Sólin Sólin Rís 05:09 • sest 21:54 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:44 • Sest 04:42 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:28 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:27 • Síðdegis: 12:35 í Reykjavík

Hver er munurinn á álfum og huldufólki?

EDS

Í Íslenskri orðabók hefur álfur tvær merkingar, annars vegar huldumaður og hins vegar heimskingi eða flón. Huldufólk er hins vegar útskýrt sem „álfar, e.k. mannverur (oftast ósýnilegar) taldar búa í hólum og björgum“. Af þessu má ráða að lítill munur sé á álfum og huldufólki þar sem bæði hugtökin eru útskýrð með hinu.

Álfabyggð eftir Eggert Guðmundsson (1906-1983).

Í Íslensku vættatali sem Árni Björnsson þjóðháttafræðingur tók saman, segir þetta um álfa og huldufólk:

Orðin huldufólk og álfar merkja nú í flestra hugum eitt og hið sama. Álfar eru oft nefndir ásamt ásum í Eddukvæðum og stöku sinnum í dróttkvæðum og fornsögum. Engar lýsinga eru samt á atferli þeirra eða útliti nema á einum stað í Snorra Eddu þar sem þeim er skipt í ljósálfa og dökkálfa. Búa ljósálfar í Álfheimum og eru fegri en sól sýnum en dökkálfar búa í jörðu niðri og eru svartari en bik. Samt eru þeir sagðir enn ólíkari ljósálfum að innræti.

Orðið huldumaður sést ekki á bók fyrr en seint á 15. öld og huldufólk ekki fyrr en á 17. öld. Þetta orð vann hinsvegar mjög á síðustu þrjár aldur en álfur fékk aukamerkinguna afglapi. Ef nokkur blæmunur er á orðunum í þjóðsögum er hann helst sá að oft sést getið um kóngafólk meðal álfa en ekki hjá huldufólki. Ljúflingar er enn eitt nafn á þessum vættum.

Heimildir og mynd:

  • Íslensk orðabók, 2. útgáfa. Ritstjóri: Árni Böðvarsson. Reykjavík, Bókaútgáfa menningarsjóðs, 1988.
  • Árni Björnsson. Íslenskt vættatal. Reykjavík, Mál og menning, 1990.
  • Mynd: Myndlist.is. (Sótt 23. 9. 2016).

Höfundur

Útgáfudagur

29.11.2016

Spyrjandi

Eyrún Margrét Eiðsdóttir, Kaðlín Sara Ólafsdóttir, Lilja Rut Bech, Björn Hinrik Úlfarsson, Dóra Haraldsdóttir

Tilvísun

EDS. „Hver er munurinn á álfum og huldufólki?“ Vísindavefurinn, 29. nóvember 2016. Sótt 12. ágúst 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=71054.

EDS. (2016, 29. nóvember). Hver er munurinn á álfum og huldufólki? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=71054

EDS. „Hver er munurinn á álfum og huldufólki?“ Vísindavefurinn. 29. nóv. 2016. Vefsíða. 12. ágú. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=71054>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á álfum og huldufólki?
Í Íslenskri orðabók hefur álfur tvær merkingar, annars vegar huldumaður og hins vegar heimskingi eða flón. Huldufólk er hins vegar útskýrt sem „álfar, e.k. mannverur (oftast ósýnilegar) taldar búa í hólum og björgum“. Af þessu má ráða að lítill munur sé á álfum og huldufólki þar sem bæði hugtökin eru útskýrð með hinu.

Álfabyggð eftir Eggert Guðmundsson (1906-1983).

Í Íslensku vættatali sem Árni Björnsson þjóðháttafræðingur tók saman, segir þetta um álfa og huldufólk:

Orðin huldufólk og álfar merkja nú í flestra hugum eitt og hið sama. Álfar eru oft nefndir ásamt ásum í Eddukvæðum og stöku sinnum í dróttkvæðum og fornsögum. Engar lýsinga eru samt á atferli þeirra eða útliti nema á einum stað í Snorra Eddu þar sem þeim er skipt í ljósálfa og dökkálfa. Búa ljósálfar í Álfheimum og eru fegri en sól sýnum en dökkálfar búa í jörðu niðri og eru svartari en bik. Samt eru þeir sagðir enn ólíkari ljósálfum að innræti.

Orðið huldumaður sést ekki á bók fyrr en seint á 15. öld og huldufólk ekki fyrr en á 17. öld. Þetta orð vann hinsvegar mjög á síðustu þrjár aldur en álfur fékk aukamerkinguna afglapi. Ef nokkur blæmunur er á orðunum í þjóðsögum er hann helst sá að oft sést getið um kóngafólk meðal álfa en ekki hjá huldufólki. Ljúflingar er enn eitt nafn á þessum vættum.

Heimildir og mynd:

  • Íslensk orðabók, 2. útgáfa. Ritstjóri: Árni Böðvarsson. Reykjavík, Bókaútgáfa menningarsjóðs, 1988.
  • Árni Björnsson. Íslenskt vættatal. Reykjavík, Mál og menning, 1990.
  • Mynd: Myndlist.is. (Sótt 23. 9. 2016).

...