Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconHugvísindi

Hvað bjuggu margir í Evrópu árið 1000?

Aðferðir til að gera sér grein fyrir fólksfjölda á liðinni tíð, áður en skráning hófst, byggjast einkum á mati á vistfræðilegum þáttum ásamt tæknistigi og atvinnuháttum samfélagsins. Samkvæmt þess konar aðferðum er talið að íbúar Evrópu árið 1000 hafi verið um 36 milljónir og um helmingur þeirra hafi búið við Miðj...

category-iconFélagsvísindi

Hvað getið þið sagt mér um hafmeyjar?

Sagnir um hafmeyjar eru gamlar og eiga meðal annars rætur í grískum goðsögum um sírenur. Sírenurnar voru raddfagrar söngmeyjar í fuglslíki að neðanverðu er seiddu til sín menn með yndisfögrum söng og drápu þá. Ýmsum sögum fer af uppruna þeirra en þeim ber þó flestum saman um að sírenurnar hafi hlotið fuglshaminn s...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað getið þið sagt mér um ævi Nikulásar Kópernikusar?

Nikulás Kópernikus fæddist 19. febrúar 1473 í borginni Torun sem nú er ekki fjarri miðju Póllands. Borgin var í Hansasambandinu á þessum tíma, mikilvæg viðskiptamiðstöð og vellauðug. Átján ára að aldri fór Kópernikus til náms við háskólann í Krakow, en hann er meðal elstu háskóla í Evrópu og naut mikillar virði...

category-iconHeimspeki

Hvaða rannsóknir hefur fræðimaðurinn Finnur Dellsén stundað?

Finnur Dellsén er dósent í heimspeki við Háskóla Íslands og gisti-dósent (førsteamanuensis II) við Inland Norway University of Applied Sciences í Noregi. Rannsóknir Finns hafa að miklu leyti snúist um hvernig við öðlumst skilning og þekkingu á heiminum, sérstaklega í vísindum og með hjálp þeirra. Þessar rannsóknir...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvaða rannsóknir hafa verið stundaðar á lífríki Surtseyjar?

Surtsey myndaðist í eldgosi sem hófst á sjávarbotni 1963 og stóð yfir með hléum til 1967. Vísindamönnum varð snemma ljóst að myndun eyjunnar gaf ekki aðeins einstakt tækifæri til að rannsaka virka jarðfræðilega ferla heldur einnig landnám lífríkis á nýju landi. Grannt hefur verið fylgst með landnámi tegunda all...

category-iconLögfræði

Mega samkynhneigðir á Íslandi ekki ættleiða börn?

Samkynhneigðir á Íslandi hafa ekki heimild að lögum til svokallaðrar frumættleiðingar barna. Samkynhneigður aðili í staðfestri samvist má hins vegar ættleiða stjúpbarn sitt, það er barn sem maki hans á fyrir. Þetta kemur fram í 2. gr. laga 130/1999 um ættleiðingar og 1. mgr. 6. gr. laga 87/1996 um staðfesta samvis...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er verið að bollaleggja þegar talað er um bollaleggingar?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvort er rétt: bollalenging eða bollalegging, og hvaðan kemur orðið? Nafnorðið er bollalegging, oftast notað í fleirtölu bollaleggingar ‘getgáta, heilaspuni; lausleg ráðagerð, vangaveltur’ og er myndað með viðskeyti af sögninni bollaleggja ‘íhuga, hugleiða, velta fyrir...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað eru genalækningar og er hægt að nota þær gegn hvítblæði?

Genalækningar byggja á aðferðum sameindaerfðafræði og frumulíffræði. Þeim má skipta í tvær gerðir, kímlínugenalækningar og líkamsfrumugenalækningar. Kímlínugenalækningar myndu fela í sér erfðabreytingu á kynfrumum eða snemmfóstrum/stofnfrumum, sem síðan gætu af sér einstakling. Afkvæmi þess einstaklings gætu eigna...

category-iconStjórnmálafræði

Hvert er hlutverk Alþingis?

Samkvæmt stjórnarskrá lýðveldisins Íslands hefur Alþingi eftirfarandi hlutverk: Alþingi fer með löggjafarvaldið, ásamt forseta Íslands (2. grein). Alþingi fer með fjárstjórnarvald (40. og 41. grein). Alþingi ræður skipun ríkisstjórnarinnar (1. grein). Alþingi veitir framkvæmdarvaldinu aðhald (39., 43. og 54. g...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru leðurblökur skyldar músum?

Stutta svarið er að vissulega eru leðurblökur og mýs skyldar, enda hvort tveggja spendýr. Þó þarf að leita mjög langt aftur í þróunarsögu spendýra til að finna sameiginlegan forföður leðurblaka og músa. Mýs tilheyra ættbálki nagdýra (Rodentia) sem talið er að fyrst hafi komið fram fyrir að minnsta kosti 55-60 m...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hverjar eru helstu orsakir gróður- og jarðvegseyðingar á Íslandi?

Gróður- og jarðvegseyðing er að mati margra fræðimanna alvarlegasti umhverfisvandi Íslendinga. Ekki er til vel rökstutt mat á því hvar mörk samfellds gróðurs lágu inn til landsins við landnám, né hve stór hluti landsins var skógi eða kjarri vaxinn. Hitt er óumdeilanlegt að hér urðu mjög snögg umskipti á gróðurfari...

category-iconHugvísindi

Hvað er saga?

Orðið saga er skylt sögninni segja og hefur upphaflega vísað til þess sem var sagt, óháð innihaldi þess. Leifar þeirrar merkingar höfum við í orðum eins og fiskisaga, sem er frekar frétt af fiskigöngu heldur en eiginleg saga. En strax í fornu máli norrænu var tekið að nota orðið sérstaklega í tveim merkingum sem s...

category-iconHugvísindi

Hvaða hlutverki gegnir saga og sagnfræði?

Hér á Vísindavefnum má finna svar við spurningunni Hvað er saga? Þar er gerð grein fyrir afstöðunni milli hugtakanna saga og sagnfræði. Í þessu svari nægir því að segja að sagnfræði er iðja sagnfræðinga, og meðal þess sem þeir iðja er að skrifa sögu. Sumir fræðimenn mundu svara spurningunni um hlutverk sagnfræð...

category-iconLandafræði

Eftir hverju eru Galapagoseyjar nefndar?

Galapagoseyjar eru nefndar eftir hinum sérstöku risaskjaldbökum sem lifa við eyjarnar. Galápago er spænskt orð sem þýðir einmitt skjaldbaka. Galapagoseyjar eru eyjaklasi í Austur-Kyrrahafi um 1000 kílómetra undan strönd Ekvador. Um 13 stórar eyjar eru í klasanum og margar minni. Um 15.000 manns búa á eyjunum o...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru þrávirk lífræn efni og hvernig berast þau í dýr?

Þrávirk lífræn efni er samheiti yfir hóp efnasambanda sem eru mjög stöðug bæði í náttúrunni og í lífverum ef þau berast í þær. Um er að ræða efni eins og DDT, PCB og mörg fleiri. Þessi þrávirku efni eru fituleysanleg og geta borist í lífverur með fæðu. Þar safnast þau smám saman fyrir í vefjum enda er helmingunar...

Fleiri niðurstöður