Sólin Sólin Rís 06:37 • sest 20:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:16 • Síðdegis: 22:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:58 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:37 • sest 20:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:16 • Síðdegis: 22:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:58 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju varð svona stór jarðskjálfti í Nepal?

Páll Einarsson

Jarðskjálftinn í Nepal 25. apríl 2015 stafaði af samreki tveggja af meginflekum jarðar, Indlandsflekans og Evrasíuflekans. Nepal er nánast allt í Himalajafjallgarðinum en hann er einmitt afleiðing af samreki þessara fleka.

Báðir flekarnir eru þarna af meginlandsgerð og jarðskorpa beggja er því þykk og eðlislétt. Hvorugur flekinn gefur því eftir og sekkur, eins og víða gerist annars á samreksbeltum. Jarðlögin vöðlast upp í fellingar og mynda þykka jarðskorpu. Þessu ferli fylgja stórir jarðskjálftar og eiga þeir upptök á miklum misgengjum sem hallast svolítið til norðurs. Neðri veggur misgengjanna, fláveggurinn, gengur til norðurs og svolítið niður, en efri veggurinn, slútveggurinn, hrekkur til suðurs og svolítið upp. Það er líkt og fleygur sé rekinn inn undir Evrasíuflekann og þannig hækkar fjallgarðurinn jafnt og þétt.

Misgengisflöturinn sem hrökk til 25. apríl er gríðarstór, um 150 km langur mælt eftir fjallgarðinum, og 100 km breiður, ef mælt er frá suðri til norðurs. Færsla misgengisveggjanna var mismikil eftir því hvar mælt er, en var allt að 4 metrar þar sem hún var mest. Höfuðborg Nepal, Katmandú, liggur ofan á miðjum misgengisfletinum.

Stærð skjálftans var tæplega 8 stig. Svo stórir skjálftar eru ekki óþekktir á þessum slóðum. Rekhraðinn á flekaskilunum þarna er um 4-5 cm/ári og því má búast við nokkrum skjálftum af þessari stærð á hverri öld. Nokkuð langt er þó síðan síðustu skjálftar urðu og hefur því nú um nokkurra áratuga skeið verið varað við því að spenna á flekaskilunum sé orðin há og að búast megi við stórum skjálftum á næstu árum. Þar hefur fremstur gengið Roger Bilham, prófessor í jarðvísindum í Boulder í Bandaríkjunum. Hann er íslenskum jarðvísindamönnum vel kunnur, kom meðal annars við sögu þegar GPS-mælingar á jarðskorpuhreyfingum hófust hér á landi fyrir þremur áratugum.

Mynd:

Höfundur

Páll Einarsson

prófessor emeritus í jarðeðlisfræði við HÍ

Útgáfudagur

30.4.2015

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Páll Einarsson. „Af hverju varð svona stór jarðskjálfti í Nepal?“ Vísindavefurinn, 30. apríl 2015, sótt 10. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=70044.

Páll Einarsson. (2015, 30. apríl). Af hverju varð svona stór jarðskjálfti í Nepal? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=70044

Páll Einarsson. „Af hverju varð svona stór jarðskjálfti í Nepal?“ Vísindavefurinn. 30. apr. 2015. Vefsíða. 10. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=70044>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju varð svona stór jarðskjálfti í Nepal?
Jarðskjálftinn í Nepal 25. apríl 2015 stafaði af samreki tveggja af meginflekum jarðar, Indlandsflekans og Evrasíuflekans. Nepal er nánast allt í Himalajafjallgarðinum en hann er einmitt afleiðing af samreki þessara fleka.

Báðir flekarnir eru þarna af meginlandsgerð og jarðskorpa beggja er því þykk og eðlislétt. Hvorugur flekinn gefur því eftir og sekkur, eins og víða gerist annars á samreksbeltum. Jarðlögin vöðlast upp í fellingar og mynda þykka jarðskorpu. Þessu ferli fylgja stórir jarðskjálftar og eiga þeir upptök á miklum misgengjum sem hallast svolítið til norðurs. Neðri veggur misgengjanna, fláveggurinn, gengur til norðurs og svolítið niður, en efri veggurinn, slútveggurinn, hrekkur til suðurs og svolítið upp. Það er líkt og fleygur sé rekinn inn undir Evrasíuflekann og þannig hækkar fjallgarðurinn jafnt og þétt.

Misgengisflöturinn sem hrökk til 25. apríl er gríðarstór, um 150 km langur mælt eftir fjallgarðinum, og 100 km breiður, ef mælt er frá suðri til norðurs. Færsla misgengisveggjanna var mismikil eftir því hvar mælt er, en var allt að 4 metrar þar sem hún var mest. Höfuðborg Nepal, Katmandú, liggur ofan á miðjum misgengisfletinum.

Stærð skjálftans var tæplega 8 stig. Svo stórir skjálftar eru ekki óþekktir á þessum slóðum. Rekhraðinn á flekaskilunum þarna er um 4-5 cm/ári og því má búast við nokkrum skjálftum af þessari stærð á hverri öld. Nokkuð langt er þó síðan síðustu skjálftar urðu og hefur því nú um nokkurra áratuga skeið verið varað við því að spenna á flekaskilunum sé orðin há og að búast megi við stórum skjálftum á næstu árum. Þar hefur fremstur gengið Roger Bilham, prófessor í jarðvísindum í Boulder í Bandaríkjunum. Hann er íslenskum jarðvísindamönnum vel kunnur, kom meðal annars við sögu þegar GPS-mælingar á jarðskorpuhreyfingum hófust hér á landi fyrir þremur áratugum.

Mynd:...