnt í játendur og neitendur, en mun fleiri konur sögðust aftur á móti trúa á álfa en ekki, eða 6 af hverjum 10. Svörin voru líka borin saman við pólítískar skoðanir. Í ljós kom að stuðningsmenn flestra flokka skiptust nokkurn veginn til helminga í játendur og neitendur. Á þessu var þó ein áberandi undantekning því að mikill meirihluti Framsóknarmanna sagðist trúa á álfa, eða 64,2%. En það er nú útúrdúr.

Skoðanakönnun DV var að því leyti óheppileg að hún gaf fólki aðeins kost á að svara spurningunni játandi eða neitandi. Sannleikurinn er mun flóknari en slíkir kostir gefa til kynna, enda sýna eldri kannanir á sama efni að yfirgnæfandi meirihluti landsmanna er óviss. Spurningin sem hér er borin fram, Eru til álfar? víkur beint að kjarna málsins í hugmyndahefðinni um álfa nú á dögum. Þær hugmyndir sem hæst ber um álfa snúast um óvissuna í heimsmynd nútímans. Fæstir telja sig hafa öll svör á reiðum höndum né myndu þeir halda því fram að lífsgátan hafi verið leyst í eitt skipti fyrir öll. Þeir fáu sem allt vita (að eigin mati) geta svarað spurningunni um tilvist álfa játandi eða neitandi, en við hin hljótum að fallast á að það kunni fleira að leynast milli himins og jarðar en heimspekina dreymir um. Álfar eru holdtekja þessarar óvissu. Við höfum með öðrum orðum fleiri spurningar en svör og þessi spurning er þar á meðal.


Sjá einnig svar Gísla Sigurðssonar við spurningunni Hvað er þjóðtrú og hvernig er þjóðtrú íslendinga ólík þjóðtrú annarra norðurlandaþjóða?

Mynd:

Höfundur

prófessor í þjóðfræði við HÍ

Útgáfudagur

5.11.2001

Spyrjandi

Hallvarður J. Guðmundsson,
Guðrún G. Georgsdóttir

Tilvísun

Valdimar Tr. Hafstein. „Eru álfar til?“ Vísindavefurinn, 5. nóvember 2001. Sótt 29. september 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=1937.

Valdimar Tr. Hafstein. (2001, 5. nóvember). Eru álfar til? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1937

Valdimar Tr. Hafstein. „Eru álfar til?“ Vísindavefurinn. 5. nóv. 2001. Vefsíða. 29. sep. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1937>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Eru álfar til?
Átrúnaður á aðra tegund fólks sem byggir jörðina með mönnum, en er ósýnilegt sjónum þeirra, hefur fylgt mannkyninu frá því að sögur hófust. Frásagnir af högum þess, híbýlum og samskiptum við mannfólkið hafa gengið mann fram af manni. Þeir sem gæddir eru sérstökum gáfum til þess arna koma annað slagið auga á þetta dula samferðafólk okkar.

Hugmyndir af þessum toga voru áður fyrr útbreiddar um allan heim, en verurnar gengu undir mörgum nöfnum og þeim var lýst á ólíkan hátt. Um gervalla Norður-Evrópu gengu sagnir sem drógu upp áþekka mynd af þeim, í mannsmynd eða því sem næst, með búskap og skepnur, bústað í landslaginu, og þær þóttu fjölkunnugri og andheitari en gengur og gerist meðal manna.

Álfurinn Legolas úr Hringadróttinssögu eftir J.R.R. Tolkien.

Fram undir síðustu aldamót var átrúnaðurinn við hestaheilsu hjá þjóðum á þessu menningarsvæði, en eftir því sem leið á 20. öldina lét hann undan fyrir annarri heimsmynd sem vísindi og listir, stjórnmál, tæknivæðing og trúarbrögð lögðust á eitt um að efla og styrkja -- nútíma náttúrusýn Vesturlandabúa. Að frátöldum nokkrum svæðum á Írlandi, virðist eini griðastaður álfa og huldufólks á fornu áhrifasvæði þess núorðið vera í íslensku landslagi og íslenskum hjörtum.

Í júlí 1998 sló DV upp frétt á forsíðu sem kom mörgum í opna skjöldu. Þar kom fram að samkvæmt skoðanakönnun á vegum DV svaraði meirihluti slembiúrtaks af íslensku þjóðinni játandi, þegar spurt var um trú á álfa. Samkvæmt könnunni skiptust karlar nokkurn veginn jafnt í játendur og neitendur, en mun fleiri konur sögðust aftur á móti trúa á álfa en ekki, eða 6 af hverjum 10. Svörin voru líka borin saman við pólítískar skoðanir. Í ljós kom að stuðningsmenn flestra flokka skiptust nokkurn veginn til helminga í játendur og neitendur. Á þessu var þó ein áberandi undantekning því að mikill meirihluti Framsóknarmanna sagðist trúa á álfa, eða 64,2%. En það er nú útúrdúr.

Skoðanakönnun DV var að því leyti óheppileg að hún gaf fólki aðeins kost á að svara spurningunni játandi eða neitandi. Sannleikurinn er mun flóknari en slíkir kostir gefa til kynna, enda sýna eldri kannanir á sama efni að yfirgnæfandi meirihluti landsmanna er óviss. Spurningin sem hér er borin fram, Eru til álfar? víkur beint að kjarna málsins í hugmyndahefðinni um álfa nú á dögum. Þær hugmyndir sem hæst ber um álfa snúast um óvissuna í heimsmynd nútímans. Fæstir telja sig hafa öll svör á reiðum höndum né myndu þeir halda því fram að lífsgátan hafi verið leyst í eitt skipti fyrir öll. Þeir fáu sem allt vita (að eigin mati) geta svarað spurningunni um tilvist álfa játandi eða neitandi, en við hin hljótum að fallast á að það kunni fleira að leynast milli himins og jarðar en heimspekina dreymir um. Álfar eru holdtekja þessarar óvissu. Við höfum með öðrum orðum fleiri spurningar en svör og þessi spurning er þar á meðal.


Sjá einnig svar Gísla Sigurðssonar við spurningunni Hvað er þjóðtrú og hvernig er þjóðtrú íslendinga ólík þjóðtrú annarra norðurlandaþjóða?

Mynd:

...