Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 703 svör fundust
Hverjar eru líkur á því að barn fæðist með Down-heilkenni?
Down-heilkenni (e. Down's Syndrome) er kennt við lækninn John Langdon Haydon Down sem lýsti því árið 1866. Vitneskja um að litningabreyting ætti hlut að máli kom hins vegar ekki fram fyrr en árið 1959. Down-heilkenni er algengasti litningasjúkdómurinn og hefur tíðni hans á Íslandi verið metin um það bil 1 á hver 9...
Er einhver mengun vegna þeirra tuga tonna af blýsökkum sem tapast í hafið á hverju ári?
Upphaflega spurningin var sem hér segir:Nú tapast tugir tonna af blýsökkum af handfærabátum í hafið á hverju ári. Er í þessu einhver efnafræðileg mengun? Spyrjandi bætir við að hann sé smábátasjómaður.Frumefnið blý (Pb) er náttúrlegt efni sem er í örlitlu magni í flestum bergtegundum, jarðvegi og í seti hafsins. Í...
Hvað er vitað um eldgos annars staðar en á jörðinni?
Áður en mennirnir fóru að senda geimför til að rannsaka hinar reikistjörnur sólkerfisins, þekktum við aðeins jarðnesk eldfjöll. Nú vitum við að jörðin er ekki eini eldvirki hnöttur sólkerfisins; hvað þá sá eldvirkasti. Til að byrja með skulum við ferðast til Merkúrs. Í dag vitum við einfaldlega of lítið um Merk...
Hvað getið þið sagt mér um tilbúinn áburð?
Frá öndverðu hefur mönnum verið ljóst að plöntur nærast öðruvísi en dýr. Aristóteles (384-322 f. Kr.) velti þessu fyrir sér eins og flestu öðru og komst að þeirri (rökréttu) niðurstöðu að plöntur nærðust á jarðvegi. Kenningin var prófuð á 16. öld af Belganum Jan Baptista van Helmont (1580-1644). Hann plantaði p...
Hvað eru afleiður og þá afleiðustöður og notkun þeirra í fyrirtækjarekstri?
Afleiður (e. derivatives) eru mjög víður flokkur verðbréfa sem öll hafa það sameiginlegt að greiðsluskylda útgefanda og þar með verðmæti afleiðanna fer eftir verðþróun annarrar eignar (hugsanlega margra). Nafnið vísar því til þess að verðmæti afleiðanna leiðir af verðþróun annarra eigna. Þær eignir sem afleiðurnar...
Hvað er rafmagn?
Margir spyrjendur hafa sent okkur þessa spurningu eða eitthvað henni líkt. Eðlilegt er að fólk velti þessu fyrir sér þar sem rafmagn (e. electricity) er annars vegar svo algengt og mikilvægt í lífi okkar en hins vegar hálfpartinn ósýnilegt og ekki algengt í náttúrunni. Þannig er það líklega torskildara fyrir flest...
Hver er uppruni nashyrninga?
Nashyrningar (Rhinocerotidae) tilheyra ættbálki staktæðra hófdýra (Perissodactyla) ásamt hestum (Equidae) og tapírum (Tapiridae). Áður voru ættirnar mun fleiri og má því segja að þessi forni ættbálkur spendýra megi muna fífil sinn fegri. Steingervingasaga nashyrninga er sæmilega vel þekkt og því hafa vísindame...
Hver var Gregor Mendel og fyrir hvað er hann frægur?
Johann Gregor Mendel er oft nefndur faðir erfðafræðinnar, en hann sýndi fyrstur manna fram á með tilraunum hvernig einkenni gætu erfst á milli kynslóða og setti fram kenninguna um erfðaefnið. Mendel fæddist 22. júlí árið 1822 í Heinzendorf í Moravíu, sem nú heitir Tékkland. Þetta svæði var þá hluti af austurrís...
Hafa fundist einhverjar líffræðilegar skýringar á einhverfu?
Einhverfa er röskun sem hefur víðtæk áhrif á líf fólks. Fólk með einhverfu á oft erfitt með að tjá sig, það getur átt í erfiðleikum með að mynda tengsl við aðra og bregst ekki alltaf á viðeigandi hátt við ýmsum áreitum í umhverfinu. Sumt fólk með einhverfu getur tjáð sig og hefur eðlilega greind, aðrir læra hugsan...
Hvaðan koma páskasiðirnir um kanínur, hænur, egg og annað slíkt?
Upphaflega voru spurningarnar þessar: Af hverju eru málshættir í páskaeggjum? (Þóra Björg) Hvernig tengjast hænur og hænuungar páskum? (Íris Björk) Hverjum datt fyrst í hug að búa til egg úr súkkulaði, fannst honum venjuleg egg ekki nógu góð? (Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson, f. 1989) Hvaðan koma páskaungarnir ...
Eru brjóst kynfæri eða eru þau bara til að gefa börnum mjólk?
Út frá líffræðilegu sjónarmiði er megin tilgangur brjósta að framleiða mjólk fyrir afkvæmi þó þróun brjósta geti átt sér fleiri skýringar eins og nánar verður vikið að hér á eftir. Orðið kynfæri er aftur á móti samheiti fyrir æxlunarfæri eða getnaðarfæri samkvæmt Íslenskri orðabók (2002). Brjóst eru því ekki hluti...
Hvað er súpereldgos?
Hér er einnig svarað spurningunum:Getur risaeldgos orðið að veruleika? Ef svo er hverjar eru líkurnar? Gæti orðið ofureldgos á Íslandi? Hvað er VEI-flokkun (þetta hefur eitthvað með jarðfræði að gera)? Eldgosum er skipt í nokkra flokka. Flestir sem eitthvað hafa lesið sér til um eldgos kannast við nöfn eins og ...
Hvað getiði sagt mér um fall Rómaveldis?
Þegar talað er um fall Rómaveldis er oftast miðað við árið 476 e.Kr. þegar síðasta vestrómverska keisaranum, Rómulusi Ágústusi, var steypt af stóli (sjá mynd til vinstri). Austrómverska keisaradæmið eða Býsans lifði öllu lengur, eða fram til ársins 1453. Undanfari falls vestrómverska ríkisins var ekki glæsileg...
Hvað er berkjubólga?
Berkjubólga eða bronkítis er sýking í lungum sem veldur lömun í bifhárum í berkjunum. Þessi bifhár sjá um að hreinsa loftið sem við öndum að okkur. Berkjubólgu er skipt í bráða berkjubólgu (e. acute bronchitis) og langvinna berkjubólgu (e. chronic bronchitis). Hin síðarnefnda er algengt vandamál hjá reykingafól...
Hvaða heimsálfu tilheyrir norðurpóllinn?
Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvernig eru nöfn heimsálfanna til komin? er erfitt að skilgreina hugtakið heimsálfa á afdráttarlausan hátta. Það er þó yfirleitt notað sem samheiti yfir meginland og þær eyjar sem því tilheyra. Meginland er aftur á móti skilgreint sem mikill landmassi umkringdur sjó. ...