Sólin Sólin Rís 05:12 • sest 21:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:12 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík

Hvað varð um landnámssvínið, dó það út?

Jón Hallsteinn Hallsson

Hér er einnig að finna svar við spurningunni:

Hefur fundist erfðaefni úr íslenskum landnámssvínum?

Íslenskir landnámsmenn, sem talið er víst að hafi verið blanda fólks frá Skandinavíu og Bretlandseyjum,[1] höfðu með sér til landsins allar þær búfjártegundir sem tilheyrðu hefðbundnum landbúnaði þess tíma. Hingað bárust á þessum tíma hross (Equus ferus caballus), nautgripir (Bos taurus), sauðfé (Ovis aries), geitur (Capra hircus), svín (Sus domesticus), hænsnfuglar (Gallus gallus domesticus) og hundar (Canis lupus familiaris), auk þess kettir og mýs. Þetta er stutt bæði með umfjöllun í fornritum og með niðurstöðum greininga á dýrabeinasöfnum.[2]

Í Landnámu segir til að mynda: „Ingimundi hurfu svín tíu ok fundust annat haust í Svínadal, ok var þá hundrað svína.“ Og um búskap Geirmundar Heljarskinns segir í sömu heimild: „Hann var vellauðigr at lausafé ok hafði of kvikfjár. Svá segja menn, at svín hans gengi á Svínanesi.“[3]

Gríslingar af gömlum sænskum stofni sem e.t.v. eru fjarskyldir ættingjar íslenska landnámssvínsins.

Þekkt eru dýrabeinasöfn frá því fyrir 1100 sem innihalda svínabein en hlutfall þeirra er almennt lágt. Í bók sinni Lífsbjörg Íslendinga gerir Gunnar Karlsson (2009) þetta að umfjöllunarefni og nefnir nokkur dæmi um hlutfall svínabeina en hæst er hlutfallið 18% í safni frá Tjarnargötu í Reykjavík. Þegar frá líður landnámi lækkar þetta hlutfall og virðast svín vera orðin mjög fátíð þegar á þrettándu öld,[4] en þó ekki alveg horfin. Sé aftur vísað til bókar Gunnars Karlssonar koma fram í fornbréfum nokkur dæmi um svínaeign, til dæmis nefnir hann dæmi frá 1340 þar sem fram kemur að Þykkvabæjarklaustur hafi átt bæði gyltur og grísi.[5] Í Íslandslýsingu Odds Einarssonar frá lokum sextándu aldar er fjallað um svín með þessum orðum: „Svín sjást aðeins á fáum stöðum...“,[6] þegar þarna er komið við sögu virðist því mjög farið að halla undan fæti í svínahaldi á Íslandi þó ekki sé með fullu vitað hvenær landnámsstofn svína deyr endanlega út. Þegar stofn er orðinn mjög lítill og langt á milli hjarða gerir það ræktendum erfitt um vik auk þess sem gera má ráð fyrir að neikvæð áhrif innræktunar á heilbrigði stofns fari að segja til sín – þannig geta stofnar verið lengi í dauðateygjum áður en þeir hverfa endanlega.

Um rannsóknir á forn-DNA úr þeim svínum sem hér fundust á fyrstu árum eftir landnám er það að segja að engar heimildir fjalla um íslenska landnámssvínið og uppruna þess eða tengsl við aðra stofna. Þó hefur þessu viðfangsefni verið sýndur áhugi og reyndi líffræðingurinn Campana o.fl. (2014) að einangra DNA úr íslenskum svínabeinum sem áætlað var að væru frá árunum 1000-1100 annars vegar og 1300-1500 hins vegar. Það gekk þó ekki betur en svo að ekkert DNA var einangrað úr beinum í þeirri rannsókn og því jók hún ekki skilning okkar á uppruna íslenska landnámssvínsins. Þá var aftur reynt að hafa íslenska landnámssvínið með í stórri evrópskri rannsókn líffræðingsins Frantz o.fl. (2019) og eru íslensk sýni nefnd í umræddri grein. Þar virðist ekki hafa gengið betur en í fyrri rannsókninni og fer engum sögum af niðurstöðum hvað varðar íslensku sýnin án þess að það sé útskýrt frekar. Rannsóknir á forn-DNA úr mönnum, hrossum og sauðfé staðfesta þó að DNA geymist ágætlega við íslenskar aðstæður og því má telja víst að erfðarannsóknir muni í framtíðinni varpa betra ljósi á uppruna og afdrif íslenska landnámssvínsins.

Tilvísanir:
  1. ^ Ebenesersdóttir o.fl. 2018; Plomp o.fl. 2023.
  2. ^ Dugmore o.fl. 2012; Brewington o.fl. 2015.
  3. ^ “Landnámabók – Heimskringla. No,” n.d.
  4. ^ Brewington o.fl. 2015.
  5. ^ Gunnar Karlsson 2009.
  6. ^ Oddur Einarsson 1971.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Hallsteinn Hallsson

prófessor við LBHÍ

Útgáfudagur

14.2.2024

Spyrjandi

Auður Jónsdóttir, ritstjórn

Tilvísun

Jón Hallsteinn Hallsson. „Hvað varð um landnámssvínið, dó það út?“ Vísindavefurinn, 14. febrúar 2024. Sótt 27. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=86140.

