Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 832 svör fundust
Er megalodon ekki hættulegur?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Er megalodon ekki hættulegur? Útaf því hann er ekki á hættulega listanum. Höfundur þessa svars veit ekki til hvaða hættulega lista fyrirspyrjandi er að vísa til en við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur af þessum stórvaxna hákarli nú á dögum þar sem tegundin dó út fyrir um...
Er íslenski hesturinn smáhestur?
Upprunalega spurningin var: Hvers vegna eru íslenskir hestar ekki smáhestar ef smáhestar (pony) geta verið á stærð við íslenska hestinn? Hvað gerir íslenska hestinn að hesti frekar heldur en smáhesti? Íslenski hesturinn er eina hestakynið á Íslandi. Hann hefur ekki blandast öðrum hestakynjum og er því hrein...
Af hverju dökknar silfur ef heitt vatn er látið renna á það?
Silfur er málmur og frumefni númer 47 í lotukerfinu. Það hefur efnatáknið Ag sem er skammstöfun á latneska heiti þess argentum. Nýfægt silfur er sagt vera hvítt á lit en margir myndu einfaldlega kalla það silfurlitt. Silfur dekkist hins vegar með tíð og tíma og er þá talað um að það falli á silfrið. Ástæðan fyrir ...
Hvað er sauðlaukur sem Sauðlauksdalur er kenndur við?
Sauðlauksdalur er fyrrum prestssetur í Rauðasandshreppi í Vestur-Barðastrandarsýslu. Í kirknatali Páls Jónssonar biskups frá því um 1200 er staðurinn aðeins nefndur Dalur: Kirkja í Dal (Ísl. fornbréfasafn XII, 13). Í Prestssögu Guðmundar góða frá fyrri hluta 13. aldar er nafnmyndin Sauðlausdalr (Sturlunga saga I, ...
Er hægt að verða veirufræðingur á Íslandi?
Þessi spurning virðist í fyrstu einföld „já eða nei“ spurning, en eins og stundum er svarið alls ekki svo einfalt. Íslenskir vísindamenn stóðu á árum áður mjög framarlega í veirurannsóknum og ekki verður hjá því komist að nefna Björn Sigurðsson (1913-1959) lækni sem var fyrsti forstöðumaður Tilraunastöðvar Hás...
Getið þið sagt mér eitthvað um smástirnabeltið sem er á milli Mars og Júpiter?
Upphafleg spurning var sem hér segir:Getið þið sagt mér eitthvað um loftsteinabeltið sem er á milli Mars og Júpíter og talið er hafa verið reikistjarna einu sinni? Árið 1772 kynnti þýski stjörnufræðingurinn Johann Elert Bode (1747-1826) reglu sem virtist gilda um fjarlægðir frá sólu til þeirra sex reikistjarna ...
Hver skrifaði fyrstu biblíuna í kristinni trú?
Þessari spurningu er vart hægt að svara þar sem ekki er hægt að tala um fyrstu, aðra eða þriðju Biblíu. Ef við hins vegar spyrjum „Hver skrifaði Biblíuna“, þá má svara því á þann veg að ekki er um einn höfund að ræða heldur eru hin mörgu og mismunandi rit Biblíunnar rituð af fjölmörgum höfundum sem flestir eru óþe...
Mig langar að vita hvort geimurinn er endalaus eða er eitthvað á bak við hann?
Þetta er góð spurning og um leið með þeim snúnari sem mannshugurinn glímir við. Við gerum ekki ráð fyrir að spyrjandi skilji svarið til hlítar en vonum að hann og aðrir lesendur verði samt nokkru nær. Menn hafa lengi velt því fyrir sér hvort heimurinn sem við lifum í sé endanlegur eða óendanlegur, endalaus eða...
Hverjar eru helstu tegundir jarðskjálftabylgna?
Jarðskjálftabylgjur skiptast í tvo aðalflokka. Annars vegar eru svokallaðar rúmbylgjur sem skiptast aftur í P-bylgjur og S-bylgjur. Báðar þessar tegundir ferðast um allt fast efni jarðar og P-bylgjur auk þess um vökva svo sem bergkviku og vatn. Hinn meginflokkurinn nefnist yfirborðsbylgjur. Þær halda sig að mestu ...
Hvað er líknardauði og hver er munurinn á líknardrápi og líknar- eða líknandi meðferð?
Gríska hugtakið evþanasia þýðir einfaldlega góður dauðdagi. Ég tengi þessa hugmynd einna helst við það þegar gamalt fólk fær hæglátan dauða í svefni í heimahúsi. Það er svo heppið að deyja Drottni sínum þjáningalaust og án afskipta heilbrigðisstétta, ef svo má segja. Tilvik af þessu tagi eru aftur á móti sjald...
Hvernig hefur táknmálsmenntun heyrnarlausra verið háttað?
Framhaldsmenntun heyrnarlausra hefur aukist verulega síðan táknmál varð sýnilegra hér á Íslandi sumarið 1986. Það sumar var menningarhátíð fyrir heyrnarlausa á Norðurlöndunum haldin hér á Íslandi. Leikrit á táknmáli var flutt í Þjóðleikhúsinu og Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, talaði táknmál fy...
Hver er tilgangur og uppruni lófataks?
Lófatak er nú orðið notað til að tjá fögnuð eða hrifningu. Uppruni þess er óþekktur en frá grárri forneskju hefur það tengst fagnaðarlátum og helgisiðum, eða verið notað til að slá taktinn við dans og tónlist. Það er vitað að hinir fornu Egyptar klöppuðu saman höndunum og í Biblíunni er að finna dæmi um hið sama. ...
Hvaða friðarhreyfingar eru starfandi á Íslandi?
Svarið við spurningu þessari er alls ekki einhlítt og fer töluvert eftir því hvaða skilning spyrjandinn leggur í orðið „friðarhreyfing“. Afar margir kjósa að kalla sig friðarsinna, enda munu flestir taka frið fram yfir stríð - að minnsta kosti í orði. Þannig hafa grimmilegustu stríð og ofbeldisverk sögunnar verið ...
Eru háhyrningar hvalategund? Eru hvalir rándýr?
Svarið við fyrri spurningunni er já, háhyrningar eru sérstök tegund hvala og nefnis á fræðimáli Orcinus orca. Lausleg skilgreining á hugtakinu tegund er afmarkaður hópur lífvera, hvort sem um er að ræða jurtir eða dýr, sem eru í meginatriðum eins að útliti og líkamsgerð og geta átt saman frjó afkvæmi. Háhyrnin...
Getið þið sagt mér allt um finkur?
Finkur eru samheiti yfir smáfugla sem hafa keilulaga gogg og éta fræ. Um er að ræða nokkur hundruð tegundir sem falla undir fimm ættir og tilheyra ættbálki spörfugla (Passeriformes): Ættíslenskt heiti samkvæmtÍslenskri málstöðFringillidaefinkuættCarduelidaeþistilfinkurEmberizidaetittlingaættEstrildidaestrildi...