Sólin Sólin Rís 09:41 • sest 16:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:23 • Sest 25:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:47 • Síðdegis: 13:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:57 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:41 • sest 16:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:23 • Sest 25:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:47 • Síðdegis: 13:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:57 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað farast margir í jarðskjálftum árlega og hvað veldur helst tjóni í skjálftum?

Páll Einarsson, Kristín Vogfjörð, Páll Halldórsson, Bjarni Bessason, Júlíus Sólnes og Sigurður Erlingsson

Jörð skelfur þegar bylgjur berast um jarðskorpuna. Slíkar bylgjur myndast í ýmsum hreyfingum í henni af náttúrunnar og manna völdum. Í raun er það þannig, að yfirborð jarðar titrar og hreyfist samfellt allt árið um kring, þótt áhrifin verði aðeins einstaka sinnum svo mikil að fólk finni og tjón hljótist af. Þetta kallast umhverfisórói og má greina með mælitækjum.

Skemmdur vegur eftir jarðskjálfta í Chile 27. febrúar 2010.

Að jafnaði farast mörg þúsund manns af völdum jarðskjálfta á hverju ári. Á síðustu öld týndu að meðaltali um 17.000 manns lífi árlega í slíkum hamförum. Ekki þarf að fara langt aftur í tímann til að finna jarðskjálfta með hörmulegum afleiðingum. Í skjálftanum við Súmötru á annan í jólum 2004 fórust um 300.000 manns í 12 löndum, þegar risaflóðbylgjur af Indlandshafi gengu á land. Gríðarlegt tjón varð á mannvirkjum, stórum og smáum, og heil þorp og glæsihótel við ströndina urðu bylgjunum að bráð. Mannskæðasti jarðskjálfti á síðustu öld varð hins vegar í Kína árið 1976. Þá er talið að allt að 600.000 manns hafi farist í borginni Tangshan. Ef dauðsföll af völdum jarðskjálfta eru athuguð fyrir hvern áratug á tuttugustu öld, verður ekki séð að þeim fari fækkandi. Auk manntjóns geta jarðskjálftar valdið miklum efnahagslegum, menningarlegum og félagslegum skaða. Í jarðskjálftanum í Íran, 26. desember 2003, eyðilögðust söguleg og menningarleg mannvirki á aðeins 13 sekúndum, sum þeirra reist fyrir um 2000 árum. Þar á meðal voru byggingar nátengdar íranskri goðafræði. Að auki létu um 26.270 manns lífið.

Jarðskjálfti í Íran 2003 olli miklum skemmdum á mannvirkjum sem staðið höfðu öldum saman.

Reynslan sýnir að tjón af völdum jarðskjálfta verður jafnt í vanþróuðum og þróuðum löndum þar sem jarðskjálftavá er vel þekkt og tækniþekking á háu stigi. Í skjálftanum í Kobe (Hygog-ken Nanub) í Japan 17. janúar 1995 fórust þannig 6.430 manns og um 105.000 byggingar gjöreyðilögðust. Ef tímabilið frá 1950-2000 er skoðað, sést að efnahagslegt tjón er greinilega að aukast ár frá árið og var mest í Kobe-jarðskjálftanum. Þar var skaði metinn á 160 milljarða dollara.

Tjón í jarðskjálftum getur orðið með margvíslegum hætti. Mannvirki hristast í sundur þegar jörð skelfur. Eldar breiðast hratt út í þéttri byggð og eyða heilum hverfum. Þetta stafar meðal annars af því að slökkvistarf er oft erfitt vegna öngþveitis og samgönguerfiðleika í kjölfar slíkar hamfara. Undirstöðujarðvegur sem mannvirki hvíla á, getur breyst í jarðskjálfta. Hann getur sigið, skriðið til eða ysjast. Við ysjun umbreytist jarðvegurinn og verður eins og vökvi eða kviksyndi. Undirstöður síga og skekkjast með tilheyrandi afleiðingum. Jarðskriður, grjóthrun og snjóflóð af völdum jarðskjálfta geta fallið á byggð. Mismunahreyfing á sprungum kann að granda mannvirkjum sem þvera þær. Slík hreyfing er sérstaklega hættuleg lögnum, leiðslum og samgöngumannvirkjum.

Skriða sem féll í jarðskjálfta í El Salvador 13. janúar 2001.

Flóðbylgjur sem myndast á hafi úti vegna stórra jarðskjálfta, berast stundum langar leiðir til lands og ná að valda gífurlegu manntjóni og eyðileggingu á strandsvæðu, eins og gerðist í Austur-Asíu um jólin 2004 og í Japan í mars 2011. Í skjálftum getur vatn í uppistöðulónum ólgað og skvettur þeyst yfir nálæð mannvirki. Í versta falli bresta stíflur, og flóðbylgja æðir frá uppistöðulóni niður árfarveg. Loks valda stórir jarðskjálftar því stundum að landsig eða landris breytir strandlínum og vatnasvæðum með tilheyrandi afleiðingum fyrir nærliggjandi byggð. Svæðið frá Almannagjá að Gjábakka á Þingvöllum er dæmi um slíkt sigsvæði.

Myndir:


Þetta svar er fengið út bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar og birt með góðfúslegu leyfi.

Höfundar

Páll Einarsson

prófessor emeritus í jarðeðlisfræði við HÍ

jarðskjálftafræðingur hjá Veðurstofu Íslands

Páll Halldórsson

jarðeðlisfræðingur

Bjarni Bessason

prófessor í byggingarverkfræði við HÍ

Júlíus Sólnes

prófessor emeritus

sérfræðingur á rannsóknadeild, Fjárfestingarbanka, Landsbanka Íslands

Útgáfudagur

28.9.2015

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Páll Einarsson, Kristín Vogfjörð, Páll Halldórsson, Bjarni Bessason, Júlíus Sólnes og Sigurður Erlingsson. „Hvað farast margir í jarðskjálftum árlega og hvað veldur helst tjóni í skjálftum?“ Vísindavefurinn, 28. september 2015, sótt 10. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=70278.

