Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8006 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Er óhætt að borða blómið jólastjörnu og hvað getur þú sagt mér um það?

Jólastjarnan (Euphorbia pulcherrima) er planta sem vex villt í skóglendi Mexíkó og víðar í Mið-Ameríku, auk annarra staða. Hér er hún hins vegar ræktuð í gróðurhúsum í um 5 mánuði áður en hún fer að sjást í verslunum seint á haustin. Plönturnar eru ræktaðar af litlum græðlingum sem settir eru í potta í byrjun júlí...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hver er munurinn á femínisma og jafnréttisstefnu?

Munurinn á femínisma og jafnréttisstefnu er ekki mikill. Femínismi er margþætt hugtak sem getur meðal annars vísað til fræðigreinar, aðgerðarstefnu, stjórnmálastefnu, auk margs annars. Þó þessi svið haldist í hendur rúmast einnig innan þeirra ólíkar stefnur og ólík sjónarhorn. Einnig er rétt að hafa í huga að femí...

category-iconJarðvísindi

Hvenær var nafni Arnarfellsjökuls breytt og heitið Hofsjökull tekið upp?

Hofsjökull er heitið sem flestir nota í dag um jökulinn sem er á milli Langjökuls og Vatnajökuls. Nafnið er dregið af jörðinni Hofi í Vesturdal í Skagafirði en hún er fyrir norðan jökulinn. Annað heiti jökulsins er Arnarfellsjökull. Það hefur bæði verið notað um jökulinn allan og einnig syðri hluta hans. Nafnið...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er geislun og hvað eru til margar gerðir af henni?

Geislun má flokka á ýmsan veg í misjafnlega marga flokka og undirflokka, til dæmis eftir eðli geislunarinnar, uppruna hennar eða áhrifum á efnið sem hún fer um. Ef flokkað er eftir eðli er til tvenns konar geislun, annars vegar rafsegulgeislun (electromagnetic radiation; til dæmis ljósgeislun) og hins vegar gei...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Væri hægt að búa til norðurljós á himninum með leysigeislum?

Þegar stjörnufræðingar skoða og taka myndir af stjörnuhimninum í gegnum sjónauka, nota þeir fjarhrif leysigeisla til að leiðrétta fyrir tifi á ljósi á leið sinni gegnum andrúmsloftið. Þetta gera þeir með manngerðri grænni leysistjörnu. Hún er mynduð í háloftunum með stöðugum geisla leysis. Leysirinn varpar grænu l...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hvenær datt mönnum fyrst í hug að skjóta sjónauka út í geim og hvernig gekk það fyrir sig?

Hugmyndin um geimsjónauka kom fram löngu fyrir upphaf geimaldar. Árið 1923 setti þýski eldflaugaverkfræðingurinn Hermann Oberth (1894–1989), einn af feðrum eldflaugatækninnar ásamt Robert Goddard (1882–1945) og Konstantin Tsiolkovsky (1857–1935), fyrstur manna fram hugmyndir um geimsjónauka í bók sinni Die Rakete ...

category-iconHugvísindi

Hvað var Rauðsokkahreyfingin?

Í lok apríl 1970 kom saman hópur ungra kvenna í kjallara Norræna hússins til að ræða stöðu kvenna á Íslandi og aðgerðir til að vekja almenning. Fyrr í apríl hafði danskur kvennahópur er kallaði sig Rødstrømperne þrammað eftir Strikinu í Kaupmannahöfn, skrýddur risabrjóstum, gríðarlegum höttum, gerviaugnahárum og r...

category-iconJarðvísindi

Hvað farast margir í jarðskjálftum árlega og hvað veldur helst tjóni í skjálftum?

Jörð skelfur þegar bylgjur berast um jarðskorpuna. Slíkar bylgjur myndast í ýmsum hreyfingum í henni af náttúrunnar og manna völdum. Í raun er það þannig, að yfirborð jarðar titrar og hreyfist samfellt allt árið um kring, þótt áhrifin verði aðeins einstaka sinnum svo mikil að fólk finni og tjón hljótist af. Þetta...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað hefur vísindamaðurinn Kesara Anamthawat-Jónsson rannsakað?

Kesara Margrét Anamthawat-Jónsson er prófessor í grasafræði og plöntuerfðafræði við líf- og umhverfisvísindadeild Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands. Hún hefur haft umsjón með kennslu í plöntulífeðlisfræði, plöntuerfða- og líftækni, sameinda- og frumuerfðafræði plantna og hitabeltislíffræði. Ran...

category-iconJarðvísindi

Hvernig tengjast jarðskjálftar eldgosum?

Af jarðeðlisfræðilegum aðferðum sem beita má til rannsókna á innviðum eldfjalla, er jarðskjálftafræði ef til vill mikilvægust. Hún getur gefið upplýsingar um uppbyggingu eldstöðva og jarðskorpuna undir þeim, en einnig um spennu í skorpunni, og þá sérstaklega hvar hún fer yfir brotmörk og leiðir til skjálfta. Þegar...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Í hverju hafa samskipti Íslands og Japans aðallega falist?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvenær fóru Japan og Ísland í opinbert stjórnmálasamband og í hverju hafa samskipti landanna helst falist? Ísland og Japan stofnuðu til opinbers stjórnmálasambands þann 8. desember árið 1956. Japanir áttu frumkvæði að viðræðunum, en Íslendingar þurftu að hugsa sig vel um áður ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver er elsta ljósmynd af Íslendingi sem varðveist hefur?

Í ársbyrjun 2019 eru 180 ár liðin frá því að ný aðferð við að taka ljósmyndir var kynnt fyrir meðlimum frönsku vísindaakademíunnar. Sú aðferð var kennd við Louis-Jacques-Mandé Daguerre (1787-1851) og byggði á því að málmplata var gerð ljósnæm með því að bera á hana joðblöndu. Mynd var síðan tekin á plötuna og hún ...

category-iconUmhverfismál

Hvaða þættir hafa áhrif á sjávarflóð við Ísland?

Sjávarflóð verða vegna samspils ýmissa þátta bæði frá sjó og landi. Frá sjó eru sjávar- og ölduhæð mikilvægustu þættirnir. Sjávarhæð ræðst síðan af sjávarföllum annars vegar og svokölluðum áhlaðanda hins vegar. Áhlaðandi er af þrennum toga, vegna lágs loftþrýstings, álandsvinds og hækkunar sjávarborðs innan brimga...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver eru allra nýjustu nýyrðin í íslenskri tungu?

Ný orð bætast sífellt við, bæði meðvitað og ómeðvitað, og því er ekki unnt að koma með ákveðið svar við því hver eru allra nýjustu nýyrðin í íslenskri tungu. Svokallaðar augnablikssamsetningar verða til á degi hverjum þar sem nýyrði eru mynduð um leið og þegar þörf er á og yfirleitt án mikillar umhugsunar. Dæmi um...

category-iconBókmenntir og listir

Af hverju var fólk alltaf svo alvörugefið á gömlum ljósmyndum?

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Af hverju sýna ljósmyndir fólk fyrir rúmlega einni öld það alltaf svo alvörugefið? Hef heyrt að það hafi verið vegna þess að ljósop myndavéla var lengi opið og gat því mynd verið óskýr ef ekki var hægt að vera með einn svip - og þá var auðveldast að brosa ekki. Aðrir segja að fó...

Fleiri niðurstöður