Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4664 svör fundust
Getið þið sagt mér allt um hrúðurkarla?
Hrúðurkarlar eru öllum fjöruförum að góðu kunnir enda með mest áberandi dýrum í fjörum hérlendis. Það sem öllum er kannski ekki ljóst er að hrúðurkarlar eru krabbadýr (Crustacea) líkt og til dæmis krabbar, humrar, rækjur og margfætlur. Hrúðurkarlar eru flokkaðir innan hóps skelskúfa (Cirripedia) og eru sennile...
Hvað er melatónín og hver eru áhrif þess á dægursveiflur?
Frá örófi alda hefur verið þekkt að sveiflur setja mark sitt á lífverur, bæði í dýra- og jurtaríki. Lengd sveiflanna er breytileg. Algengastar eru dægursveiflur, til dæmis svefn og vaka, eins eru dægursveiflur í hormónalosun, ensímvirkni og fleira. Aðrar eru lengri, til dæmis árstíðabundnar breytingar á æxlunarfær...
Hvað eru til margar tegundir sela í heiminum?
Til eru tvær ættir sela, eiginlegir selir (Phocidae) og eyrnaselir (Otariidae). Eyrnaselir greinast í tvær undirættir, loðseli (Arctocephalinae) og sæljón (Otariinae). Af eiginlegum selum eru þekktar 19 tegundir, þar af er ein úttdauð, en 16 tegundir tilheyra eyrnaselum, þar af ein útdauð. Alls eru tegundir núlifa...
Hvenær fluttu Íslendingar úr torfbæjunum?
Öldum saman voru öll íbúðarhús Íslendinga með veggi hlaðna úr torfi og grjóti og timburþök þakin torfi. Undantekningar voru örfáar; einna elst þeirra líklega timburstofa á Hólum í Hjaltadal sem norskur biskup, Auðunn rauði Þorbergsson, lét reisa þar á fyrri hluta 14. aldar og stóð öldum saman. Strax á miðöldum vor...
Hver var Pierre Bourdieu og hvert var framlag hans til félagsvísinda?
Pierre Bourdieu (1930-2002) er einn áhrifamesti félagsvísindamaður síðustu áratuga. Hann var af alþýðufólki kominn en lauk heimspekinámi frá elítuháskóla í París og hóf síðan að vinna að félagsfræðilegum rannsóknum. Hann fékkst frá upphafi við viðamiklar empírískar rannsóknir, bæði eigindlegar og megindlegar, en þ...
Er vaxandi ferðaþjónusta á Íslandi góð eða slæm fyrir landið?
Til að svara spurningunni er fyrst rétt að átta sig á hvað liggur að baki þegar rætt er um vöxt í ferðaþjónustu. Því sem oftast er haldið á lofti í umræðunni er fjöldi erlendra gesta. Þær tölur sem heyrast reglulega í fjölmiðlum byggja á talningu meðal brottfararfarþega í Leifsstöð, en þegar fólk sýnir vegabréfið ...
Hvernig taka beinin þátt í kalkbúskap líkamans?
Þótt svo gæti virst er beinagrindin ekki einföld stoðgrind úr dauðu efni. Bein eru lifandi vefur sem kemur meðal annars fram í því hversu fljót þau eru að gróa eftir brot. Margir vefir tengjast beinum, svo sem beinvefur, brjóskvefur, þéttur bandvefur, blóð, þekjuvefur, fituvefur og taugavefur. Beinvefur er ald...
Hvað er það sem ákvarðar vindátt?
Það er margt sem ákvarðar vindátt og fer bæði eftir staðháttum og tíma dags og árs. Mishitun yfirborðs jarðar og/eða lofthjúpsins vekur flesta vinda, en ákvarðar ekki áttina ein og sér. Umfjöllun í veðurfræði greinir oft á milli stærðar veðurkerfa, það er hver kvarði þeirra er. Þá er talað um hnatt-, stóran, m...
Af hverju hafa lyf takmarkaðan endingartíma? Dofna þau?
Í lyfjum eru virk efni sem brotna niður með tíma. Rétt eins og matur hefur síðasta söludag gildir það sama um lyf. Tímasetning síðasta neysludags lyfja byggist á þekkingu sem fæst með stöðugleikaprófunum á lyfjum sem eru gerðar undir ströngu eftirliti. Óstöðugleiki virks efnis getur komið fram með tíma þegar efnið...
Hvað getið þið sagt mér um Arthur Schopenhauer og hver eru hans helstu verk?
Arthur Schopenhauer fæddist 22. febrúar árið 1788 í borginni Danzig sem nú heitir Gdańsk í Póllandi. Faðir hans var nokkuð stöndugur verslunarmaður sem leist ekkert á blikuna þegar borgin féll undir prússnesk yfirráð árið 1793. Flutti hann því með fjölskyldu sína til Hamborgar en þar var einna mest frjálsræði...
Af hverju var Jón Gerreksson biskup drepinn og hver var þar að verki?
Jöns Gerekesson Lodehat, eða Jón Gerreksson eins og Íslendingar hafa jafnan kallað hann, var danskur aðalsmaður, fæddur um 1378. Um þrítugt varð hann erkibiskup í Uppsölum í Svíþjóð, vafalaust að undirlagi Danakonungs, Eiríks af Pommern, sem ríkti þá jafnframt yfir Svíþjóð, því að vinátta var með þeim konungi og J...
Hvenær var Þales fyrst kallaður heimspekingur?
Spurningin í heild sinni var svona:Í svari vefjarins við spurningu um Þales frá Míletos segir: „Heimspeki er iðja sem menn hafa stundað, að því er vestræn menningarsaga hermir, í 2500 ár, með 1000 ára hléi yfir hörðustu miðaldir. Þessi iðja varð til í Grikklandi hinu forna. Fyrsti heimspekingurinn er talinn Þales ...
Hvaða áhrif höfðu Skaftáreldar á Ísland og íslenskt samfélag?
Eldgosið sem við köllum Skaftárelda hófst 8. júní 1783 í óbyggðum norður af Síðu í Vestur-Skaftafellssýslu. Þar gaus í langri röð gíga sem eru kallaðir Lakagígar og liggja í suðvestur frá vesturjaðri Vatnajökuls í gegnum fellið Laka. Nokkrum dögum síðar helltist hraunstraumurinn niður í byggðina eftir farvegi Skaf...
Hvað er kólesteról og hvað telst hæfilegt magn þess í blóði?
Kólesteról er fituefni sem er líkamanum nauðsynlegt. Við þurfum kólesteról í frumuhimnur og það gegnir til dæmis sérstaklega mikilvægu hlutverki fyrir taugafrumur. Líkaminn þarf kólesteról við framleiðslu ýmissa hormóna eins og til dæmis testósteróns og estrógens. Þrátt fyrir þetta hafa faraldsfræðilegar rannsókni...
Hvað er streita og hvaða hlutverki gegnir hún?
Flestum er ljóst að lífsstíll getur haft mótandi áhrif á heilsuna. Í þessu felast ýmis tækifæri til að auka vellíðan og draga úr líkum á sjúkdómum. Það er í okkar höndum hvað og hversu mikið við borðum, hvort við hreyfum okkur, hvort við reykjum, og hvort og hvernig við notum áfengi. Ýmsum öðrum lífsstílsþáttum er...