Páll Einarsson, Kristín Vogfjörð, Páll Halldórsson, Bjarni Bessason, Júlíus Sólnes og Sigurður Erlingsson. (2015, 28. september). Hvað farast margir í jarðskjálftum árlega og hvað veldur helst tjóni í skjálftum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=70278

Páll Einarsson, Kristín Vogfjörð, Páll Halldórsson, Bjarni Bessason, Júlíus Sólnes og Sigurður Erlingsson. „Hvað farast margir í jarðskjálftum árlega og hvað veldur helst tjóni í skjálftum?“ Vísindavefurinn. 28. sep. 2015. Vefsíða. 10. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=70278>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað farast margir í jarðskjálftum árlega og hvað veldur helst tjóni í skjálftum?
Jörð skelfur þegar bylgjur berast um jarðskorpuna. Slíkar bylgjur myndast í ýmsum hreyfingum í henni af náttúrunnar og manna völdum. Í raun er það þannig, að yfirborð jarðar titrar og hreyfist samfellt allt árið um kring, þótt áhrifin verði aðeins einstaka sinnum svo mikil að fólk finni og tjón hljótist af. Þetta kallast umhverfisórói og má greina með mælitækjum.

Skemmdur vegur eftir jarðskjálfta í Chile 27. febrúar 2010.

Að jafnaði farast mörg þúsund manns af völdum jarðskjálfta á hverju ári. Á síðustu öld týndu að meðaltali um 17.000 manns lífi árlega í slíkum hamförum. Ekki þarf að fara langt aftur í tímann til að finna jarðskjálfta með hörmulegum afleiðingum. Í skjálftanum við Súmötru á annan í jólum 2004 fórust um 300.000 manns í 12 löndum, þegar risaflóðbylgjur af Indlandshafi gengu á land. Gríðarlegt tjón varð á mannvirkjum, stórum og smáum, og heil þorp og glæsihótel við ströndina urðu bylgjunum að bráð. Mannskæðasti jarðskjálfti á síðustu öld varð hins vegar í Kína árið 1976. Þá er talið að allt að 600.000 manns hafi farist í borginni Tangshan. Ef dauðsföll af völdum jarðskjálfta eru athuguð fyrir hvern áratug á tuttugustu öld, verður ekki séð að þeim fari fækkandi. Auk manntjóns geta jarðskjálftar valdið miklum efnahagslegum, menningarlegum og félagslegum skaða. Í jarðskjálftanum í Íran, 26. desember 2003, eyðilögðust söguleg og menningarleg mannvirki á aðeins 13 sekúndum, sum þeirra reist fyrir um 2000 árum. Þar á meðal voru byggingar nátengdar íranskri goðafræði. Að auki létu um 26.270 manns lífið.

Jarðskjálfti í Íran 2003 olli miklum skemmdum á mannvirkjum sem staðið höfðu öldum saman.

Reynslan sýnir að tjón af völdum jarðskjálfta verður jafnt í vanþróuðum og þróuðum löndum þar sem jarðskjálftavá er vel þekkt og tækniþekking á háu stigi. Í skjálftanum í Kobe (Hygog-ken Nanub) í Japan 17. janúar 1995 fórust þannig 6.430 manns og um 105.000 byggingar gjöreyðilögðust. Ef tímabilið frá 1950-2000 er skoðað, sést að efnahagslegt tjón er greinilega að aukast ár frá árið og var mest í Kobe-jarðskjálftanum. Þar var skaði metinn á 160 milljarða dollara.

Tjón í jarðskjálftum getur orðið með margvíslegum hætti. Mannvirki hristast í sundur þegar jörð skelfur. Eldar breiðast hratt út í þéttri byggð og eyða heilum hverfum. Þetta stafar meðal annars af því að slökkvistarf er oft erfitt vegna öngþveitis og samgönguerfiðleika í kjölfar slíkar hamfara. Undirstöðujarðvegur sem mannvirki hvíla á, getur breyst í jarðskjálfta. Hann getur sigið, skriðið til eða ysjast. Við ysjun umbreytist jarðvegurinn og verður eins og vökvi eða kviksyndi. Undirstöður síga og skekkjast með tilheyrandi afleiðingum. Jarðskriður, grjóthrun og snjóflóð af völdum jarðskjálfta geta fallið á byggð. Mismunahreyfing á sprungum kann að granda mannvirkjum sem þvera þær. Slík hreyfing er sérstaklega hættuleg lögnum, leiðslum og samgöngumannvirkjum.

Skriða sem féll í jarðskjálfta í El Salvador 13. janúar 2001.

Flóðbylgjur sem myndast á hafi úti vegna stórra jarðskjálfta, berast stundum langar leiðir til lands og ná að valda gífurlegu manntjóni og eyðileggingu á strandsvæðu, eins og gerðist í Austur-Asíu um jólin 2004 og í Japan í mars 2011. Í skjálftum getur vatn í uppistöðulónum ólgað og skvettur þeyst yfir nálæð mannvirki. Í versta falli bresta stíflur, og flóðbylgja æðir frá uppistöðulóni niður árfarveg. Loks valda stórir jarðskjálftar því stundum að landsig eða landris breytir strandlínum og vatnasvæðum með tilheyrandi afleiðingum fyrir nærliggjandi byggð. Svæðið frá Almannagjá að Gjábakka á Þingvöllum er dæmi um slíkt sigsvæði.

Myndir:


Þetta svar er fengið út bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar og birt með góðfúslegu leyfi.

...