Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1950 svör fundust

category-iconTrúarbrögð

Hversu stór var Golíat?

Til eru tvær heimildir um hæð Golíats, hermannsins frá Filistaborginni Gat, sem Davíð konungur felldi með steinslöngvu, þegar hann var aðeins unglingur að aldri, samkvæmt 17. kafla 1. Samúelsbókar. Golíat er sagður vera „sex og hálf alin á hæð“ í 1. Samúelsbók 17.4 í íslensku biblíuþýðingunni frá 2007. Það jafn...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða rannsóknir hefur Jón Karl Helgason stundað?

Jón Karl Helgason er prófessor í íslensku sem öðru máli við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Hann hefur meðal annars rannsakað viðtökusögu íslenskra fornbókmennta, menningarlega þjóðardýrlinga í Evrópu, sjálfsögur, og ýmsar forvitnilegar hliðar á íslenskri menningarsögu tuttugustu aldar. Á síðustu árum...

category-iconStærðfræði

Hvaðan koma íslensk heiti yfir keilusnið, eins og breiðbogi og fleygbogi?

Stutta svarið við spurningunni er að íslensk heiti yfir keilusnið koma úr þýðingu Jónasar Hallgrímssonar á stjörnufræðibók eftir danska stjörnu- og stærðfræðinginn Georg Frederik Ursin (1797-1849). Lengra svar Ferlar eins og hringur, sporbaugur, fleygbogi og breiðbogi, hafa verið viðföng stærðfræðinga frá fo...

category-iconBókmenntir og listir

Ef maður þýðir enska bók yfir á íslensku og þýðir þýðinguna svo yfir á ensku, er maður þá ekki að afþýða hana?

Hér er skemmtilegur orðaleikur á ferð og vissulega mætti svara spurningunni játandi, að minnsta kosti í nafni hans. Við nánari athugun kemur þó strax í ljós að bókin verður ekki afþýdd nema hún verði þýdd að nýju. Ferli af þeim toga býður upp á ýmsar pælingar um þýðingar almennt, hvað þær feli í sér og í hverju ga...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hægt að laga skemmd í geisladiski?

Við lestur geisladiska er lýst með leysigeisla á spíralferil á disknum sem inniheldur mislangar holur. Endurskinið frá holunum er táknað sem bitar. Holurnar eru á bakvið rúmlega 1mm þykkt glært plast, sem leysigeislinn þarf að lýsa í gegnum. Endurskinið frá spíralferlinum fer einnig í gegnum plastið til ljósnema. ...

category-iconBókmenntir og listir

Hvenær varð íslenskt rapp til og hver er saga þess?

Rapptónlist barst afar seint til Íslands, ólíkt til að mynda íslensku dauðarokki, sem skaut rótum nánast samhliða viðlíka hræringum erlendis. Það er velþekkt staðreynd að pönkið kom seint til Íslands; hér sprakk það út 1981 en hafði þá verið í fullum gangi í Bretlandi og Bandaríkjunum fjórum árum fyrr. Íslenska ra...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju 'kallar maður ekki allt ömmu sína'?

Orðasambandið 'að kalla ekki allt ömmu sína' er notað um að blöskra eitthvað ekki, vera hvergi smeykur. Dæmi um það eru til í söfnum Orðabókar Háskólans frá miðri 19. öld og er það algengt í nútímamáli. Uppruninn er óviss. Halldór Halldórsson giskar á í Íslensku orðtakasafni (1968:10) að upphaflega hafi ve...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur sögnin 'að redda' einhverju?

Sögnin að redda í merkingunni ‘bjarga einhverju við, hjálpa um eða með eitthvað, útvega eitthvað’ er fengin að láni úr dönsku redde sem aftur er fengið að láni frá lágþýsku redden í sömu merkingu. Sama gildir um nafnorðið reddari ‘sá sem reddar’ að það er einnig fengið að láni úr dönsku. Orðin eru fremur ung í...

category-iconHugvísindi

Hvers konar ljón eru þeir sem eru samkvæmisljón?

Orðið samkvæmisljón er bein þýðing á danska orðinu selskabsløve. Það er notað um mann eða konu sem yndi hefur af því að sækja samkvæmi. Orðið er ekki gamalt í íslensku. Það virðist koma fram á prenti um miðja síðustu öld en er líklega eitthvað eldra í talmáli. Samkvæmisljón? Frekara lesefni á Vísindavefnum: Er ...

category-iconHugvísindi

Ég er nemandi í Bandaríkjunum og hef mikinn áhuga á íslensku. Getið þið leiðbeint mér með fallbeygingar og töluorð?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Ég er nemandi og ég bý í Bandaríkjum. Ég hef mikinn áhuga á íslensku og ég vil tala málið án villna. Spurningin mín er um eignarfallið eftir tölum. Hvenær notum við eignarfall eftir tölum? Segjum við tvö þúsund manna eða tvö þúsund menn? Orðin sem ég hef sérstaklega áhuga á ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er hæsti aldur sem til er í dýraríkinu?

Hæsti aldur sem greinst hefur meðal dýra er hjá kúskelinni (Arctica islandica), sem lifir meðal annars innan íslensku efnahagslögsögunnar. Auðvelt er að aldursgreina þessar samlokur með því að telja vaxtarhringi á skel þeirra, en þeim svipar mjög til árhringja í trjám. Elsti skráði einstaklingur kúskeljarinnar, og...

category-iconLífvísindi: almennt

Miðað við núverandi trjárækt í landinu, hvenær næst sama gróðurþekja og við landnám?

Sama gróðurþekja og var við landnám mun ekki nást í fyrirsjáanlegri framtíð. Talið er að 25-30% af Íslandi hafi verið þakið birkiskógi eða kjarri við landnám. Áform eru uppi um að eftir 40 ár verði 5% láglendis, sem er um 2,5% landsins alls, þakið skógi. Til að ná þessu markmiði með gróðursetningu einni þyrfti ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna eru Sunnlendingar svona linmæltir?

Eftir því sem ég best veit hefur ekki verið kannað hvers vegna sú þróun varð að bera fram lokhljóðin p, t, k í innstöðu á eftir löngu sérhljóði, sem á norðanverðu landinu eru fráblásin harðhljóð, sem órödduð linhljóð [b, d, g] annars staðar. Harðmælisframburðurinn er talinn eldri í málinu, en linmælið hefur só...

category-iconLandafræði

Hver er stærsti kaupstaður á landinu?

Orðið kaupstaður í íslensku er skilgreint með lögum. Til dæmis er oft talað um að tiltekinn þéttbýliskjarni hafi fengið kaupstaðarréttindi á tilteknum tíma. Þannig er hægt að telja upp kaupstaðina í landinu og líklegt að slíka upptalningu sé að finna á veraldarvefnum. Að þessu leyti er þetta orð miklu betur afmark...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju eru mánaðarnöfn ekki fallbeygð?

Samkvæmt Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans eru mánaðaheitin notuð sem tökuorð í íslensku ritmáli frá því á 19. öld, öll nema apríl, september og október sem heimildir eru um frá 18. öld. Vel er hugsanlegt að notkun þeirra allra sé eitthvað eldri í mæltu máli. Þau virðast alltaf hafa verið endingarlaus í nefnifal...

Fleiri niðurstöður