Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconMannfræði

Hvers vegna er fólk jarðað eða brennt?

Ekki er vitað hvernig frummenn fóru með lík framliðinna. Líklegt er, að þau hafi nánast verið skilin eftir þar sem einstaklingurinn dó eða borin burt frá híbýlum ef dauðann bar þar að höndum. Elstu merki, sem til þessa hafa fundist um að búið hafi verið um lík, eru frá því fyrir meira en hundrað þúsund árum. Líkam...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Eru karlar með meira adrenalín en konur?

Adrenalín, öðru nafni epínefrín, var fyrst einangrað af tveimur óháðum hópum vísindamanna 1900 og 1901. Efnafræðilega tilheyrir adrenalín svokölluðum katekólamínum. Adrenalín er hormón myndað í nýrnahettumerg og hefur áhrif á geymslu, flutning og efnaskipti fjölsykrunnar glýkógens og fitusýra. Því er seytt þe...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hver er eðlilegur líkamshiti manns?

Eðlilegur líkamshiti, og þar af leiðandi sótthiti, er nokkuð einstaklingsbundinn hjá börnum og fullorðnum. Fyrir rúmum 120 árum gerði þýskur vísindamaður að nafni Carl Reinhold August Wunderlich (1815-1877) rannsókn á líkamshita manna og komst að þeirri niðurstöðu að eðlilegur líkamshiti væri 37 °C. Þetta er þó ek...

category-iconLæknisfræði

Hvað eru hörgulsjúkdómar?

Til hörgulsjúkdóma teljast allir sjúkdómar sem orsakast af skorti á næringarefnum, en hörgull þýðir einmitt skortur. Þar má fyrst nefna sjúkdóma sem stafa af almennum skorti á mat eða hitaeiningum. Einnig teljast allir þeir sjúkdómar sem stafa af skorti á tilteknu næringarefni vera hörgulsjúkdómar. Sem dæmi um ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er eitthvert dýr sem lifir á silfurskottum?

Silfurskottur eru meðal kunnustu meindýra í húsum landsmanna. Hér á landi er útbreiðsla þeirra einungis bundin við heimahús og er svo víða um heim. Nánar má lesa um silfurskottur í svari sama höfundar við spurningunni Af hverju koma silfurskottur í hús? Hér er hins vegar spurt um tegundir sem leggja sér silfurskot...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndast súr kvika?

Súr kvika getur myndast á tvennan máta: Í fyrsta lagi getur hún orðið til við hlutkristöllun á basískri kviku (hlutkristöllun er útskýrð í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hvernig er talið að ólíkar kvikugerðir sem koma upp í íslenskum eldstöðvum verði til?). Basísk kvika er frumkvikan sem verður...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Við hvað starfa stærðfræðingar?

Þegar flestir landsmenn hugsa um stærðfræði dettur þeim ef til vill fátt annað í hug en samlagning og frádráttur, og kannski koma upp óljósar minningar um línur og fleygboga, því í skóla velja margir nemendur sig meðvitað frá allri stærðfræði um leið og þeir geta. Spurningin um hvað stærðfræðingar geri eiginlega e...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Maður kastar bolta í stöng. Ef 10% líkur eru á að maðurinn hitti í einu kasti, hverjar eru þá líkurnar á því að hann hitti að minnsta kosti einu sinni í 10 köstum?

Hér er einnig svarað spurningunum: Hverjar eru líkurnar á því að ég fái sexu ef ég kasta sex teningum? og Kastað er þrem teningum og maður fær að velja eina tölu. Hverjar eru líkurnar á að talan manns komi upp? Allar þessar spurningar eiga það sameiginlegt að við endurtökum einhverja tilraun í ákveðinn fjölda ...

category-iconStærðfræði

Hvernig sannið þið að hlutfall ummáls hrings og þvermáls sé fasti óháður geisla hringsins?

Í flatarmyndafræði er sagt að tvær flatarmyndir séu einslaga ef sama hlutfallið er milli sérhverrar lengdar í annarri myndinni og tilsvarandi lengdar í hinni. Til dæmis eru fimmhyrningarnir tveir á myndinni að neðan einslaga, því ef reiknuð eru hlutföllin milli tilsvarandi lengda í þeim fæst: \[\frac42 = 2, \qu...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hver er elsti gull-, silfur- og bronsverðlaunahafi á Ólympíuleikunum?

Það fer mjög eftir eðli íþrótta hvenær íþróttamenn „toppa“ ef svo má að orði komast, það er hvenær þeir eru upp á sitt besta í sinni íþrótt. Í flestum þeim íþróttum sem krefjast hraða, styrks, snerpu og úthalds er sjaldgæft að sjá íþróttamenn á fimmtugsaldri meðal afreksmanna þó svo að undantekningar séu ætíð til ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað er Hawking-geislun og hvað gerir hún?

Upp úr 1970 lagði stjarneðlisfræðingurinn Stephen Hawking á grundvelli skammtafræðinnar fram kenningar um að svarthol sendi frá sér geislun. Í reynd geislar svartholið sjálft ekki frá sér efni, enda gengi það þvert á skilgreininguna á svartholi, heldur kemur geislunin frá svæðinu rétt utan við hinn svokallaða sjón...

category-iconVeðurfræði

Hvenær er sumardagurinn fyrsti og er hann vel valinn sem upphaf sumarsins?

Sumardagurinn fyrsti er í almanakinu talinn annar fimmtudagur eftir Leonisdag sem er 11. apríl hvert ár, eða með öðrum orðum fyrsti fimmtudagur eftir þann 18. Hann er því aldrei fyrr en 19. apríl og ekki síðar en þann 25. Á þessum tíma er hlýnun á vori komin vel í gang, meðalhiti 25. apríl er 0,3 stigum hærri en 1...

category-iconLandafræði

Hvaða land eða lönd eiga Suðurskautslandið?

Suðurskautslandið er í raun heimsálfa án eiganda því það tilheyrir engu ríki. Það þýðir þó ekki að enginn vilji eiga það. Sjö þjóðir hafa gert tilkall til yfirráða yfir ákveðnum landsvæðum Suðurskautslandsins, það eru Argentína, Ástralía, Bretland, Síle, Frakkland, Nýja-Sjáland og Noregur. Sjö ríki hafa gert t...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Mun ljósgeisli í kúlulaga speglaherbergi endurkastast endalaust og aldrei slokkna?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvað mundi gerast ef ljósi yrði lýst inn í herbergi sem væri gert úr speglum að innanverðu og í laginu eins og kúla, mundi ljósið endurvarpast endalaust og aldrei slokkna? Þessi spurning er nátengd spurningunni Er hægt að fanga ljóseind milli tveggja spegla? Í stutt...

category-iconMálvísindi: íslensk

Á að skrifa Jörð eða jörð?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Á að skrifa Jörð eða jörð? Aukaupplýsingar: Hér stendur að Mennta- og menningarmálaráðuneytið hafi fengið svar frá Íslenskri málnefnd um að rita ætti stóran staf þegar um sérnafnið væri að ræða. Hinsvegar er orðið Jörð með stórum staf hvorki til á Snöru né hjá Beygingarl...

Fleiri niðurstöður