Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2668 svör fundust
Er þróunarkenningin bara kenning eða er hún staðreynd?
Hér er einnig að finna svar við spurningunum:Er þróunarkenningin ennþá kenning, eða á eftir að sanna einhvern hluta hennar?Hvernig er hægt að sanna að þróunarkenning Darwins sé rétt?Telst þróunarkenningin nægilega sönnuð til þess að vera talin staðreynd, eða eins nálægt sannleikanum og við komumst?Athugasemd ritst...
Úr hverju er íslenska myntin?
Á heimasíðu Seðlabanka Íslands má finna ýmsan fróðleik um íslensku peningana, bæði myntirnar og seðla. Hér má sjá yfirlit um málminn sem er í hverri mynt fyrir sig. 100 og 50 króna myntir Gulleit eirblanda með: 70% kopar 24,5% sink 5,5% nikkel 10, 5 og 1 krónu myntir Málmblanda með: ...
Hvað hefðu Svavars-samningarnir kostað ef þeir hefðu verið samþykktir?
Endurskoðuð útgáfa af þessu svari var birt 16.6.2016. Hægt er að lesa hana hér: Hvað hefðu Icesave-samningarnir kostað íslenska ríkið ef þeir hefðu verið samþykktir? Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvað hefðu Icesave-samningarnir sem kenndir eru við Svavar Gestsson kostað íslenska ríkið hingað ...
Getið þið sagt mér eitthvað um plánetuna Venus?
Venus er önnur reikistjarnan frá sólu en fjarlægðin er um 108.210.000 km. Þvermál hennar er um 12.104 km sem þýðir að hún er sjötta stærsta reikistjarna sólkerfisins og aðeins minni en jörðin. Massi Venusar er 4,865*1027 g eða 81,5% af massa jarðar. Eðlismassinn er 5,20 g/cm3. Þyngdarhröðun við miðbaug reikistjörn...
Hvað er vetrarbrautin okkar stór?
Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:Hvar er sólkerfið okkar í stjörnuþokunni? (Guðmundur Harðarson, f. 1989)Get ég séð einhverja vetrarbraut á jörðu? Af hverju? (Ásta Magnúsdóttir, f. 1984) Sólin okkar myndar ásamt meira en 100 milljörðum annarra stjarna, stóra þyrpingu sem við nefnum Vetrarbraut. ...
Hvað eru til mörg stjörnumerki í himinhvolfinu?
Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:Hvernig urðu stjörnumerki til og hver fann þau upp? (Eva Ýr Óttarsdóttir f. 1988)Hvað er átt við þegar talað er um pólhverf stjörnumerki? (Hrönn Guðmundsdóttir f. 1985)Hvað eru til mörg stjörnumerki og hvernig verða þau til? (Anna Lilja Óskarsdóttir f. 1987)Hvernig er h...
Hvað er skammtahermun og hvernig fer hún fram?
Saga skammtareikninga er ekkert sérstaklega löng. Fyrir um 40 árum síðan kom eðlisfræðingurinn Richard Feynman auga á vandkvæði sem felast í því að framkvæma reikninga á skammtafræðilegum kerfum á hefðbundnum tölvum.[1] Vandinn liggur í því að til þess að reikna nákvæmlega eiginleika skammtafræðilegs kerfis, þarf ...
Hafa maurar numið land á Íslandi?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Ég er lengi búinn að velta fyrir mér af hverju maurar hafi ekki náð fótfestu hér á landi. Getið þið sagt mér ástæðuna? Vegna legu Íslands í miðju Atlantshafinu og áhrifa ísaldarjökla hefur fána landsins nær öll borist hingað frá meginlandi eða öðrum eyjum. Eftir að landið b...
Hvað varð um landnámssvínið, dó það út?
Hér er einnig að finna svar við spurningunni: Hefur fundist erfðaefni úr íslenskum landnámssvínum? Íslenskir landnámsmenn, sem talið er víst að hafi verið blanda fólks frá Skandinavíu og Bretlandseyjum,[1] höfðu með sér til landsins allar þær búfjártegundir sem tilheyrðu hefðbundnum landbúnaði þess tíma. Hi...
Hvað er klyfjagangur eða lestagangur, margir kílómetrar á klukkustund?
Hugtökin klyfjagangur og lestagangur eru samheiti og vísa til þess hversu langt klyfjuð hestalest fer yfirleitt á einni klukkustund, en það er um 5 km. Önnur samheiti eru fet, fetgangur og einnig seinagangur. Klyfjagangur er um 5 km á klukkustund. Á myndinni sjást klyfjaðir hestar fara yfir Jökulsá á Sólheimasa...
Vísindaveisla á Blönduósi
Annar viðkomustaður Háskólalestarinnar árið 2016 var Blönduós. Í félagsheimili Blönduóss var haldin vísindaveisla laugardaginn 14. maí. Þar gátu heimamenn og aðrir gestir skoðað sig í hitamyndavél, sett hátalara í gang með handaflinu, látið róló pendúlu teikna mynd og kynnst Team Spark, svo nokkur dæmi séu nefnd. ...
Við félagarnir ætlum að ganga umhverfis landið. Hvað verðum við lengi á leiðinni ef við göngum 7 klukkustundir á dag?
Það er vel gerlegt að ganga hringinn í kringum Ísland og hefur það verið gert. Árið 1985 gekk Reynir Pétur Ingvarsson, íbúi á Sólheimum í Grímsnesi, kringum landið og var gangan farin til þess að safna áheitum til byggingar íþróttaleikhúss á Sólheimum. Reynir Pétur lagið af stað frá Selfossi þann 25. maí og lauk h...
Hversu mikið koltvíoxíð tekur Íslandshaf upp í samanburði við alla losun koltvíoxíðs frá Íslandi?
Um flæði CO2 úr lofti og í sjó er fjallað almennt í svari við spurningunni Af hverju og hvernig fer koltvíoxíð úr loftinu og í sjóinn? og sérstaklega er fjallað um flæðið við Ísland í svari við spurningunni Hvernig er flæði koltvíoxíðs úr lofti og í sjó háttað við Ísland? Við bendum lesendum á að lesa þau svör ein...
Hvað getið þið sagt mér um Pýþagóras og framlag hans til fræðanna?
Margar sögur hafa verið sagðar af gríska stærðfræðingnum Pýþagóras (um 572 - 497 f.Kr.) en tilvist hans er sveipað móðu fyrnskunnar og óvíst um sanngildi sagnanna. Hann var fæddur á Samos, ey utan við vesturströnd Litlu-Asíu sem tilheyrir nú Tyrklandi, en settist að í Króton, grískri borg á Suður-Ítalíu um 530 f.K...
Er hægt að kæla herbergi á sama hátt og það er hitað, með því að láta kalt vatn renna gegnum ofn?
Svarið er já; þetta er hægt en kælingin verður ekki jafnskilvirk og hitunin við venjulegar aðstæður. Þegar heitt vatn rennur um miðstöðvarofna í húsum leitar loftið i herberginu í raun og veru upp í sama hita og vatnið hefur, sem er oft 60-80 Selsíusstig. Hins vegar verður mikið varmatap út um loft og gólf, veg...