Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 8202 svör fundust
Af hverju stafar flogaveiki? Er til varanleg lækning? Er hún ættgeng?
Starfsemi heilans er gríðarlega víðtæk og oft má tengja afmarkaða hluta heilans við vissa líkamsstarfsemi, svo sem meðvitund, umhverfisskynjun og vöðvahreyfingar. Á frumustigi eru þessir hlutar myndaðir af nánast óendanlegum fjölda taugabrauta sem tengja saman þessi ólíku starfssvæði og eru eins konar hraðbrautir ...
Hvað er nanótækni?
Forskeytið nanó- vísar til hluta sem eru nokkrir nanómetrar að stærð. Einn nanómetri er einn milljarðasti úr metra. Þvermál vetnisatóms er einn tíundi úr nanómetra og fjarlægð milli atóma í kristalli er á bilinu 0,2-0,6 nanómetrar. Því er talað um að hlutir gerðir úr nokkrum atómum, til dæmis 10-10.000, séu á nanó...
Fann Pýþagóras upp Pýþagórasarregluna eða er hún bara kennd við hann?
Pýþagóras fæddist á eyjunni Samos og ól þar aldur sinn til fertugs eða svo, er hann fór þaðan vegna harðstjórnar og settist að í nýlenduborginni Króton syðst á Ítalíu, en hún var þá frægust borga þar um slóðir. Samtíðarmenn Pýþagórasar litu margir á hann sem vitring og hann kom sér fljótlega upp hópi lærisvein...
Hvenær hófu menn að brugga bjór? Var bjór bruggaður á Íslandi fyrr á öldum?
Bjór eða kornöl er ævagamall í sögunni. Til dæmis hafa leifar af slíkum drykk greinst í vel forvörðum mögum faraóanna. Síðar hvarf bjórinn af borðum helstu menningarþjóða fornaldar og drykkur Grikkja og Rómverja var, eins og kunnugt er, vín. Hins vegar var ölið aðaldrykkur hinna barbarísku germana og kelta en þeir...
Hafði eyjan sem Sírenurnar í grísku goðafræðinni bjuggu á eitthvert nafn?
Ekki virðist vera til eitthvað nafn á eyjunni sem Sírenurnar voru sagðar búa á. Þó er minnst á það í frásögnum grísku goðafræðinnar að þær hafi byggt sér hof við Sorrento sem stendur á nesi við Napólí á Ítalíu. Sírenunum er lýst í grísku goðafræðinni sem verum sem eru til helminga konur og til helminga fuglar. ...
Hvers vegna hafa Bandaríkin stutt Ísrael eins og raun ber vitni, meðan mörg önnur ríki fordæma brot Ísraels á alþjóðasamþykktum?
Stuðning Bandaríkjanna við Ísrael má skýra að miklu leyti með hinum miklu áhrifum, sem fólk af Gyðingaættum hefur í Bandaríkjunum, ekki síst í fjölmiðlum og stjórnmálum. Bandarískum Gyðingum hefur vegnað þar mjög vel. Það virðist vera svo erfitt að öðlast stjórnmálaframa í Bandaríkjunum í óþökk Gyðinga, að enginn ...
Hvað eru virkjanir á Íslandi margar og hvað heita þær?
Mikið er framleitt af rafmagni á Íslandi og samkvæmt nýjum tölum frá Orkuspárnefnd eiga Íslendingar nú heimsmet í raforkunotkun á hvern íbúa. Samkvæmt upplýsingum frá Orkustofnun er fjöldi almenningsrafstöðva á Íslandi 91. Af þeim eru 28 vatnsaflsstöðvar, 6 eru jarðhitastöðvar og 57 eru eldsneytisstöðvar sem ...
Hvað getið þið sagt mér um stjörnuna Vegu?
Á norðurhveli jarðar er Vega næst bjartasta stjarna næturhiminsins, á eftir Síríusi, rétt aðeins bjartari en Kapella í Ökumanninum og fimmta bjartasta stjarna himins. Stjarnan er af birtustigi 0,03. Vega er pólhverf, það er sest aldrei frá Íslandi séð en er samt oft bara rétt ofan við sjóndeildarhringinn. Stjarnan...
Hvað er Falun Gong?
Falun Gong er andleg kínversk hreyfing sem var stofnuð af Li Hongzhi árið 1992. Kenningar Falun Gong eiga rætur sínar að rekja til búddisma, taóisma, siðakenningar Konfúsíusar og vesturlensku nýaldarhreyfingarinnar. Fylgjendur Falun Gong gera sérstakar líkamsæfingar og hafa að markmiði trúarlega og/eða andlega end...
Hvað er gullfótur og hverjir eru kostir hans og gallar?
Sagt er að gjaldmiðill sé á gullfæti ef að baki hans er gullforði þannig að sérhver peningaseðill eða mynt er í reynd ávísun á tiltekið magn af gulli. Hugsum okkur til dæmis að ríki nokkuð eigi eitt tonn af gulli og að gjaldmiðill þess, sem við getum kallað skildinga, sé á gullfæti. Gefum okkur enn fremur að hver ...
Hver eru áhrif jarðskjálfta á borholur og vatn í þeim?
Áhrif jarðskjálfta á borholur og vatn í þeim má flokka í þrennt. Í fyrsta lagi geta þeir haft áhrif á borholurnar sjálfar, í öðru lagi á gæði vatnsins og í þriðja lagi hafa spennubreytingar í jarðskorpunni áhrif á þrýsting í grunnvatns- og jarðhitakerfum sem endurspeglast í breytingum á vatnsborði í borholum. Á...
Hvernig lýsir frost- og efnaveðrun sér á Íslandi?
Molnun og tæring bergs á staðnum nefnist veðrun. Molnunin verður með ýmsum hætti, svo sem með frostveðrun, með svörfun jökla, með grjótburði straumvatna og af völdum úthafsöldunnar sem brotnar á ströndinni. Lesa má nánar um veðrun í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hvað er vatnsrof? Frostveðru...
Hvaða áhrif hafði Aristóteles á miðöldum og fyrir hvað var hann þekktur?
Aristóteles var þekktastur og áhrifamestur heimspekinga á miðöldum og með nokkrum rétti mætti kalla 12. og 13. öld aldir Aristótelesar. Þegar Tómas frá Akvínó vísar til Aristótelesar í ritum sínum lætur hann sér nægja að kalla hann “heimspekinginn” – allir vita við hvern er átt. Rit Aristótelesar voru uppgötvuð sm...
Hvernig er kaldur/heitur samruni og er hægt að framkalla hann?
Með samruna er hér átt við kjarnasamruna. Hann felst í því að léttir atómkjarnar renna saman og mynda aðra þyngri, og orka losnar um leið. Kjarnasamruni er einhver helsta orkulind alheimsins í heild því að sólstjörnur fá orku sína frá honum. Hægt er að framkalla heitan samruna hér á jörðinni, til dæmis í vetnisspr...
Er íslenska elsta tungumál í Evrópu? Hve gömul er hún?
Í hnotskurn hljóða svörin við spurningunum tveimur þannig: Nei, íslenska er ekki elsta tungumál í Evrópu. Íslensk málþróun er jafngömul byggð norrænna manna á Íslandi en íslenska og norska urðu ekki aðgreind tungumál fyrr en á 14. öld. Þó nokkur tungumál í Evrópu eru eldri en þetta, og eru þau nánar tilgreind í s...