Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 98 svör fundust

category-iconÞjóðfræði

Hver er munurinn á trölli, jötni og risa?

Í heild sinni hljómaði spurningin svona: Hver er munurinn á trölli, jötni og risa? Í Þýskalandi og víða eru tröll dvergvaxin og ljót en hér eru stór (sbr. tröllvaxinn). Vanalega er gerður greinarmunur á hugtökunum jötunn, tröll og risi, þó að vissulega skarist merking þeirra og skil geti verið óljós. Þannig til...

category-iconHeimspeki

Hver eru helstu ritverk Platons?

Corpus Platonicum Að frátaldri Málsvörn Sókratesar, sem er varnarræða Sókratesar fyrir réttinum, eru öll verk Platons í formi samræðna. Alls eru honum eignaðar 42 samræður, þrettán bréf og eitt safn skilgreininga (nánast eins og heimspekileg orðabók). Þessi verk hafa öll varðveist og nefnist heildarsafnið einu ...

category-iconHugvísindi

Hver var aðdragandinn að stofnun Ísraelsríkis árið 1948? Hver átti landið fyrir?

Í margar aldir bjuggu gyðingar víðs vegar um Evrópu en ýmsar hræringar, svo sem andgyðingleg hreyfing í Þýskalandi og ofsóknir í Rússlandi, urðu til þess að undir lok 19. aldar fékk sú hugmynd hljómgrunn að stofna ætti sjálfstætt ríki gyðinga. Áhugavert er að meðal annars var stungið upp á Úganda í Afríku sem hugs...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað getið þið sagt mér um þjóðernishreinsanir Króata í Balkanskagastríðinu?

Upphaflegu spurningarnar voru eftirfarandi: Hversu rösklega gengu króatísk stjórnvöld fram í þjóðernishreinsunum á 10. áratug 20. aldar? Hafa króatísk stjórnvöld sýnt iðrun og yfirbót, t.d. með því að bjóða burtreknu fólki að flytja aftur heim til sín? Undanfari þjóðernishreinsana er þjóðernishyggja sem komin ...

category-iconHeimspeki

Hver er Judith Butler og hvert er hennar framlag til fræðanna?

Judith Butler er bandarískur heimspekingur sem hefur haft mikil áhrif á fræði og kenningar innan félags- og hugvísinda. Hún er jafnan talin ein af upphafsmönnum hinsegin fræða (e. queer theory). Rit hennar Kynusli (e. Gender Trouble) markaði straumhvörf í hugmyndasögu femíniskra kenninga vegna þeirrar gagnrýni á s...

category-iconFélagsvísindi almennt

Eru ekki miklar líkur á 3. heimstyrjöldinni ef flest stríð hafa verið vegna trúarbragða og meiri hluti heimsins er trúaður?

Spyrjandi gefur sér að flest stríð heimsins hafi verið vegna trúarbragða. Þetta er að líkindum ekki rétt. Trúarbrögð hafa alla tíð blandast með ýmsum hætti í stríðsátök en rætur stríðsátaka má oftast finna í ýmis konar hagsmunatogstreitu frekar en í ólíku viðhorfi til almættisins. Trúarbrögð eru hins vegar oft...

category-iconFélagsvísindi almennt

Af hverju er það vandamál að íbúum landsbyggðarinnar fari fækkandi?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Af hverju er vandamál að íbúafjölda landsbyggðarinnar sé að fækka? Hvaða afleiðingar hefði það í för með sér t.d. ef byggð legðist 100% af á Vestfjörðum? Hvað er hægt að gera til að sporna við þessari þróun? Þekkist þetta vandamál í öðrum löndum? Þann 1. janúar 2015 bjuggu 117....

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er Jane Goodall og hvert er hennar framlag til vísinda og fræða?

Fáir hafa unnið jafn ötullega að málefnum náttúru- og dýraverndar síðustu áratugina og vísindamaðurinn Jane Goodall. Áratugalangt starf hennar og samstarfsmanna við rannsóknir á simpönsum í Tansaníu veittu nýja innsýn í heim þessara dýra. Rannsóknirnar hafa meðal annars aukið skilning okkar á flóknu samskiptamynst...

category-iconHeimspeki

Hefur einhver breyting verið gerð á stjórnarskránni frá hruni?

Já, ein breyting hefur verið gerð en hún var tímabundin og er nú fallin úr gildi. Vorið 2013 – eftir að þáverandi stjórnarmeirihluti féll frá því að láta reyna á að koma stjórnarskrárfrumvarpi byggðu á frumvarpi Stjórnlagaráðs í gegnum þingið – náðist samkomulag um þá breytingu á stjórnarskránni að næsta kjörtímab...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver uppgötvaði ljósröfun?

Þýski eðlisfræðingurinn Heinrich Hertz uppgötvaði ljósröfun árið 1887. Næstu tvo áratugina voru gerðar miklar rannsóknir á fyrirbærinu en eiginleikar þess voru í mikilli mótsögn við klassíska rafsegulfræði. Skýring Einsteins á fyrirbærinu frá 1905 er eitt þeirra verka sem ruddu skammtafræðinni braut. Skýringin hla...

category-iconHeimspeki

Er afsökun möguleg?

Vissulega hljómar íslenska orðið afsökun undarlega þegar við rýnum í það. Ef einhver er sekur um eitthvað, getur hann þá hætt að vera sekur ef hann er af-sakaður? Er sök viðkomandi eitthvað minni en þess sem hefur brotið af sér á sama hátt en hefur ekki hlotið afsökun? Varla getur það verið að hægt sé að breyta st...

category-iconHeimspeki

Hvernig er stjórnarskránni breytt og er hægt að finna betri leið til þess?

Alþingi getur breytt stjórnarskrá Íslands, en það verður að gerast í tveimur lotum. Fyrst er frumvarp um stjórnarskrárbreytingu lagt fyrir Alþingi og fjallað um það á sama hátt og önnur lagafrumvörp. Breytingin tekur hins vegar ekki gildi þó að Alþingi samþykki það. Til þess að stjórnarskrárbreyting taki gildi þar...

category-iconFornfræði

Hver var Kallíkles og hvers vegna taldi Sókrates hann geðveikan?

Kallíkles er persóna í samræðunni Gorgías eftir Platon. Ekki er vitað með vissu hvort Kallíkles þessi var söguleg persóna eða ekki enda engar heimildir um hann aðrar en Gorgías. Flestir fræðimenn hallast þó að því að Kallíkles hafi verið til en sé ekki einber tilbúningur Platons. Sumir hafa þó reynt að færa rök fy...

category-iconFélagsvísindi

Hvernig maður var Sveinn Björnsson forseti og hvað afrekaði hann?

Upphaflega voru spurningarnar: Getið þið sagt mér frá ævi Sveins Björnssonar, fyrsta forseta íslenska lýðveldisins? Hvernig var hann sem persóna? Hvað afrekaði Sveinn Björnsson í valdatíð sinni sem forseti? Sveinn Björnsson var fyrsti forseti Íslands og mótaði embættið að mörgu leyti. Hann skiptir því miklu...

category-iconLífvísindi: almennt

Er eitthvað um lífrænan landbúnað á Íslandi?

Lífrænn landbúnaður hefur verið stundaður lengi hér á landi. Í dag eru um 40 aðilar með staðfesta vottun á því að þeir séu með lífrænan landbúnað og er fjölbreytileiki afurða frá þessum framleiðendum og vinnslustöðvum mjög mikill. Stærstur hluti íslenskra bænda framleiðir sínar afurðir í sátt við umhverfi sitt...

Fleiri niðurstöður