Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1657 svör fundust

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hver var Aristarkos frá Samos og hvert var framlag hans til vísindanna?

Aristarkos frá Samos var forngrískur stjörnufræðingur sem er frægastur fyrir að hafa sett fram sólmiðjukenningu. Hann fæddist á eynni Samos um 320 eða 310 f.Kr. en lærði í Aþenu hjá aristótelíska heimspekingnum Stratoni frá Lampsakos. Straton stýrði skólanum Lýkeion, sem Aristóteles stofnaði, á árunum 286-268 f.Kr...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað veldur stjörnuhrapi?

Í sólkerfinu er fullt af grjóti og málmhnullungum. Við köllum þetta samheitinu geimgrýti. Margt af því kemur úr smástirnabelti sem er á milli Mars og Júpíters og einnig úr halastjörnum sem hafa sundrast. Á hverjum degi skella milljónir svona steina á lofthjúpi jarðar. Núningur við lofthjúpinn verður til þess að ge...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða afleiðingar hafa pólskipti fyrir líf á jörðinni?

Áður en lengra er haldið er lesendum bent á að kynna sér svar sama höfundar við spurningunni Hvað eru pólskipti? Pólskipti hafa mjög óverulegar afleiðingar fyrir lífið á jörðinni; engar breytingar sjást til dæmis á steingervinga-samfélögum í sjávarseti við pólskipti. Tvennt hefur helst verið nefnt. Annars ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig varð sjórinn til?

Eins og fram kemur í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni "Hvaðan kom hafið?" er talið að sjórinn hafi að langmestu leyti orðið til úr gosgufum eldgosa í gegnum 4500 milljón ára sögu jarðar. Sumir vísindamenn telja jafnvel að hluti hafsins á jörðinni hafi líka komið með stórum halastjörnum, sem nóg va...

category-iconJarðvísindi

Hvað veldur færslu á segulpólum jarðar og breytilegum hraða og stefnu færslunnar miðað við jarðmöndulinn?

Þetta er einnig svar við spurningunni 'Af hverju vísar segulnálin á áttavitanum ekki beint á segulskautið óháð því hvar áttavitinn er staddur á jörðinni?' frá sama spyrjanda.Allflestir vísindamenn eru sammála um að orsök jarðsegulsviðsins séu rafstraumar í kjarna jarðar. Kenningar um tilurð þeirra voru fyrst þróað...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Getur geimveður haft áhrif á jörðina og GPS-mælingar?

Geimveður hefur ýmis áhrif á jörðina. Þegar hraðfleygur segulmagnaður sólvindur skellur á og hristir upp í segulsviði jarðar geysa öflugir segulstormar. Við það geta spanast upp straumar í iðrum jarðar sem geta slegið út raforkukerfi og þannig valdið rafmagnsleysi. Straumarnir hraða líka tæringu á olíuleiðslum og ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvort mæla vogir massa eða þyngd og hvernig kemur aðdráttarafl jarðar við sögu á baðvog?

Þessu hefur í rauninni verið svarað að mestu í einu af allra fyrstu svörunum sem birt voru á Vísindavefnum: Er massi hlutar ekki sama og þyngd hans? eftir Tryggva Þorgeirsson og Þorstein Vilhjálmsson. Við skulum þó reyna að gera enn betur hér og koma þá beint að efninu. Vogir mæla ýmist massa hluta eða þyngd. V...

category-iconVeðurfræði

Hvað merkir háþrýstingur í veðurfréttunum?

Þegar talað er um hæðir í veðurspám er átt við háþrýstisvæði. Háþrýstisvæði eru svæði með hærri loftþrýsting en er umhverfis þau. Á norðurhveli jarðar blæs vindurinn réttsælis um háþrýstisvæði, en rangsælis á suðurhveli. Næst jörðu beinist vindurinn svo nokkuð frá hæðinni svo að yfir henni myndast niðurstreymi sem...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Af hverju leitar norðurskautið á áttavita í norður þrátt fyrir að eins hleðslur hrindi hvor annarri frá sér?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Segull hefur tvö skaut, norður- og suðurskaut. Norðurskaut laðast að suðurskauti og öfugt, en af hverju leitar þá norðurskautið á áttavita í norður?Stutta svarið við þessu er að norðurskaut jarðar er vissulega norðurskaut í þeim skilningi landafræðinnar og rúmfræðinnar að það v...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig rata farfuglarnir á milli landa?

Vísindamenn telja að helstu kennileiti farfugla séu segulsvið jarðar og staðsetning himintunglanna. Það var Þjóðverjinn Wolfgang Wiltschko sem sýndi fyrstur manna fram á að fuglar nota segulsvið jarðar sem áttavita. Wiltschko gerði tilraun með þetta árið 1966 sem lesa má um í svari Jóns Más Halldórssonar Hvern...

category-iconVeðurfræði

Hvernig er veðurfar í Ástralíu?

Árstíðum í Ástralíu er öfugt farið miðað við hér á norðurhveli jarðar, það er þegar vetur er hér á landi er sumar í Ástralíu og öfugt. Oft er talað um að sumarið sé í desember, janúar og febrúar en veturinn í júní, júlí og ágúst. Ástralía er sjötta stærsta land jarðar að flatarmáli en eins og oft með stærri lönd g...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er mesti hraði sem manneskja hefur náð á hvernig farartæki sem er?

Mesti hraði sem mannað farartæki hefur náð er tæplega 40.000 kílómetrar á klukkustund (km/klst). Það gerðist á sjöunda og áttunda áratugnum þegar stjórnför Apolló-geimflauganna voru á leið til jarðar. Mestum hraða náði stjórnfar frá Apolló 10 eða um 39.740 km/klst. Sennilegt er að rússneskar geimflaugar hafa ein...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndast djúprennur?

Jarðskorpan skiptist í fleka sem rekur um jarðarkringluna. Þar sem flekana rekur sundur myndast úthafshryggir, þar sem þá rekur saman myndast sökkbelti sem einkennist af djúprennu eða djúpál hafsbotnsmegin en af fellingafjöllum eða eyjabogum landmegin. Djúpálar eru dýpsti hluti hafsbotnsins. Hinn stinni hafsbot...

category-iconJarðvísindi

Af hverju er jökull á Grænlandi?

Ísöld hófst fyrir um 2,7 milljón árum síðan, en þá hafði norðurhvel jarðar verið íslaust í meir en 500 milljón ár. Hvers vegna myndaðist þá þessi mikli jökull á Grænlandi? Var það eingöngu vegna þess að það tók að kólna, eða voru einhverjir aðrir þættir að verki? Það voru þrír þættir, sem virkuðu allir saman t...

category-iconVeðurfræði

Hvað er úrkoma í grennd?

Veðurathugunarmönnum er gert að flokka veður á athugunartíma í 100 mismunandi „gerðir“ veðurs, hver gerð á sér tölu á bilinu frá 00 til 99. Frá 1949 til 1981 var algjör skylda að nefna einhverja tölu, en frá og með 1982 var leyft að sleppa henni ef hún féll á flokkana 00 til 03 - en þær greina aðeins á milli mismu...

Fleiri niðurstöður