Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2016 svör fundust

category-iconHeimspeki

Hvað þarf maður að gera til að lífa góðu lífi?

Fjölmargir heimspekingar hafa leitast við að finna svör við þessari spurningu sem óneitanlega tengist mjög hamingjunni, ánægjunni og tilgangi lífsins. Forngrískir heimspekingar ætluðu siðfræðinni það hlutverk að svara því hvernig best væri að lifa vel. Að lifa vel má til dæmis skilja með orðunum að vera hamingjusa...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru ljón hættuleg mönnum?

Í heild sinni hljóðar spurningin svona:Eru ljón jafn hættuleg og haldið er fram í sögum? Eru þau svo grimm að þau ráðist á menn? Til eru margar sögur af mannætuljónum sem oftar en ekki eiga rætur að rekja til Viktoríutímabilsins þegar evrópskir landkönnuðir færðu þeim sem heima sátu frásagnir af fjarlægum slóðum....

category-iconHeimspeki

Er vændi siðferðilega rangt eða ekki?

Athugasemd ritstjóra: Þessi spurning er fram borin í ákveðnu samfélagi við tilteknar aðstæður og svarið hér á eftir miðast við það. Ýmislegt misjafnt hefur tengst vændi í samfélögum manna hingað til, ekki síst vegna ríkjandi misréttis kynjanna. Til dæmis er vændi oft rekið sem skipulögð atvinnustarfsemi þar se...

category-iconHeimspeki

Hvernig er vitað að hugmyndirnar sem Sókrates heldur fram í samræðum Platons tilheyri Platoni en ekki Sókratesi?

Að undanskilinni Málsvörn Sókratesar, sem er varnarræða Sókratesar fyrir réttinum, eru öll verk Platons í formi samræðna og oftast leikur Sókrates aðalhlutverkið. Flestir fræðimenn gera ráð fyrir að Platon hafi ekki byrjað að skrifa samræður fyrr en eftir 399 f.Kr. þegar Sókrates var tekinn af lífi. Að minnsta kos...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hversu langt upp í himininn drífur ljósið frá friðarsúlunni í Viðey?

Stutta svarið er að það eru engin sérstök takmörk á vegalengdinni. Ef við erum úti í geimnum en inni í ljósgeislanum og engin skýjahula er yfir ljósgjafanum sjáum við hann þaðan ýmist með berum augum eða með viðeigandi tækjum. Ef við erum með nógu góð tæki getum við "séð" eða skynjað ljósið býsna langt utan úr gei...

category-iconMannfræði

Eru einhverjar líkur á því að enn séu til ættbálkar frumbyggja sem hafa ekki fundist?

Mjög litlar líkur eru á því núorðið að einhver hópur fólks geti lifað í þess konar einangrun að hægt sé að telja hann „ófundinn“ eða „týndan“. Það er margt sem mælir gegn því. Landsvæði hafa víðast verið þaulkönnuð með tilliti til mögulegra auðlinda og trúboðar eru mjög kappsamir um að ná til fólks á afskekktum sv...

category-iconUnga fólkið svarar

Af hverju lýsa stjörnur?

Stjörnur lýsa vegna þess að þær geisla frá sér orku sem myndast við kjarnahvörf í kjörnum stjarnanna, en þessi hvörf eiga sér stað vegna þess hve mikill hiti og þrýstingur er þar til staðar. Í kjarna stjörnu er gríðarlega heitt og mikill þrýstingur, sem þýðir að efniseindirnar þar eru á mikilli hreyfingu og rek...

category-iconHeimspeki

Ef líf þróast á annarri plánetu er þá rökrétt að gáfaðasta eða þróaðasta lífveran verði á endanum svipuð mönnum?

Nei, það er ekki rökrétt að þróun stefni að slíku marki. Til þess að sama útgáfa fáist eftir milljón ára þróun á aðskildum stöðum þyrftu ótal mörg skilyrði að vera hin sömu. Og jafnvel þó að slík skilyrði væru til staðar gera flestir ráð fyrir að tilviljanir séu innbyggðar í þróunina. Þannig telur mikill meirihlut...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig virka erfðapróf?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvað er DNA og hvernig virka DNA-próf? Til þess að svara fyrri hluta upprunalegu spurningarinnar er vísað á svar Guðmundar Eggertssonar við spurningunni Hvað er DNA og RNA og hvert er hlutverk þeirra? Engir tveir einstaklingar hafa sama erfðaefni, nema auðvitað eineggja...

category-iconHeimspeki

Hvað er samfélagsábyrgð?

Hugtökin „samfélagsábyrgð“ eða „samfélagsleg ábyrgð“ geta haft margvíslegar og ólíkar merkingar. Í sinni einföldustu mynd vísa þau til þess að manni ber að taka ákvarðanir sem snúast ekki einungis um eigin nærtækustu hagsmuni. Ein birtingarmynd þessa viðhorfs er að maður horfi til framtíðar í ákvarðanatöku og ígru...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru margar dýrategundir á Íslandi?

FlokkurFjöldi tegunda Skordýr1245 Köngulær84 Drekar2  Langfætlur4  Mítlar*um 90 *Þ.e.a.s. brynjumaurar. Óvíst er með fjölda ránmaura. Margfætlurum 10  Ánamaðkarum 10  Sniglarum 50  Fuglar (varpfuglar)um 80  Spendýr**8 **Hér er um villt íslensk spendýr að ræða. Hægt er að bæta við nokkrum öðrum spendýrum ...

category-iconTrúarbrögð

Hvenær kemur Guð aftur til jarðar?

Það er trú kristinna manna að Jesús muni koma aftur "til að dæma lifendur og dauða" eins og segir í trúarjátningunni. Það merkir að við trúum því að Guð muni láta vilja sinn með heiminn verða að lokum, láta allar bænirnar í Faðirvorinu rætast. Jesús er sá sem uppfyllti í sínu lífi allan Guðs vilja og gerði það fyr...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvenær er mesta fjara (sjávarfalla) á höfuðborgarsvæðinu í september?

Upplýsingar um atriði af þessu tagi er að finna í Almanaki Háskólans fyrir Ísland 2001, bls. 39. Þar kemur fram að mesta flóðhæð hefur verið í gær, 18. september, klukkan 19:04. Flóðhæð hefur þá verið 4,5 m. Sjávarhæð á fjöru næst á undan og eftir hefur verið um það bil -0,1 m og hefur það verið lægsta sjávars...

category-iconLandafræði

Ef allt mannkynið stæði á einum fleti, hvað yrði hann þá stór, til dæmis miðað við eitthvert land?

Í svari okkar við spurningunni Hvað búa margir í heiminum? kemur fram að mannkynið er nú talið vera um 6,2 milljarðar en einn milljarður er þúsund milljónir eða 109. Til samanburðar má nefna að Ísland er rúmir 100.000 ferkílómetrar að stærð. Hver ferkílómetri er milljón fermetrar þannig að landið er samtals rúm...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað éta ánamaðkar?

Til að svara þessari spurningu er nauðsynlegt að átta sig fyrst á líffæragerð ánamaðka (oligochaeta). Kjafturinn á ánamöðkum er staðsettur á framenda dýranna. Í munnholinu (e. buccal cavity) er líffæri sem þjónar svipuðum tilgangi og bragðlaukar okkar. Með þessu líffæri metur ánamaðkurinn hvort fæða sem hann rekst...

Fleiri niðurstöður