Jón Hallsteinn Hallsson. (2024, 14. febrúar). Hvað varð um landnámssvínið, dó það út? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=86140

Jón Hallsteinn Hallsson. „Hvað varð um landnámssvínið, dó það út?“ Vísindavefurinn. 14. feb. 2024. Vefsíða. 27. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=86140>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað varð um landnámssvínið, dó það út?
Hér er einnig að finna svar við spurningunni:

Hefur fundist erfðaefni úr íslenskum landnámssvínum?

Íslenskir landnámsmenn, sem talið er víst að hafi verið blanda fólks frá Skandinavíu og Bretlandseyjum,[1] höfðu með sér til landsins allar þær búfjártegundir sem tilheyrðu hefðbundnum landbúnaði þess tíma. Hingað bárust á þessum tíma hross (Equus ferus caballus), nautgripir (Bos taurus), sauðfé (Ovis aries), geitur (Capra hircus), svín (Sus domesticus), hænsnfuglar (Gallus gallus domesticus) og hundar (Canis lupus familiaris), auk þess kettir og mýs. Þetta er stutt bæði með umfjöllun í fornritum og með niðurstöðum greininga á dýrabeinasöfnum.[2]

Í Landnámu segir til að mynda: „Ingimundi hurfu svín tíu ok fundust annat haust í Svínadal, ok var þá hundrað svína.“ Og um búskap Geirmundar Heljarskinns segir í sömu heimild: „Hann var vellauðigr at lausafé ok hafði of kvikfjár. Svá segja menn, at svín hans gengi á Svínanesi.“[3]

Gríslingar af gömlum sænskum stofni sem e.t.v. eru fjarskyldir ættingjar íslenska landnámssvínsins.

Þekkt eru dýrabeinasöfn frá því fyrir 1100 sem innihalda svínabein en hlutfall þeirra er almennt lágt. Í bók sinni Lífsbjörg Íslendinga gerir Gunnar Karlsson (2009) þetta að umfjöllunarefni og nefnir nokkur dæmi um hlutfall svínabeina en hæst er hlutfallið 18% í safni frá Tjarnargötu í Reykjavík. Þegar frá líður landnámi lækkar þetta hlutfall og virðast svín vera orðin mjög fátíð þegar á þrettándu öld,[4] en þó ekki alveg horfin. Sé aftur vísað til bókar Gunnars Karlssonar koma fram í fornbréfum nokkur dæmi um svínaeign, til dæmis nefnir hann dæmi frá 1340 þar sem fram kemur að Þykkvabæjarklaustur hafi átt bæði gyltur og grísi.[5] Í Íslandslýsingu Odds Einarssonar frá lokum sextándu aldar er fjallað um svín með þessum orðum: „Svín sjást aðeins á fáum stöðum...“,[6] þegar þarna er komið við sögu virðist því mjög farið að halla undan fæti í svínahaldi á Íslandi þó ekki sé með fullu vitað hvenær landnámsstofn svína deyr endanlega út. Þegar stofn er orðinn mjög lítill og langt á milli hjarða gerir það ræktendum erfitt um vik auk þess sem gera má ráð fyrir að neikvæð áhrif innræktunar á heilbrigði stofns fari að segja til sín – þannig geta stofnar verið lengi í dauðateygjum áður en þeir hverfa endanlega.

Um rannsóknir á forn-DNA úr þeim svínum sem hér fundust á fyrstu árum eftir landnám er það að segja að engar heimildir fjalla um íslenska landnámssvínið og uppruna þess eða tengsl við aðra stofna. Þó hefur þessu viðfangsefni verið sýndur áhugi og reyndi líffræðingurinn Campana o.fl. (2014) að einangra DNA úr íslenskum svínabeinum sem áætlað var að væru frá árunum 1000-1100 annars vegar og 1300-1500 hins vegar. Það gekk þó ekki betur en svo að ekkert DNA var einangrað úr beinum í þeirri rannsókn og því jók hún ekki skilning okkar á uppruna íslenska landnámssvínsins. Þá var aftur reynt að hafa íslenska landnámssvínið með í stórri evrópskri rannsókn líffræðingsins Frantz o.fl. (2019) og eru íslensk sýni nefnd í umræddri grein. Þar virðist ekki hafa gengið betur en í fyrri rannsókninni og fer engum sögum af niðurstöðum hvað varðar íslensku sýnin án þess að það sé útskýrt frekar. Rannsóknir á forn-DNA úr mönnum, hrossum og sauðfé staðfesta þó að DNA geymist ágætlega við íslenskar aðstæður og því má telja víst að erfðarannsóknir muni í framtíðinni varpa betra ljósi á uppruna og afdrif íslenska landnámssvínsins.

Tilvísanir:
  1. ^ Ebenesersdóttir o.fl. 2018; Plomp o.fl. 2023.
  2. ^ Dugmore o.fl. 2012; Brewington o.fl. 2015.
  3. ^ “Landnámabók – Heimskringla. No,” n.d.
  4. ^ Brewington o.fl. 2015.
  5. ^ Gunnar Karlsson 2009.
  6. ^ Oddur Einarsson 1971.

Heimildir og mynd:

...