Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Hvernig getur vatn látið fljótandi hraun harðna?

Öll föst efni, sem við köllum líka storku, breytast í vökva og síðan í gas ef þau eru hituð nógu mikið. Gös breytast líka í vökva eða storku og vökvi í storku ef efnið er kælt nægilega. Hraunin sem við sjáum í kringum okkur á Íslandi hafa þannig öll storknað við kælingu, yfirleitt í snertingu við loft eða vatn. ...

category-iconHugvísindi

Er rétt að nota orðið umhverfisvænn?

Í lengri gerð spurningarinnar velti spyrjandinn því meðal annars fyrir sér hvort orðið umhverfisvænn merkti að umhverfið batnaði ef notaður væri umhverfisvænn klósettpappír, umhverfisvænir bílar og svo framvegis. Stundum væri jafnvel talað um umhverfisvænar borgir og umhverfisvæn álver en hvernig gæti til dæmis bo...

category-iconFélagsvísindi

Hvað eru minnihlutastjórn og samsteypustjórn?

Talað er um samsteypustjórn þegar tveir eða fleiri flokkar mynda saman ríkisstjórn. Slíka stjórn þarf allajafna að mynda þegar úrslit kosninga eru á þann veg að enginn einn flokkur hefur náð meirihluta og samvinna milli þeirra flokka sem sitja á þingi þarf að koma til. Í fjölflokkakerfi er raunar afar sjaldgæf...

category-iconEfnafræði

Hvernig verður plast til?

Í sem stystu máli má svara spurningunni sem svo að plast verði til af manna völdum því plast fyrirfinnst hvergi í náttúrunni. Þegar jarðolía er hreinsuð og unnin myndast ýmsar smáar og hvarfgjarnar gassameindir, en hvarfgjarnar kallast þær sameindir sem hvarfast tiltölulega auðveldlega við aðrar og mynda nýjar ...

category-iconLæknisfræði

Hvað er hálsrígur og hvað orsakar hann?

Hálsrígur lýsir sér helst sem verkur og stífni í hálsi, sem oft fylgja erfiðleikar við að snúa eða hreyfa höfuðið. Ekki er til nein ákveðin læknisfræðileg skilgreining á hálsríg þar sem hugtakið getur haft ólíka merkingu fyrir einstaklingum. Fólk fær helst hálsríg eftir að hafa haft hálsinn í óþægilegri stöðu í le...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Voru lögréttumenn á miðöldum þingmenn þess tíma eða hver var embættisskylda þeirra?

Stöður lögréttumanna urðu til eftir að Ísland komst undir konungsvald, fyrst með lögbókinni Járnsíðu 1271, síðan með Jónsbók sem tók gildi 1281. Þessar stöður voru til uns Alþingi var lagt niður um aldamótin 1800. Lögréttumenn voru bændur, karlmenn sem ráku bú, tilnefndir af sýslumönnum og lögmönnum. Það gerðist þ...

category-iconLæknisfræði

Hvað er lotugræðgi og hvað orsakar hana?

Lotugræðgi er átröskun sem einkennist af óhóflegu áti fólks í endurteknum lotum. Að lokinni hverri lotu er reynt að "hreinsa" burt hitaeiningarnar sem neytt var, til dæmis með því að framkalla uppköst eða nota hægðarlosandi lyf. Í lotuáti borða sjúklingar óeðlilega mikið magn af hitaeiningaauðugum mat á skömmum tí...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru ljón hættuleg mönnum?

Í heild sinni hljóðar spurningin svona:Eru ljón jafn hættuleg og haldið er fram í sögum? Eru þau svo grimm að þau ráðist á menn? Til eru margar sögur af mannætuljónum sem oftar en ekki eiga rætur að rekja til Viktoríutímabilsins þegar evrópskir landkönnuðir færðu þeim sem heima sátu frásagnir af fjarlægum slóðum....

category-iconNæringarfræði

Getum við lifað á hundasúrum, grasi og öðru slíku eins og hestarnir og kýrnar?

Við fáum orku úr jurtum fyrst og fremst í formi sterkju sem er forðasykra plöntunnar, samsett úr glúkósasameindum. Aðalbyggingarefni og uppistaða í frumuveggjum plantna er svokallað beðmi eða sellulósi. Það er einnig úr glúkósasameindum en þær tengjast öðruvísi en glúkósasameindir sterkjunnar og meltingarensím man...

category-iconLögfræði

Get ég sjálf látið gera mig gjaldþrota, við hvern á ég að tala og hvað kostar það?

Um gjaldþrot gilda lög um gjaldþrotaskipti og fleiri nr. 21/1991 og er þar að finna helstu reglur um greiðslustöðvun, nauðarsamninga og gjaldþrotaskipti. Lögin skiptast í fimm þætti og fjallar hver þáttur um ákveðið, afmarkað efni. Í fyrsta þætti laganna er að finna reglur sem fjalla almennt um lögsögu þeirra....

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan koma nafnorðin þórðargleði og þórðarverk?

Þórbergur Þórðarson skráði ævisögu Árna Þórarinssonar prófasts og kom hún út í sex bindum. Í þriðja bindi, sem kom út 1947, segir Árni frá karli einum sem Þórður hét:Þórður hét maður og bjó á bæ nokkrum í prestakalla mínu. Einn dag á slætti kom hann út á engjar til fólks síns og fékk þá engu orði upp komið fyrir h...

category-iconLífvísindi: almennt

Er hægt að beita genalækningum við sjúkdóminn DMD?

Þetta svar er eins konar framhald á svari okkar við spurningunni Er hugsanlegt að nota HIV-veiruna sem genaferju til að breyta erfðaefni sjúklinga með arfgenga sjúkdóma? Eins og þar segir er ein takmörkunin á því að nota lentiveirur sem genaferjur sú að þær geta líkt og retrógenaferjur almennt eingöngu flutt lítil...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Geta hástökkvarar stokkið hærra ef þeir eru hátt yfir sjávarmáli?

Svarið er já, það geta þeir, ef þeir geta náð sama upphafshraða í stökkinu. Þeir þurfa þó að vera í meiri hæð yfir jörð en hæstu fjöll til að aukin stökkhæð mælist greinilega. Ástæðan fyrir meiri stökkhæð er minna þyngdarsvið sem kallað er, með öðrum orðum minni þyngdarkraftur á hvert kg í massa. Geimfarar geta lí...

category-iconLögfræði

Hvernig stofnar maður þjóðríki, til dæmis ef maður á jörð á Suðurlandi eða eyju á Breiðafirði?

Stofnast getur til ríkja með tvenns konar hætti. Í fyrsta lagi getur verið að landsvæði sé þegar háð yfirráðum eins eða fleiri ríkja. Ef svo háttar til getur nýtt ríki aðeins stofnast á svæðinu með einhvers konar samningum við það ríki eða þá í kjölfar uppreisnar, stríðs eða annarra átaka, sem leiða til þess að íb...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er mikil mjólkursýrumyndun slæm fyrir vöðva í uppbyggingu?

Fátt bendir til þess að mjólkursýra hafi með beinum hætti neikvæð áhrif á uppbyggingu vöðva þó ekki sé hægt að útiloka það alveg. Þegar mjólkursýrumyndun er hins vegar orðin mjög mikil í vöðvum, breytast oftast ýmsir aðrir þættir á sama tíma í líkamanum eins og til dæmis blóðstyrkur ýmissa hormóna. Þessar breyti...

Fleiri niðurstöður