Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2305 svör fundust
Hvar er hægt að finna lesefni um Einstein og myndir af honum?
Mynd fengin af áhugaverðu vefsetri, Albert Einstein Online Handa þeim sem lesa ensku er auðvitað mýgrútur af vefsetrum með gögnum um Einstein. Auk þess eru til nokkrar nýlega ævisögur sem verða nefndar hér á eftir. Það nýjasta og besta sem er að finna á íslensku um Einstein og verk hans er í þýddri bók eft...
Hvaða áhrif hefur hungurverkfall á líkamann?
Við föstu eða svelti þarf líkaminn að treysta á eigin birgðir af orkugefandi næringarefnum. Fyrst um sinn nýtir hann birgðir sínar af kolvetnum og fitu, en kolvetnabirgðirnar sem eru fyrst og fremst á formi glúkósa (þrúgusykurs) í glýkógensameindum klárast á aðeins nokkrum klukkustundum. Þar sem heilinn, ásamt ...
Hvaðan kemur orðatiltækið að vera komin á steypirinn?
Nafnorðið steypir „sá sem steypir, veltir um koll; barnsburður; heljarþröm“ er leitt af sögninni steypa „fella; hafa endaskipti á; varpa (sér), svipta völdum“. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Haskólans er frá síðari hluta 16. aldar: Verøllden [ [...]] anar framm [ [...]] og giæter ecke ad fyrr enn hun er k...
Hvað er annars vegar lán með jöfnum afborgunum og hins vegar jafngreiðslulán?
Þegar greitt er af svokölluðu jafngreiðsluláni þá greiðir lántakandi alltaf sömu upphæð til lánveitanda hverju sinni. Samsetning greiðslunnar á milli vaxta og afborgana breytist hins vegar. Í fyrstu vega vaxtagreiðslur þungt og afborganir lítið en smám saman eftir því sem líður á lánstímann og höfuðstóll lánsins m...
Hvaða breytingar hafa átt sér stað á kynhegðun ungmenna síðustu 50 ár og hverjar eru afleiðingarnar?
Þessi spurning er mjög yfirgripsmikil og hægt að koma inn á mjög marga þætti en vegna ákveðinna takmarkana í samanburðarhæfni milli þeirra rannsókna sem gerðar hafa verið hér á landi verður lögð áhersla á einn mikilvægan þátt sem er aldur við fyrstu kynmök. Elsta rannsókn sem mér er kunnugt um hvað varðar kynhegðu...
Hvernig reikna ég hvað fer mikið vatn í baðkar og hvað er mikið vatn í sundlaug og hver er formúlan?
Hlutur sem er í laginu eins og rétthyrndur kassi nefnist einnig rétthyrndur samhliðungur á fræðimáli (e. rectangular parallelepiped). Hann hefur tiltölulega reglulega lögun og við þurfum aðeins þrjár tölur til að lýsa honum, lengd, breidd og hæð (l, b og h). Rúmmálið er einfaldlega margfeldi þessara talna:R = l &...
Á vef Íslendinga á Spáni er varað við fiðrildislirfu, er ástæða til að óttast?
Spurningin hljóðaði svona í fullri lengd: Eru CATERPILLAR hættulegir mönnum? Þessar upplýsingar komu inn á vefinn Íslendingar á Spáni og þar var varað við þeim. Er þetta rétt? Eru þetta eingöngu lirfur? Bíð spennt eftir svari. Með fyrirfram þökk. Caterpillar kallast á íslensku fiðrildislirfa en fiðrildi eru æt...
Hverjar eru allar tegundir naggrísa?
Það hefur lengi verið ágreiningur meðal dýra- og flokkunarfræðinga um hvernig eigi að flokka naggrísi. Almennt ríkir sátt um að naggrísir séu flokkaðir í naggrísaætt (Caviidae) og því næst í tvær undirættir, eiginlega naggrísi (Caviinae) og mörur (Dolichotinae). Eiginlegir naggrísir greinast síðan í 4 ættkvíslir,...
Hvað heita beinin í þorskhausnum?
Upphafleg spurning var sem hér segir:Getið þið hjálpað mér að finna upplýsingar um nöfn á beinum í þorskhausnum? Þessi spurning gæti talist með þeim óvenjulegri sem Vísindavefnum berast, og eru þær þó margar og ólíkar. Svarið er sem betur fer samt já! Við getum gefið upplýsingar um beinin í þorskhausnum. Be...
Er hægt að reikna hvernig sjúkdómar eins og COVID-19 breiðast út?
Nokkrir hafa spurt Vísindavefinn spurninga um það hvenær COVID-19-faraldurinn nái hámarki sínu á Íslandi og hvernig slíkt sé reiknað út. Hér er eftirfarandi spurningu svarað: Er hægt að reikna hvernig sjúkdómar breiðast þegar faraldur eða heimsfaraldur gengur yfir? Hvernig er það gert? Þetta er athyglisverð spu...
Hvað eru margir fermetrar í einum hektara?
Einn hektari (ha) er 10.000 fermetrar (m2). Stundum þarf að breyta á milli mælieininga, úr hektara í fermetra eða öfugt og er það einfaldur útreikningur. Ef upphaflega stærðin er í hekturum en áhugi á að vita hversu margir fermetrar það eru þá er einfaldlega margfaldað með 10.000 en deilt með sömu tölu ef brey...
Af hverju er ö aftast í íslenska stafrófinu?
Spurningin öll hljóðaði svona: Hvernig stendur á því að ö er haft aftast í íslenska stafrófinu á meðan t.d. á og í koma á eftir a og i, og ð kemur á eftir d en þ aftarlega? Fyrst er rétt að rifja upp íslenska stafrófið og stafrófsröðina: a, á, b, d, ð, e, é, f, g, h, i, í, j, k, l, m, n, o, ó, p, r, s, t, u...
Hvaða dýr er mestri útrýmingarhættu af öllum dýrum?
Margar dýrategundir standa mjög höllum fæti og geta í fyrirsjáanlegri framtíð horfið af yfirborði jarðar, eða að minnsta kosti úr villtri náttúru. Það er hins vegar afar erfitt að ætla að tilgreina hvaða dýr er í mestri hættu af öllum þeim dýrategundum sem eiga á hættu að deyja út. Á Vísindavefnum er þegar að finn...
Hver er munurinn á kenningu og lögmáli?
Orðin „kenning“ og „lögmál“ eru notuð með ýmsum hætti í daglegu máli. Ef við takmörkum okkur hins vegar við það hvernig hugtökin eru notuð innan vísinda má greina mikilvægan mun á kenningum og lögmálum. Fyrir það fyrsta er kenning almennara hugtak en lögmál í þeim skilningi að þótt ekki séu allar kenningar lögmál ...
Hvað er Likert-kvarði sem notaður er í spurningakönnunum?
Upprunalega hljóðaði spurningin: Ég hef heyrt talað um Likert þegar fjallað er um spurningakannanir. Hvað er Likert-kvarði? Likert-kvarði er algengasti svarkvarði í spurningakönnunum sem meta viðhorf fólks og skoðanir og fleira þar sem huglægt mat svaranda er grunnur að svari hans. Likert-kvarði er ráðandi ...