Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconLögfræði

Af hverju má ekki flytja tarantúlur til landsins?

Upprunalega spurningin var: Hver er ástæðan við banni á innflutningi á tarantúlum? Sú meginregla gildir á Íslandi að innflutningur hvers kyns dýra er bannaður samkvæmt 1. mgr. 2. gr. laga um innflutning dýra.[1] Tarantúlur falla undir þessa grein og því er innflutningur þeirra bannaður. Undantekning er gerð...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju finnast ekki villtir hérar á Íslandi?

Upprunalega spurningin var: Finnast hérar á Íslandi, líkt og kanínur og ef ekki, er þá einhver sérstök ástæða fyrir því? Hérar finnast ekki á Íslandi vegna þess að hér hefur þeim ekki verið sleppt á sama hátt og kanínum. Hérar hafa verið fluttir nokkrum sinnum til landsins, meðal annars í þeim tilgangi að s...

category-iconLífvísindi: almennt

Geta plöntur ekki bundið nitur eins og koltvísýring?

Stutta svarið Þetta er ágætis spurning og stutta svarið við henni er að plöntur geta ekki bundið nitur af sjálfsdáðum. Nitur (einnig nefnt köfnunarefni) er algengasta frumefnið í andrúmsloftinu en er þó takmarkandi þáttur í mörgum vistkerfum, einmitt vegna þess að plöntur geta ekki tekið það beint úr loftinu. L...

category-iconLífvísindi: almennt

Er eitthvað um lífrænan landbúnað á Íslandi?

Lífrænn landbúnaður hefur verið stundaður lengi hér á landi. Í dag eru um 40 aðilar með staðfesta vottun á því að þeir séu með lífrænan landbúnað og er fjölbreytileiki afurða frá þessum framleiðendum og vinnslustöðvum mjög mikill. Stærstur hluti íslenskra bænda framleiðir sínar afurðir í sátt við umhverfi sitt...

category-iconSálfræði

Hvernig er best að byggja upp gott sjálfsöryggi?

Öll þurfum við á sjálfstrausti og sjálfsöryggi að halda til að takast á við áskoranir daglegs lífs og breytingar í umhverfi okkar. Skortur á því getur hamlað jafnvel færustu einstaklingunum, haft áhrif á baráttuvilja þeirra og haldið aftur af þeim. Rannsóknir sýna að hugsun okkar er máttugt afl. Það hvernig vi...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvernig læra börn tungumálið?

Hér er einnig svarað spurningunni Hvernig fer máltaka fram?Fólk gerir sér yfirleitt ekki grein fyrir hversu ótrúlegt afrek máltaka barna er. Mannlegt mál er mjög flókið kerfi tákna og reglna en samt ná ósjálfbjarga börn valdi á móðurmáli sínu á undraskömmum tíma. Flest börn eru orðin altalandi um 4-6 ára aldur og ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig er hægt að skilgreina íslenska tungu?

Við sem eigum íslensku að móðurmáli erum ekki í vandræðum með að þekkja hana þegar við heyrum hana talaða eða sjáum hana á prenti, en málið vandast ef við eigum að skilgreina tunguna. Fram á síðustu öld hefði dugað að segja: „Íslenska er það tungumál sem er talað á Íslandi“, því að tæpast voru önnur tungumál töluð...

category-iconHeimspeki

Hvað eru falsfréttir?

Í stuttu máli má segja að falsfréttir séu fréttir sem með einhverjum hætti standast ekki þær kröfur sem almennt eru gerðar til frétta og annarra upplýsinga sem aðrir láta okkur í té. Falsfréttir eru ekki einhlítt fyrirbæri því við gerum ýmsar ólíkar kröfur til slíkra upplýsinga: Fréttir eiga að vera sannar, þær ei...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Úr því að að „svarti kassinn” í flugvélum eyðileggst ekki, af hverju er þá ekki öll flugvélin úr sama efni?

Ef reynt væri að gera stórar flugvélar úr þykku stáli eins og hylkin utan um flugritana er hætt við að þær gætu ekki flogið vegna þyngsla. Ef við hugsum okkur samt að þær kæmust á loft er óvíst að farþegum yrði vært inni í slíkum flugvélum, til dæmis vegna gluggaleysis. Sömuleiðis er óljóst að farþegarnir yrðu í r...

category-iconÞjóðfræði

Hvers vegna er hjátrú kringum föstudaginn þrettánda?

Hjátrú tengd föstudeginum þrettánda er meðal útbreiddustu atriða af því tagi í heiminum í dag. Á ensku kallast þessi ótti paraskevidekatriaphobia og er tengt óttanum við töluna þrettán eða triskaidekaphobia. Hugtakið var sett fram af sálfræðingnum Donald Dossey sem sérhæfir sig í að meðhöndla fólk með órökrænan ót...

category-iconLögfræði

Er þjóðkirkjuskipanin í andstöðu við lög og hugsjón um algert og algilt trúfrelsi?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvers vegna er enn þjóðkirkja á Íslandi, (að því er virðist) í andstöðu við bæði lög og hugsjón um algert og algilt trúfrelsi? (Svar við fyrri hluta spurningarinnar er að finna hér.) Kveðið er á um trúfrelsi í 63. og 64. gr. í Stjórnarskrá lýðveldisins og eru þær að me...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver fann upp símann?

Við gerum ráð fyrir að spyrjandi eigi við talsímann. Uppfinning hans er tileinkuð uppfinningamanninum Alexander Graham Bell (1847-1922). Við orðum þetta svona því að margir vísinda- og uppfinningamenn gerðu tilkall til þess að hafa fundið hann upp og höfðu keppst um að verða fyrstur í mark. Bell fékk reyndar einka...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Af hverju varð Reykjavík höfuðstaður Íslands?

Sjá má merki þess strax á miðöldum að svæðið við Faxaflóa sunnanverðan þótti vel til þess fallið að vera aðsetur umboðsstjórnar konungs á Íslandi. Líklega hefur það einkum stafað af því að þar voru góð fiskimið nærri landi og góðir lendingarstaðir skipa, í Hafnarfirði og víðar. Útlendir kaupmenn hafa því verið fús...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvenær var harðfiskur fyrst borðaður á Íslandi?

Vel verkaður harðfiskur er afar hollur og nærandi herramannsmatur og hentar sérstaklega vel sem útivistar- og útilegunesti enda hefur hann fylgt útiverandi og -vinnandi Íslendingum frá örófi alda. Það veit enginn hvenær Íslendingar fór að verka og borða harðfisks. Ég veðja að það hafi verið töluvert löngu áður ...

category-iconVísindi almennt

Hverjar verða mikilvægustu vísindagreinar framtíðinnar?

Vitrir menn hafa bent á að það er erfitt að spá, sérstaklega um framtíðina! Engu að síður er bæði sjálfsagt og áhugavert að fjalla hér um þessa spurningu þó ekki væri nema til að vekja lesendur til umhugsunar. Þá er affarasælast að byrja á því að reyna að átta sig á þróun vísinda að undanförnu. Á öldinni sem nú...

Fleiri niðurstöður