Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Hvað getur þú sagt mér um hellafiskinn Cryptotora thamicola?

Jón Már Halldórsson

Tegundin Cryptotora thamicola er afar smávaxinn hellafiskur sem vart verður lengri en 2,8 cm. Þetta er eina tegundin innan ættkvíslarinnar Cryptotora og hefur aðeins fundist í átta hellum í hellakerfi í Mae Hong Son-héraði í Taílandi. Þar lifa þessir fiskar í straumvatni djúpt inn í hellunum, meira en 500 metrum frá hellismunna.

Cryptotora thamicola er afar smávaxinn fiskur sem nær vart 2,8 cm að lengd.

Cryptotora thamicola hefur engin sjáanleg augu eins og algengt er með dýr sem lifa fjarri sólarljósi. Hann lifir á ýmsum tegundum örvera og lífrænum efnum og hefur þann sérstaka sið, samkvæmt rannsókn sem birt var árið 2016, að ganga á eyruggunum eftir botninum og éta það sem til fellur þar.

Fiskurinn er afar viðkvæmur fyrir breytingum á vatnsrennsli og gæðum vatns. Samkvæmt Alþjóðlegu náttúruverndarsamtökunum (IUCN) stendur vistkerfinu sem C. thamicola lifir í nokkur ógn af mengun frá landbúnaðarsvæðum í grenndinni og eyðingu skóglendis, en einnig af ferðaþjónustu þar sem þessir hellar eru vinsælir til köfunar. Af þeim sökum hefur IUCN skilgreint tegundina í hættu (e. vulnerable). Tegundin er friðuð en hættan á mengun vistkerfisins er viðvarandi.

Heimildir:
  • Flammang, B. E., Suvarnaraksha, A., Markiewicz, J. og Soares, D. (2016). Tetrapod-like pelvic girdle in a walking cavefish. Scientific Reports 6.
  • Froese, R. og Pauly, D. (ritstj.). (2012). Cryptotora Thamicola. FishBase. Sótt 16. júlí 2018 af https://www.fishbase.de/summary/26877.
  • Kottelat, M. (1996). Cryptotora thamicola. In: IUCN 2008. IUCN Red List of Threatened Species.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

22.8.2018

Spyrjandi

Bergrós Fríða Jónasdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað getur þú sagt mér um hellafiskinn Cryptotora thamicola?“ Vísindavefurinn, 22. ágúst 2018. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=72730.

Jón Már Halldórsson. (2018, 22. ágúst). Hvað getur þú sagt mér um hellafiskinn Cryptotora thamicola? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=72730

Jón Már Halldórsson. „Hvað getur þú sagt mér um hellafiskinn Cryptotora thamicola?“ Vísindavefurinn. 22. ágú. 2018. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=72730>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað getur þú sagt mér um hellafiskinn Cryptotora thamicola?
Tegundin Cryptotora thamicola er afar smávaxinn hellafiskur sem vart verður lengri en 2,8 cm. Þetta er eina tegundin innan ættkvíslarinnar Cryptotora og hefur aðeins fundist í átta hellum í hellakerfi í Mae Hong Son-héraði í Taílandi. Þar lifa þessir fiskar í straumvatni djúpt inn í hellunum, meira en 500 metrum frá hellismunna.

Cryptotora thamicola er afar smávaxinn fiskur sem nær vart 2,8 cm að lengd.

Cryptotora thamicola hefur engin sjáanleg augu eins og algengt er með dýr sem lifa fjarri sólarljósi. Hann lifir á ýmsum tegundum örvera og lífrænum efnum og hefur þann sérstaka sið, samkvæmt rannsókn sem birt var árið 2016, að ganga á eyruggunum eftir botninum og éta það sem til fellur þar.

Fiskurinn er afar viðkvæmur fyrir breytingum á vatnsrennsli og gæðum vatns. Samkvæmt Alþjóðlegu náttúruverndarsamtökunum (IUCN) stendur vistkerfinu sem C. thamicola lifir í nokkur ógn af mengun frá landbúnaðarsvæðum í grenndinni og eyðingu skóglendis, en einnig af ferðaþjónustu þar sem þessir hellar eru vinsælir til köfunar. Af þeim sökum hefur IUCN skilgreint tegundina í hættu (e. vulnerable). Tegundin er friðuð en hættan á mengun vistkerfisins er viðvarandi.

Heimildir:
  • Flammang, B. E., Suvarnaraksha, A., Markiewicz, J. og Soares, D. (2016). Tetrapod-like pelvic girdle in a walking cavefish. Scientific Reports 6.
  • Froese, R. og Pauly, D. (ritstj.). (2012). Cryptotora Thamicola. FishBase. Sótt 16. júlí 2018 af https://www.fishbase.de/summary/26877.
  • Kottelat, M. (1996). Cryptotora thamicola. In: IUCN 2008. IUCN Red List of Threatened Species.

Mynd:

...