Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2642 svör fundust
Hver er besta leiðin til að fá „six pack“?
Margir lesendur Vísindavefsins hafa spurt um kviðvöðvann, sem oft er vísað til með ensku orðunum „six pack“ en kallast á íslensku kviðbeinn. Hér er öllum þessum spurningum svarað lið fyrir lið. Félagi minn er ekki með six pack, hann er með eight pack. Er það eðlilegt? Já, það er eðlilegt. Enska orðið „six pa...
Er það rétt að rúmmál hafsins vaxi vegna hnattrænnar hlýnunar?
Almennt þekkjum við úr efnisheiminum að rúmmál efna vex með hækkandi hitastigi. Til dæmis kvikasilfrið í hitamælum. Þetta er nefnt varmaþensla. Varmaþensla vatnsmassa eykur rúmmál hans og því lækkar eðlismassinn, massi á rúmmálseiningu. Eðlismassi sjávar breytist með hitastigi, seltu og þrýstingi (dýpi) og við...
Er rétt að stærsti hluti CO2 losunar á Íslandi sé frá framræstu landi?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Er rétt að stærsti hluti CO2 losunar á Íslandi sé frá framræstu landi? Hefur slík losun verið mæld hér? Losun koltvíildis (koltvísýrings) CO2 úr framræstum óræktuðum votlendum hefur verið mæld hér á landi. Mælingar hafa að mestu farið fram á Vesturlandi, en einnig hafa verið g...
Hvað getur þú sagt mér um hellafiskinn Cryptotora thamicola?
Tegundin Cryptotora thamicola er afar smávaxinn hellafiskur sem vart verður lengri en 2,8 cm. Þetta er eina tegundin innan ættkvíslarinnar Cryptotora og hefur aðeins fundist í átta hellum í hellakerfi í Mae Hong Son-héraði í Taílandi. Þar lifa þessir fiskar í straumvatni djúpt inn í hellunum, meira en 500 metrum f...
Er náttúrulegt hjarðónæmi ekki eina skynsamlega leiðin út úr faraldri COVID-19?
Það er til mjög einfalt og vel rökstutt svar við þessari spurningu: nei. Nýlega hefur talsvert borið á misvísandi umræðu um hjarðónæmi og eiginleikum þess, í þeim tilgangi að hvetja til slökunar á hörðum aðgerðum til sóttvarna víða um heim. Þann 4. október 2020 skrifaði hópur heilbrigðisstarfsmanna (meðal anna...
Hvað er best að gera til að koma í veg fyrir hæðarveiki?
Þegar komið er upp í meira en 2500 metra yfir sjávarmáli getur hæðarveiki (e. high altitude illness) gert vart við sig. Langalgengasta birtingarform hæðarveiki er háfjallaveiki (e. acute mountain sickness, AMS) en lífshættulegir sjúkdómar eins og hæðarheilabjúgur (e. acute mountain cerebral edema, HACE) og hæðarl...
Er eitthvað vitað um langtímaafleiðingar rafrettureykinga?
Fyrsti vísirinn að rafsígarettum (e. electronic cigarettes) í þeirri mynd sem við þekkjum í dag má rekja aftur til ársins 1965 þegar Ameríkaninn Herbert A. Gilbert fékk einkaleyfi fyrir „reyklausa sígarettu án tóbaks“, en græjan hitaði upp rakt bragðbætt loft. Hraðspólum nú til síðustu aldamóta í Kína. Lyfjafræðin...
Skapa peningar hamingju?
Svarið við þessari spurningu er í stuttu máli: Já, en að takmörkuðu leyti í þróuðum löndum eins og Íslandi. Fræðimenn hafa sýnt fram á að fjölskyldulíf, vinátta og hjónabönd hafa mun meiri áhrif á hamingju fólks á Vesturlöndum heldur en tekjur og eignir. Engu að síður er sú trú útbreidd að peningar og efnislega...
Hvernig eru hraun flokkuð?
Um flokkun hrauna eftir efnasamsetningu er fjallað sérstaklega í svari við spurningunni Hvernig eru hraun flokkuð eftir efnasamsetningu? Eins og þar kemur fram er heppilegra að flokka hraun eftir formtegundum með sterkri tilvísun í einkennandi ásýnd og byggingarlag. Slík flokkun er rökréttari, því að hún tekur mei...
Hver var Kurt Gödel og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?
Kurt Gödel hefur verið kallaður mesti rökfræðingur síðan á dögum Aristótelesar. Gödel-setningin svonefnda, sem hann sannaði á tuttugasta og fimmta aldursári, er ein frægasta niðurstaða stærðfræðinnar: Hún er þekkt langt út fyrir raðir stærðfræðinga, og það er sárasjaldgæft. Hún er kannski líka sú stærðfræðiniðurst...
Hvað eru rauðir eldmaurar?
Eldmaurar eru meðal alræmdustu skordýra heims enda stinga þeir bráð sína og geta drepið hana. Ef búi þeirra er raskað hópast eldmaurarnir að innrásaraðilanum og geta valdið honum miklum ama og sársauka, jafnvel þó þar sé um að ræða stór spendýr á borð við menn. Ásamt hermaurum eru eldmaurar þeir maurar sem fólk ót...
Er hægt að vera lesblindur á kínverskt myndletur?
Já, það er hægt, en stundum sést öðru haldið fram. Má líklega kenna því um að árið 1971 birtist í hinu virta vísindatímariti Science grein eftir Rozin, Poritsky og Sotsky undir heitinu „Bandarísk börn, sem eiga við lestrarerfiðleika að glíma, geta auðveldlega lært að lesa ensku sem er rituð með kínverskum táknum“....
Af hverju er auðveldara að halda jafnvægi á hjóli þegar maður er á ferð?
Allir sem hafa einhvern tímann hjólað vita að það er ómögulegt að halda jafnvægi á kyrrstæðu reiðhjóli eða hjóli sem fer mjög hægt. Reiðhjólið þarf að vera á sæmilegri ferð til að hjólreiðamaðurinn sjálfur geti haldið því uppréttu. Þetta tengist því sem er líka eftirtektarvert, að við höllum hjólinu viljandi í...
Draga teygjur úr hættu á meiðslum?
Almennt er talið að hæfilegur liðleiki geti dregið úr hættu á meiðslum og til þess að auka liðleika séu teygjur ákjósanlegar. Út frá vísindalegu sjónarmiði er hins vegar nokkuð erfitt að svara þessari spurningu á einfaldan hátt. Þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á þessu sviði gefa misvísandi niðurstöður. Ástæðu...
Af hverju er j í nafninu Freyja?
Samkvæmt íslenskum ritreglum á að rita -j- á eftir ý, æ og ey ef a eða u fara á eftir. Þannig beygist nafnið Freyja: Nf. Freyja Þf. Freyju Þgf. Freyju Ef. Freyju Þessi regla sést vel ef skoðað er beygingardæmið fyrir lýsingarorðið nýr í karlkyni: Nf. nýr - nýir Þf. nýjan - nýja Þgf. nýjum - nýjum ...