Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 888 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Af hverju eru bananar gulir?

Til eru meira en 1000 afbrigði af banönum og koma þeir í ýmsum stærðum og litum. Afbrigðið sem Evrópubúar kannast best við kallast Cavendish. Cavendish-bananar eru upphaflega grænir vegna litarefnisins blaðgrænu í grænukornum frumna hýðisins. Þegar fræ banananna, sem eru inni í aldinkjötinu (þeim hluta banananna s...

category-iconLögfræði

Er löglegt að umpakka vörum og selja þær undir öðru nafni?

Spurningin í heild sinni var svona: Er það löglegt að „scrape-a“? Segjum sem dæmi ef ég keypti Samsung-skjá og setti í nýjan pakka og endurseldi undir öðru nafni. Eða gerði sama með Myllubrauð eða Fanta eða whatever. Væri það bara í fínu lagi. Vörumerkjaréttur er umdeilt álitaefni innan lögfræðinnar og því hafa ...

category-iconEfnafræði

Úr hverju eru bjöllurnar í Hallgrímskirkju?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Mig langar að vita úr hverju bjöllurnar í Hallgrímskirkju er búnar til. Eru þær úr járni eða kopar? Kirkjuklukkurnar í Hallgrímskirkju eru samtals 32. Þar af eru 3 stórar bjöllur og 29 minni í klukknaspili (e. carillon). Klukkurnar voru framleiddar hjá fyrirtækinu Royal Eijsbo...

category-iconJarðvísindi

Í hvers konar eldgosum myndast apalhraun?

Apalhraun (e. a'a lava) myndast jafnan í ísúrum gosum. Í slíkum tilvikum er myndun þess óháð framleiðni og tengist beint tiltölulega hárri upphafsseigju kvikunnar. Þegar apalhraun verða til í basaltgosum við flæði beint frá gígum, einkennist gosvirknin af hlutfallslega öflugri kvikustrókavirkni, hvort sem um er að...

category-iconLandafræði

Hvaða „sýling“ er í Sýlingarfelli fyrir norðan Grindavík?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað merkið orðið „sýling“ í heiti á Sýlingarfelli fyrir ofan Grindavík? Sýlingarfell, sem stundum er kallað Svartsengisfell, er um 200 m hátt fell á Reykjanesskaga, rétt austan við Svartsengi. Í örnefnalýsingu fyrir Hóp í Grindavíkurhreppi er heiti fellsins skýrt svo:...

category-iconJarðvísindi

Hvert er rúmmál kviku sem hefur safnast undir Svartsengi í samanburði við stærð þekktra fjalla?

Spurningin hljóðaði svona í fullri lengd: Góðan dag. Í ljósi þess að við fáum upplýsingar um landris við Svartshengi 14-16 milljón rúmmetra, sem er ekki að segja mér um magnið. Mér finnst vanta myndræna samlíkingu, t.d., hvað er Keilir á Reykjanesi í rúmmáli eða Þorbjörn? Þegar rúmmálið kvikunnar sem hefur ...

category-iconHugvísindi

Hvernig var ævi Jóns lærða Guðmundssonar?

Um Jón lærða er fjallað í tveimur öðrum svörum eftir sama höfund:Hver var Jón lærði Guðmundsson?Hver eru merkustu rit Jóns lærða?Fremst í fyrrnefnda svarinu er sagt frá notkun heimilda og á sú athugasemd einnig við um þetta svar. Mikilvægasta heimild um Jón lærða er ævikvæði hans, Fjölmóður, sem hann setti sa...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig getur fótbolti eða golfkúla sveigt til hægri eða vinstri á fluginu?

Þessi spurning getur raunar átt við hvers konar bolta eða kúlur, til dæmis handbolta, tennisbolta, borðtenniskúlu og blakbolta, en upphafleg spurning var sem hér segir:Af hverju fer bolti í vinstri sveig þegar sparkað er í hann og hann snýst rangsælis (séð að ofan)?Svarið við þessari spurningu er engan veginn augl...

category-iconSálfræði

Hvaða áhrif getur ófrjósemi haft á andlega líðan og tilfinningar hjá báðum kynjum?

Þegar talað er um ófrjósemi þá er átt við pör sem hafa stundað kynlíf án getnaðarvarna í að lágmarki eitt ár án þess að konan verði barnshafandi.1 Ófrjósemi er ekki sú aðstaða sem fólk kýs sér2 og er talið að hérlendis eigi um 15% para við þetta vandamál að stríða.3 Orsakir má rekja jafnt til karla og kvenna og er...

category-iconVísindi almennt

Hvað segja vísindin um yfirnáttúrleg fyrirbæri?

Í Íslenskri orðabók frá 2002 er eftirfarandi skýring gefin á orðinu yfirnáttúrlegur:sem er (virðist) óháður lögmálum náttúrunnar – yfirskilvitlegur, sem samræmist ekki almennri þekkingu á náttúrulögmálumÞar sem lögmál náttúru og samfélags eru rauði þráðurinn í vísindum felst þannig nánast í orðunum að svokölluð yf...

category-iconHugvísindi

Hvar er að finna gleggsta lýsingu á því hvernig menn sórust í fóstbræðralag til forna?

Í forníslenskum heimildum er ítarlegustu lýsinguna á því hvernig menn sórust í fóstbræðralag að finna í 6. kafla Gísla sögu Súrssonar. Þar ganga í fóstbræðralag svonefndir Haukdælir úr Dýrafirði, Gísli, bróðir hans Þorkell, mágur þeirra Þorgrímur Þorsteinsson goðorðsmaður og Vésteinn Vésteinsson, mágur Gísla. Viná...

category-iconHugvísindi

Af hverju er nafnið Jónsmessa dregið?

Hér er svarað eftirtöldum spurningum:Af hverju er nafnið Jónsmessa dregið? (Pálína Kristín Guðlaugsdóttir)Hvenær var farið að halda Jónsmessu hátíðlega? (Hálfdan Helgason) Árni Björnsson fjallar ítarlega um sögu Jónsmessunar, hér á landi sem erlendis, í bók sinni Saga daganna. Fróðleiksfúsum er bent á að kynna sé...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er riðuveiki í sauðfé?

Riðuveiki eða riða (e. scrapie) í sauðfé er smitandi sjúkdómur í heila og mænu, kvalafullur og langvinnur. Algengast er að kindur veikist 1½ til 4 ára en þó eru dæmi um riðu hér á landi í 7 mánaða gömlu lambi og 14 vetra á. Riða leggst misþungt á ólíkar arfgerðir sauðfjár. Skemmdir sem verða í heilanum leiða til e...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getur þú sagt mér um þvottabirni?

Þvottabirnir (Procyon lotor, e. raccoon eða racoon) eru rándýr af ætt hálfbjarna (Procyonidae). Þeir eru kraftaleg og digur rándýr sem minna um margt á lítil bjarndýr. Þvottabirnir eru yfirleitt 60-100 cm á lengd og er skottið oft tæpur helmingur af lengd dýrsins. Höfuðið er breiðleitt en trýnið er stutt og mjótt....

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er Banach-Tarski-þverstæðan?

Banach-Tarski-þverstæðan er setning í rúmfræði eftir stærðfræðingana Stefan Banach (1892 - 1945) og Alfred Tarski (1901 - 1983). Hún segir að hægt sé að skipta kúlu upp í endanlega marga hluta, færa hlutana til og snúa þeim án þess að breyta lögun þeirra eða stærð, og setja þá saman á nýjan leik þannig að út komi ...

Fleiri niðurstöður